Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 9
hún var hjúkrunarkona sem sá fyrir sér,“ segir Björk þegar hún rifjar upp af hverju hún vildi verða hjúkrunarkona. hún segir að kynni hennar af systrunum á St. jósepsspítala í hafnarfirði hafi líka haft mikið að segja um ákvörðunina, en þær höfðu mikil áhrif á hana — svo mikil að á tímabili var hún jafnvel að hugsa um að gerast nunna en að baki lágu praktískar ástæður. „Ein systir mín lá lengi á St. jósepsspítala og ég heimsótti hana þangað nærri daglega. Systurnar hjúkruðu henni og voru ein- staklega elskulegar við okkur. nunnurnar bjuggu á efstu hæð spítalans og ein nunnan bauð mér að skoða heimili þeirra og þá fann ég út að þessar konur áttu sín eigin herbergi, rúm, kommóðu, skrifborð og stól. Þetta fannst mér vera drauma - staða því heima hjá mér bjuggum við frekar þröngt og ég þráði að eiga sérherbergi,“ segir Björk. Vann á barnadeild Landspítalans Til að afla sér upplýsinga um hjúkrunarnámið pantaði Björk viðtal við Þorbjörgu skólastjóra. Þorbjörg lagði til að Björk kynntist lífinu á sjúkrahúsi og fékk í kjölfarið meðmæli hjá deildarstjóra. hún réð sig á barnadeild Landspítalans og vann þar eitt sumar sem gangastúlka hjá fröken Árnínu guðmunds- dóttur. „Það var gott að vera á barnadeildinni og mér fannst gaman að vera innan um allar flottu ungu hjúkrunarkonurnar sem þar störfuðu og hjúkrunarnemana. Í janúar 1960 hóf ég svo nám í hjúkrunarskóla Íslands. Við hjúkrunarnemarnir bjuggum á heimavist og þar voru strangar reglur. Enginn utan - aðkomandi fékk t.d. að kom í heimsókn inn á herbergi og við áttum að vera komnar heim á vissum tímum á kvöldin,“ segir Björk sposk á svipinn. Gaman í ungbarnaheimsóknum Björk er því næst spurð um hjúkrunarnámið, hvernig það hafi verið. „Mér fannst spennandi að læra hjúkrun og vann á flestum deildum Landspítalans á nemaárunum mínum. Það gaf mér innsýn í þá miklu fjölbreytni sem sjúkrahúshjúkrun býr yfir. Á heilsuverndarstöðinni í reykjavík var ég mest hrifin af því að fylgja ljósmæðrum í ungbarnaheimsókn, þá sá ég mismunandi aðstæður hjá nýbökuðum mæðrum. Ég var send á sjúkrahúsið í keflavík í fáeina mánuði, þar kynntist ég alls kyns hjúkrun og þótti mest spennandi að vera á skurðstof- unni. Ég bjó á jarðhæðinni í spítalabyggingunni og var því til taks á kvöldin og um nætur ef eitthvað kom upp á á deildinni. Þetta fannst mér mikil ábyrgð. Seinna á nematímanum var ég send í nokkra mánuði á sjúkrahúsið á akureyri og kunni vel við mig þar.“ Vann í 36 ár á Kleppi 1. mars 1967 hóf Björk störf á sjúkrahúsinu kleppi sem nú til dags heitir geðdeild Landspítalans á kleppi. „já, á þessu tíma- bili í lífi mínu var ég búin að eiga börnin mín og var að byggja og mér bauðst húsnæði og barnapössun á staðnum. Ég sló til og hugsaði með mér að ég gæti unnið þarna í tvö ár. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég vann við geðdeildirnar til haustsins 2003,“ segir Björk og hlær og bætir við: „Þegar ég hóf störf á kleppi var mikið breytingartímabil, iðjuþjálfun varð almenn, félagsráðgjafi var ráðinn og mér fannst þetta allt spennandi. Það voru fyrirlestrar og námskeið fyrir okkur hjúkrunar - fræðingana sem varð til þess að ég lærði meira um geðsjúk- dóma og hjúkrun geðsjúklinga. kleppur var ekki lengur geymslustaður fyrir geðveikt fólk heldur fór mikið af tíma mínum í að sjá til þess að sjúklingarnir á deildinni minni ein- angruðu sig ekki heldur tækju þátt í því sem þeim stóð til boða. Í mörg ár var ég svo í hlutavinnu á kvöldvöktum í Víðihlíð því það var hagstæðara fyrir mig og fjölskylduna. Þegar geðdeild Landspítalans var opnuð við hringbraut flutti ég mig þangað.“ Fyrsti hjúkrunarfræðingurinn á næturvakt Til að byrja með var Björk hjúkrunarfræðingur á 33C á kleppi og til gamans má geta þess að hún var fyrsti hjúkrunarfræðing- urinn á næturvakt í húsinu því 33C var fyrsta deildin sem var opnuð. „Við vorum tvö á vakt yfir einum sjúklingi sem var alltaf að koma fram um nóttina til að athuga hvernig við hefðum það, hvort við gætum nú bara ekki sofið, hann myndi bara passa upp á okkur,“ segir Björk og hlær. Þegar nýi hjúkrunarskólinn hóf tveggja ára sérnám fyrir geðhjúkrunarfræðinga dreif hún sig í það nám og kláraði það 1981. „Eiginlega fannst mér það vera nauðsynlegt fyrir okkur hjúkrunarfræðingana sem störfuðum við geðdeildirnar að fara í sérnám til að fá víðari sýn á starfið okkar,“ segir Björk um leið og hún tekur fram að þegar deildar- stjórastaða losnaði á göngudeild fyrir áfengis- og vímuefnasjúk- linga 32E sótti hún um og fékk þá stöðu. Þar starfaði Björk frá 1. desember 1981 til 1. september 2003. Á göngudeildinni störf - uðu nokkrar starfsstéttir, hjúkrunarfræðingar, læknar, félags - ráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, áfengisráðgjafar og svo lækna- og móttökuritarar. Þarna var gott samstarf. hjúkrunarfræðing- arnir tóku viðtöl og stýrðu svo hverjum sjúklingi áfram, þeir sáu um lyfjagjafir og fylgdust með hverjum og einum hvort sem það var í stuttan eða langan tíma. Nennti ekki að sitja heima og prjóna Þegar Björk hætti störfum á 32E 1. september 2003 hafði hún áunnið sér rétt til að fara á eftirlaun. hún var þeirrar skoðunar lauk doktorsprófi í mannfræði 78 ára gömul tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 9 Hún segir að kynni hennar af systrunum á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði hafi líka haft mikið að segja um ákvörðunina, en þær höfðu mikil áhrif á hana — svo mikil að á tímabili var hún jafnvel að hugsa um að gerast nunna en að baki lágu praktískar ástæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.