Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 44
maður gerir ekki meira en maður getur. Þannig að ég forðast sjálfsgagnrýni, en það er mikilvægt að skoða af hverju ég fer í hana og brjóta til mergjar.“ Steinunn segir einnig styrk að því að vera hluti af stærri stofnun, það geri henni kleift að fá fag- legan stuðning og leita ráða kollega sinna á öðrum starfs stöðv - um hSa. Yfirleitt gerist það í tölvupóstssamskiptum eða sím - tölum, einnig hafi verið haldnir fræðsludagar þar sem allir hjúkrunarfræðingar heilsugæslu hSa hittast og fræðast um ákveðið efni, til dæmis ungbarnavernd. jafnframt hefur hún sótt Ískrárdaga skólaheilsugæslunnar. hún segir það vera „ofsalega gott af því að þá fæ ég fagleg viðbrögð við því sem ég er að gera og heyri af einhverju nýju og hvernig aðrir gera hlut- ina.“ Þar sem Steinunn er deildarstjóri heilsugæslunnar á Vopna - firði situr hún líka deildarstjórafundi starfsstöðvanna og þar hittir hún aðra hjúkrunardeildarstjóra á einmenn ings starfs - stöðvum eins og hennar. „Það er ákveðið álag að vera í svona einmenningi. Ábyrgðin er umfangsmikil og ég er alltaf að reyna að forgangsraða verkefnunum svo að ég geti sinnt öllu og öllum eins vel og ég get. En það er staðreynd að starfið er mjög fjölbreytt og ég viðurkenni að maður verður oft tættur.“ hún segir starfið hafa verið yfirþyrmandi í byrjun en hún sé alltaf að læra í starfinu, líka af álaginu. Hjúkrunarstarfið fjölbreytt, krefjandi og gefandi En af hverju skyldi Steinunn Birna hafa ákveðið að þiggja starfið? „já, það var nú eiginlega bara þannig að hjúkrunar - fræðingurinn sem var hér á undan lætur mig vita að hún sé að hætta og býður mér starfið. Og ég ákvað að stökkva á það til að fá fast starf sem einnig hentar vel með ferðaþjónustunni þar sem ég er með aðeins sveigjanlegan vinnutíma. En ég átti ekkert endilega von á því að verða hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu,“ segir hún og hlær. En þó hún hafi ákveðið að slá til segir hún að launalega séð hefði það borgað sig frekar fyrir hana að vera í umönnunarstarfi í vaktavinnu, jafnvel án þess að vera með sértæka menntun innan hjúkrunar: „já, ég get ekki neitað því að launin eru léleg þar sem ég er aðeins í dagvinnu. Það í rauninni skilar sér ekki að hafa farið í fjög- urra ára háskólanám og ég hefði haft það í raun mun betra að fara ekki í nám, því það skilar sér ekki í launaumslagið.“ Það er þó engin eftirsjá í huga hennar, þetta sé dýrmæt reynsla sem geri henni kleift að kynnast samfélaginu og gegna mikil - vægu hlutverki innan þess, auk þess sem starfið sé einstaklega fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Einnig telji hún það til ákveðinna forréttinda að geta skipt um starfssvið innan hjúkr - unar. Steinunn átti lengi vel erfitt með að samsama sig hjúkrunar - stéttinni. „fyrst eftir útskrift fannst mér ég ekki alveg tilheyra þessari starfsstétt. Ég heyrði það líka frá fleirum sem út- skrifuðust með mér. Okkur fannst starfið ótrúlega fjölbreytt, krefjandi og mikilvægt, og við fundum það strax þegar við byrjuðum í náminu. En framvarðasveitin virtist alltaf leggja áherslu á hina mjúku hlið hjúkrunar í stað þess að sýna hvað þetta starf er tæknilega krefjandi, fjölbreytt og erfitt. Margir í samfélaginu vita í raun ekkert hvað það er sem við hjúkrunar- fræðingar gerum fyrr en fólk lendir í því að þurfa á þjónustu okkar að halda.“ aðalbjörg stefanía helgadóttir 44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Hjúkrunarlagerinn er sneisafullur af vörum og skipulega raðað í hillur. Heilsugæslustöð Vopnafjarðar er vel búin tækjum til hjúkrunar, lækn- inga og rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.