Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 63
Inngangur
Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og vaxandi fjöldi fólks
sem lifir með langvinna og lífshættulega sjúkdóma kallar á
umræðu um hvernig fólk sér fyrir sér lífslok sín. Öll vitum við
að lífið tekur enda en með nútímalyfjum og tækni er margt
hægt að gera til að hafa áhrif á hvernig endalokin verða. rann-
sóknir og reynsla sýna að heilbrigðisstarfsfólk, þar á meðal
hjúkrunarfræðingar, þarf tímanlega að hefja umræðu um
meðferðarmarkmið og leiða sjúklinga og aðstandendur þeirra
í gegnum ákvarðanaferli til undirbúnings lífsloka (kristín Lára
Ólafsdóttir, 2018; Christensen, 2019; kalowes, 2015; Sawatzky,
2019). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar þekki hvert hlut-
verk þeirra er við þessar aðstæður þannig að þeir geti veitt
öndvegisumönnun við lok lífs, fumlaust og af öryggi. Ýmis
gögn liggja fyrir sem hægt er að styðjast við til glöggvunar.
Klínískar og siðfræðilegar
leiðbeiningar
Samkvæmt siðareglum hjúkrunarfræðinga, 2. kafla, er hjúkr -
unarfræðingur „málsvari skjólstæðings og stendur vörð um
reisn hans og rétt og stuðlar að því að komið sé fram af virð -
ingu og heiðarleika. hjúkrunarfræðingur stendur vörð um
sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðings og rétt til bestu mögulegrar
þjónustu á hverjum tíma.“ Einnig er kveðið á um að hjúkr -
unar fræðingur virði rétt sjúklings til að deyja með reisn.
Landlæknisembættið gaf út leiðbeiningar um takmörkun
á meðferð við lok lífs árið 1996. Þar kemur fram að stefnt skuli
að því að dauðdagi verði eins þjáningarlaus og með eins mikilli
reisn og kostur er. Áhersla er m.a. lögð á sjálfsákvörðunarrétt
sjúklings, læknir skuli hafa samráð við heilbrigðisstarfsmenn
sem mest hafa sinnt honum og sé þess kostur skuli ákvörðun
tekin við yfirvegaðar aðstæður. Þessar leiðbeiningar fylgdu
tíðarandanum í öðrum löndum, t.d. Bandaríkjunum þar sem
lög um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga voru samþykkt árið
1990. Í bandarísku lögunum er gerð krafa um að á opinberum
heilbrigðisstofnunum sé efnt til samræðna við sjúklinga um
með ferðarmarkmið og niðurstaða þeirra skráð í sjúkraskrá. Á
ensku er talað um advance care planning sem kristín Lára
Ólafsdóttir (2018) hefur lagt til að sé þýtt sem áætlun um með -
ferðarmarkmið.
klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð voru fyrst unnar af
líknarráðgjafateymi Landspítala og gefnar út 2009 en endur -
skoðuð útgáfa, sem nú er stuðst við, er frá 2017. Leiðbeining-
arnar eru greinargóðar og innihalda gagnleg hjálpargögn, t.d.
fyrir samtöl, fjölskyldufundi, einkennamat og -meðferð og
ráðleggingar um menningarlega og siðferðislega þætti. Leið -
bein ingarnar eru ætlaðar öllu heilbrigðisstarfsfólki en tekið er
fram að læknir beri ábyrgð á sjúkdómsgreiningu og meðferð
sjúklinga sinna. Tillaga að ákvarðanatöku um meðferðarstig,
þ.e. fulla meðferð að endurlífgun (fME) eða lífslokameðferð
(LLM), getur „komið frá meðferðaraðila, sjúklingi sjálfum eða
aðstandendum, en læknir ber ábyrgð á ákvörðun um meðferð -
ina“ að höfðu samráði við sjúkling, aðstandendur og sam-
starfsfólk (bls. 17). hvatt er til að umræða um meðferðar -
markmið fari fram tímanlega svo að forðast megi hana við
bráðaaðstæður.
Líknarmeðferð (palliative care) er skv. klínísku leiðbein-
ingunum frá Landspítala (Landspítali 2017), einstaklingsmið -
uð (person-centered care) og árangursrík meðferð verkja og
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 63
Meðferðarmarkmið í aðdraganda andláts
Þorgerður Ragnarsdóttir*
Væntanlega taka allir heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi fyrr eða síðar þátt í umræðu um markmið
meðferðar við lífslok. Samfara auknum möguleikum á að viðhalda lífi með tækni og lyfjum
verða spurningar um hvenær nóg sé að gert meira knýjandi. Hjúkrunarfræðingar fást við slík
álitamál í daglegum störfum en stundum er hlutverk þeirra í ákvörðun um þau og framkvæmd
ekki skýrt. Hér er leitast við að svara spurningunni: „Hvaða hlutverki gegna hjúkrunarfræðingar
í ákvörðun um meðferðarmarkmið í aðdraganda andláts?“
Líknarmeðferð hefst við greiningu alvarlegra
sjúkdóma og er veitt samhliða sjúkdóms mið -
aðri, lífslengjandi meðferð í þeim tilgangi að
styðja sjálfræði sjúklings og upplýst val. Líknar -
meðferð stendur eftir þegar meðferð sem miðar
að lækningu er hætt.
* grein skrifuð undir handleiðslu dr. ingibjargar hjaltadóttur sem verkefni
í námskeiði um klínísk viðfangsefni í öldrunarhjúkrun við hÍ.