Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 24
Hvað getum við gert til að auka hamingjuna? Í diplómanámi mínu í jákvæðri sálfræði hef ég m.a. lært hvernig hægt er að auka eigin vellíðan og hamingju. Öll viljum við vera hamingjusöm. hvað þýðir það? hvað getum við gert til að auka hana? hvernig er dagsformið? hve mikil er vellíðanin og hamingjan yfir alla ævina? Þetta snýst ekki um að við lendum aldrei í neinum erfiðleikum. Sorg, mistök, vonbrigði og áföll eru eðlilegur hluti af lífinu. hvernig við vinnum úr þessum erfiðu tilfinningum hefur áhrif á vellíðan okkar og hamingju. hvað gerir lífið gott? jákvæðar tilfinningar (s.s. gleði, von, bjartsýni, ást, kær- leikur, samkennd, þakklæti, fyrirgefning og spaugsemi) hafa mikið að segja. Einnig virkni (taka þátt, lifa lífinu lifandi) og tilgangur (finna tilgang í lífinu). Vellíðan og hamingja hafa ekki bara áhrif á hvort lífið er skemmtilegt eða ekki heldur einnig á heilsu og hvernig okkur tekst að njóta okkar í vinnu og einkalífi. Hvað er jákvæð sálfræði? jákvæð sálfræði (positive psychology) er vísindaleg aðferð til að kanna mannlega eiginleika. rannsakað er hvað fólk gerir rétt, hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Leitað er svara við spurningunni: hvað einkennir fólk sem líður vel og nær að blómstra? Meðal viðfangsefna er vellíðan einstaklinga í einkalífi, á vinnustöðum, í skólum og samfélögum. greinin er þverfagleg. Markmiðið í jákvæðri sálfræði er að rannsaka hvernig má gera gott líf betra og hvað þarf til þess að einstaklingurinn geti lifað hamingjusömu lífi. Það er ekki síður mikilvægt að átta sig á hvaða þættir auki vellíðan og hamingju eins og hvað hafi áhrif á kvíða og þunglyndi. Bókin authentic happiness eftir M. Seligman (2002) er kjörin fyrir þá sem vilja kynna sér jákvæða sálfræði. Martin Seligman er einn af upphafsmönnum jákvæðrar sálfræði. hvernig getum við aukið vellíðan og hamingju? T.d. með að byggja upp seiglu, hlúa að per- 24 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Röndótta mær Ástrós Sverrisdóttir Ástrós Sverrisdóttir hjúkrunarfræð- ingur og verkefnastjóri vísindarann- sóknarinnar Arfgeng heilablæðing, Landspítala. Ef hamingjan væri mær væri hún röndótt og alla vega á litinn. Litirnir myndu endurspegla dagana í samræmi við vellíðan og hamingju. Sumir dagar eru bjartir (skærgulir), aðrir hlutlausir (gráir), enn aðrir svartir. Sönn hamingja snýst ekki um að allir dagar séu bjartir. Stuðmenn sungu: „Röndótta mær, röndótta fljóð, viltu vera mér örlítið góð … ég dansa Óla skans með glans, ég spila fiðlu, dansa, langspilið á, ég syngja kann.“ Ef við höldum áfram þessari mynd- líkingu er margt sem hvert og eitt okkar getur gert til að hafa áhrif á vellíðan og hamingju, hvort sem það er að dansa, spila langspilið á eða syngja. „Markmiðið í jákvæðri sálfræði er að rannsaka hvernig má gera gott líf betra og hvað þarf til þess að einstaklingurinn geti lifað hamingjusömu lífi. Það er ekki síður mikilvægt að átta sig á hvaða þættir auki vellíðan og hamingju eins og hvað hafi áhrif á kvíða og þunglyndi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.