Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 44

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 44
hleypt upp. Fjórir af forystumönnum atvinnuleysingj- anna voru fangelsaðir. 7. júlí kom einnig til bardaga milli atvinnuleysingja og lögreglunnar í sambandi við bæjarstjórnarfund og voru nokkrir menn settir í fang- elsi vegna þeirra atburða. En syndamælir afturhaldsins i bæjarstjórn Reykja- víkur var ekki fylltur. Haustið 1932 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn fram tillögu um að lækka kaupgjald verkamanna í atvinnubótavinnunni. — Bæjarstjórnarmeirihlutinn hugðist að koma þessum níðingslegu áformum sínum í framkvæmd í trausti þess, að svo væri nú sorfið að verkamönnum, að þeir myndu taka þessu möglunarlaust. Nokkru fyrir 9. nóvember hafði bæjarstjórn Reykja- víkur samþykkt að lækka kaup verkamanna í atvinnu- bótavinnunni úr gildandi kauplaxta, sem þá var kr. 1.36 í kr. 1.00 á klst. Ákvörðun þessi sætti þegar geysilegri andúð meðal verkamanna. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins kröfðust þá aukafundar í bæj arstj órninni til þess að ræða fyrri ákvörðun bæjarstjórnar í þessu máli. Fundur þessi var svo haldinn í Góðtemplarahúsinu og hófst kl. 10 f. h. 9. nóvember 1932. — Strax um morg- uninn flyktist fjöldi verkamanna og annarra að fundar- staðnum og voru áheyrendabekldr þéttskipaðir. Kl. 12 á hádegi var gert fundarhlé og hófst fundur svo að nýju kl. 1.45 e. h. Lögreglan hafði þá skipað sér við dyr Góðtemplarahússins og var greinilegt að ekki átti að hleypa öðrum inn en þeim, sem líklegir væru til þess að fylgja meirihluta bæjarstjórnarinnar að málum í baráttu hans gegn verkamönnum. Þegar í fundarbyrjun, eftir hádegið, hafði gífurlegur fjöldi fólks safnazt að húsinu. Kröfðust menn inngöngu á fundinn, en lögregl- an hélt fast við þá ákvörðun sína að neita verkamönn- um um inngöngu. Það var þegar Ijóst af ræðum íhalds- fulltrúanna, sem bárust mannfjöldanum í gegnum gjall- arhorn, sem komið hafði verið fyrir á húsinu, að þeir myndu ekki þora að framkvæma fyrri ákvörðun sína um kauplækkun, en hins vegar vildu þeir alls ekki falla frá kauplækkunarfyrirætlunum. Þeir ætluðu að fresta kauplækkuninni og bíða betra færis til að koma henni fram. Verkamenn voru hins vegar staðráðnir í því, að sýna íhaldinu, í eitt skipti fyrir öll, að þeir myndu aldrei láta neinum haldast það uppi að rýra þau sultar- kjör, sem þeir áttu við að búa. Þess vegna kröfðust þeir þess að fá að standa augliti til auglitis við fjandmenn sína. Sóttu verkamenn fast að komast inn í fundarhúsið, en lögreglan varði þeim allar inngöngudyr. Eftir því, sem verkamenn sóttu fastar að dyrum hússins ókyrrðist lögreglan og hvítliðalýðurinn meir og meir. Loks tóku þeir upp barefli og hugðust að ryðja verkamönnum frá dyrunum og jafnvel frá húsinu. Þetta tiltæki lögregl- unnar reið baggamuninn. Verkamenn ætluðu ekki að gera sér það að góðu að ganga undir kylfuhögg lög- reglunnar, án þess að veita viðnám. Sló nú í bardaga milli verkamanna og lögreglunnar, sem endaði með því, að lögreglunni og hvítliðunum var tvístrað og verka- menn tóku fundarhúsið á sitt vald. Þegar bæj arfulltrúar Sj álfstæðisflokksins sáu að lögreglu- og hvítliðavernd myndi ekki duga þeim lengur, láku þeir niður eins og mysa og flýðu af hólmi. Leituðu flestir þeirra skjóls undir leiksviði hússins og leyndust á brott um bakdyr þaðan. Þar með lauk þessum sögulega fundi og öllum fyrirætlunum Sj álfstæðisflokksins um að svelta alþýðu Reykjavíkur til hlýðni var hrundið. í bardaga þeim, er varð milli lögreglunnar og verka- manna, fengu margir menn áverka og stóra pústra, nokkrir lögregluþjónar særðust einnig. Bardagi þessi endaði með því að öll lögreglan var afvopnuð og skal þess getið, að sumir lögregluþj ónanna afhentu barefli sín af frjálsum vilja. Þegar hér var komið, var bærinn algerlega á valdi verkamanna, enginn lögregluþj ónn sást í bænum og „heldri menn“ bæjarins héldu sig í húsum inni. I sambandi við þessa atburði komust á kreik ýmsar kviksögur, svo sem að kommúnistar ætluðu að taka völdin í landinu með blóðugri byltingu, og verkamenn hefðu verið vopnaðir, þegar þeir komu á fundinn o. s. frv. Allt voru þetta kviksögur einar, framleiddar af hrelldum borgurum, vegna hinnar ofsalegu hræðslu, er greip þá, og sagan um bareflin hiá verkamönnum búin til, til þess eins að afsaka frumhlaup lögreglunnar. Sann- leikurinn var sá, að verkamenn höfðu engin barefli, er þeir mættu á fundi bæjarstjórnarinnar, hins vegar gripu menn að sjálfsögðu það sem hendi var næst, þegar lög- reglan byrjaði að beita bareflum. Nokkrum dögum eftir þessa atburði skipaði þáver- andi dómsmálaráðherra, Olafur Thors, setudómara, Kristján Kristjánsson, núverandi borgarfógeta, til þess að hafa á hendi réttarrannsókn gegn forystumönnum verkamanna vegna atburðanna 9. nóvember. Réttarrannsókn þessi hófst með því að lögregluþj ón- arnir og ýmsir aðrir handlangarar burgeisastéttarinnar voru látnir gefa skýrslu um atburði dagsins. Framburð- ur allra þessara manna var mjög hlutdrægur. Var allt gert til þess að gera hlut verkamanna sem verstan. Einn maður bar eftirfarandi fyrir réttinum: „Yfirheyrður tekur það að lokum fram, að hann hafi heyrt þá Þor- stein Pétursson, Erling Klemensson og Jón Guðjónsson kalla það upp, að bráðum rynni upp það þýðingarmikla augnablik að öll lögreglan yrði drepin og sömuleiðis bæjarfulltrúarnir.“ Formaður Varðarfélagsins bar það fyrir rétti, að hann hefði daginn fyrir fundinn lofað yfirlögregluþjóninum, Erlingi Pálssyni, að safna saman nokkrum „góðum“ mönnum fyrir fundinn. I réttar- höldunum kemur það einnig fram, að þar mætti hópur manna eftir boði Varðarfélagsins. Fjöldi manna báru 234 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.