Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 11
Frá því er sambandsstjórn rauf fyrst þögnina í þessu
máli hafa sambandsfélögin hvert af öSru hert kröfur
sínar og áskoranir til þjóðarinnar og valdhafanna um
árvekni í sjálfstæðismálinu og mótmæli gegn dvöl hins
ameríska herliðs í landinu. Tímarit sitt hefur samband-
ið helgað, svo sem við var komið, sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar. 1. maí dagskrá sambandsins s.l. vor átti
tvímælalaust, auk þess sem fyrr er getið, afgerandi þátt
í hinni almennu þjóðarvakningu í sjálfstæðismálinu. A
þessu starfstímabili gerist Alþýðusamband íslands virk-
asti krafturinn í herstöðvamálinu og ein helzta máttar-
stoð íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu.
Gegn atvinnuleysinu
Eftir að núverandi stjórnarsamvinna nýsköpunarinn-
ar hófst, sendi miðstjórn Alþýðusambandsins sambands-
félögum sínum bréf, þar sem þau voru m. a. hvött til
virkrar þátttöku, hvert á sínum stað, í nýsköpun at-
vinnuveganna, með því m. a. að setja á stofn eigin al-
vinnumálanefndir. Þetta hefur leitt til þess, að víða um
land hafa verkalýðsfélögin gerzt lifandi þátttakandi í
atvinnumálaviðreisn þjóðarinnar, og má fullyrða, að
sambandsfélögin eigi sinn virka þátt í hinni jákvæðu
framvindu atvinnumálanna víða um landið.
Sambandið hefur og haft vakandi auga með þeirri
hættu, sem af of miklum innflutningi erlends vinnuafls
gæti stafað fyrir vinnandi stéttir landsins.
Strax í byrjun októbermánaðar 1945 skrifaði sam-
bandið félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem bent var
á hættu þessa og ráðuneytið hvatt til að veita eigi út-
lendingum atvinnuleyfi án samráðs við verkalýðssam-
tök landsins.
Sambandið hefur stöðugt haldið þessu máli vakandi
við stj órnarvöldin, og er nú máli þessu komið þann veg,
að sett hefur verið af félagsmálaráðherra svokölluð at-
vinnuleyfanefnd, er starfa skal með ráðherra að þessum
málum, skipuð þrem mönnum, einn eftir tilnefningu
Alþýðusambandsins og einn eftir tilnefningu Vinnu-
veitendafélagsins, en einn skipaður af ráðherra.
Sambandið hafði hönd í bagga með setningu starfs-
reglna þessarar nefndar, en þær eru á þessa leið:
1. Fyrir liggi upplýsingar frá viðkomandi stéttarsam-
tökum launþega um að umbeðið atvinnuleysi orsaki ekki
atvinnuleysi neins manns í starfsgreininni.
2. Að útlendingar skuldbindi sig til að víkja úr vinnu
fyrir innlendum manni hvenær sem stéttarfélag laun-
þega í viðkomandi starfsgrein getur fært sönnur á, að
innlent vinnuafl standi til boða í sömu starfsgrein.
3. Að verkamaður sé ekki í óbættum sökum við hegn-
ingarlöggjöf heimalands síns og liggi ekki heldur undir
ákæru um það.
4. Að hann standi ekki í óbættum sökum við verka-
lýðssamtökin í heimalandi sínu né hér.
5. Að hann sanni iðnréttindi sín í heimalandi sínu,
sé um iðnaðarmann að ræða.
6. Að starfsmaður skuldbindi sig til að hlíta sam-
þykktum viðkomandi stéttarfélags hér á landi og greiði
því félagsgjöld.
7. Að hlutaðeigandi starfsmaður taki eigi húsnæði
frá íslenzkum mönnum á staðnum.
Frá Alþýðusambandsþinginu 1944
VINNAN
201