Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 11
Frá því er sambandsstjórn rauf fyrst þögnina í þessu máli hafa sambandsfélögin hvert af öSru hert kröfur sínar og áskoranir til þjóðarinnar og valdhafanna um árvekni í sjálfstæðismálinu og mótmæli gegn dvöl hins ameríska herliðs í landinu. Tímarit sitt hefur samband- ið helgað, svo sem við var komið, sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. 1. maí dagskrá sambandsins s.l. vor átti tvímælalaust, auk þess sem fyrr er getið, afgerandi þátt í hinni almennu þjóðarvakningu í sjálfstæðismálinu. A þessu starfstímabili gerist Alþýðusamband íslands virk- asti krafturinn í herstöðvamálinu og ein helzta máttar- stoð íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Gegn atvinnuleysinu Eftir að núverandi stjórnarsamvinna nýsköpunarinn- ar hófst, sendi miðstjórn Alþýðusambandsins sambands- félögum sínum bréf, þar sem þau voru m. a. hvött til virkrar þátttöku, hvert á sínum stað, í nýsköpun at- vinnuveganna, með því m. a. að setja á stofn eigin al- vinnumálanefndir. Þetta hefur leitt til þess, að víða um land hafa verkalýðsfélögin gerzt lifandi þátttakandi í atvinnumálaviðreisn þjóðarinnar, og má fullyrða, að sambandsfélögin eigi sinn virka þátt í hinni jákvæðu framvindu atvinnumálanna víða um landið. Sambandið hefur og haft vakandi auga með þeirri hættu, sem af of miklum innflutningi erlends vinnuafls gæti stafað fyrir vinnandi stéttir landsins. Strax í byrjun októbermánaðar 1945 skrifaði sam- bandið félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem bent var á hættu þessa og ráðuneytið hvatt til að veita eigi út- lendingum atvinnuleyfi án samráðs við verkalýðssam- tök landsins. Sambandið hefur stöðugt haldið þessu máli vakandi við stj órnarvöldin, og er nú máli þessu komið þann veg, að sett hefur verið af félagsmálaráðherra svokölluð at- vinnuleyfanefnd, er starfa skal með ráðherra að þessum málum, skipuð þrem mönnum, einn eftir tilnefningu Alþýðusambandsins og einn eftir tilnefningu Vinnu- veitendafélagsins, en einn skipaður af ráðherra. Sambandið hafði hönd í bagga með setningu starfs- reglna þessarar nefndar, en þær eru á þessa leið: 1. Fyrir liggi upplýsingar frá viðkomandi stéttarsam- tökum launþega um að umbeðið atvinnuleysi orsaki ekki atvinnuleysi neins manns í starfsgreininni. 2. Að útlendingar skuldbindi sig til að víkja úr vinnu fyrir innlendum manni hvenær sem stéttarfélag laun- þega í viðkomandi starfsgrein getur fært sönnur á, að innlent vinnuafl standi til boða í sömu starfsgrein. 3. Að verkamaður sé ekki í óbættum sökum við hegn- ingarlöggjöf heimalands síns og liggi ekki heldur undir ákæru um það. 4. Að hann standi ekki í óbættum sökum við verka- lýðssamtökin í heimalandi sínu né hér. 5. Að hann sanni iðnréttindi sín í heimalandi sínu, sé um iðnaðarmann að ræða. 6. Að starfsmaður skuldbindi sig til að hlíta sam- þykktum viðkomandi stéttarfélags hér á landi og greiði því félagsgjöld. 7. Að hlutaðeigandi starfsmaður taki eigi húsnæði frá íslenzkum mönnum á staðnum. Frá Alþýðusambandsþinginu 1944 VINNAN 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.