Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 22
ingu og meðferð á sárum en hún hefur verið í stjórn Samtaka um sárameðferð á Ís-
landi frá upphafi, eða undanfarin 15 ár.
hjúkrunarfræðin var ekki á teikniborðinu hjá Margréti grímsdóttur á mennta-
skólaárunum, heldur hafði hún stefnt á nám í Myndlistarskólanum eftir stúdentspróf.
hún var stödd á Mallorka í útskriftarferð þegar henni snerist hugur, hringdi í móður
sína og bað hana að skrá sig í hjúkrunarfræðina. „Og ég var búin að safna í möppu
og allt,“ rifjar hún upp. „hjúkrun er frábærasta nám sem hægt er að fara í, mikil fjöl-
breytni og mörg tækifæri og ég finn að ég hef gert eitthvert gagn,“ segir Margrét en
hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar á heilsustofnun nLfÍ í hvera-
gerði frá árinu 2012.
Hjúkrun er hjartans mál
„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur,“ segir Paola Bianka
skurðhjúkrunarfræðingur. allt frá því að hún var lítil stelpa hefur hún dáðst að
hjúkrunarfræðingum og hvað þeir geta haldið ró sinni við o erfiðar vinnuaðstæður.
„Þeir eru eins og englar í stríði.“ Paola kom til Íslands með eiginmanni sínum árið
2014 og útskrifaðist sem skurðhjúkrunarfræðingur í júní 2019. „Ég er rosalega stolt
af mér að vera ein af þessum hópi,“ segir hún. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt
en samt mjög kreandi starf; jafnt andlega sem líkamlega. hver dagur er ólíkur þeim
fyrri, og á hverjum degi eru nýviðfangsefni. Það sem mér finnst skemmtilegast í þessu
starfi er að geta hjálpað fólki og tryggja að það fái örugga og trausta þjónustu.“
allt frá því að Marta jónsdóttir var barn hefur hún haft mikið dálæti á spítalalykt
og spítalaumhverfi. „Oft gerist það enn þá að ég labba inn á spítalann og dreg djúpt
andann til að finna þessa sérstöku lykt,“ segir Marta en hún vinnur á menntadeild
Landspítala og er jafnframt formaður hjúkrunarráðs Landspítala. „Ég lít á það sem
ótrúleg forréttindi að fá að vera talsmaður hjúkrunar, bæði innan spítala og utan.
Ég er hér fyrir hjúkrunarfræðinga og hjúkrun, ég legg mig fram um að vera
talsmaður hjúkrunar og gera hjúkrun sýnilega,“ segir Marta. „Mér finnst heiður að
fá að hjúkra fólki, fá tækifæri til að taka þátt í bæði erfiðum og gleðilegum stundum
helga ólafs
22 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Marta Jónsdóttir.
Paola Bianka.
Bryndís Erlingsdóttir. Snæbjörn Ómar Guðjónsson. Rhomz Singayan Aquino.
„Oft gerist það enn þá að ég labba inn á spítalann og dreg djúpt
andann til að finna þessa sérstöku lykt,“ segir Marta Jónsdóttir en
hún vinnur á menntadeild Landspítala og er jafnframt formaður
hjúkrunarráðs Landspítala.