Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 53

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 53
mannafélag Reykjavíkur) stofnað og var Ólafur lífið og sálin við allan undirbúning að stofnun þess, enda var þörfin brýn fyrir sjómenn að hefja skipulagningu stéttarsamtaka og knýja fram bætt kjör. Samtök sjó- mannanna hlutu líka fljótt sína eldskírn í hásetaverk- afllinu 1916, og sigruðu. En frá þvi verkfalli er nánar skýrt á öðrum stað hér í ritinu. Árið 1916, 12. marz, stofna 7 stéttarfélög Alþýðu- samband íslands. Ólafur Friðriksson var, eins og að líkum lætur, einn aðalhvatamanna að stofnun þess, og vann mikið undirbúningsstarf ásamt fleirum. Var hann fultrúi á stofnþinginu og kosinn í fyrstu stjórn þess. Ólafur Friðriksson hefur gegnt fjölmörgum trúnað- arstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar og verður fátt eitt talið hér. Um tíma átti hann sæti í stjórn Dags- brúnar, og vann þar mikið starf. Þá hefur hann lengst af átt sæti í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur og er nú varaformaður þess. Hann hefur setið flest Alþýðusam- bandsþing og átt sæti í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Auk afskipta sinna af hinum faglegu málum hefur Ólafur tekið virkan og mikinn þátt í stjórnmálum. Þess er áður getið, að hann stofnaði vikublaðið „Dagsbrún“ árið 1915. Hann var og fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins er það var stofnað 1919 og gegndi því starfi til 1922 og aftur 1930—32. Átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur í 20 ár og hefur lengi verið endurskoðandi bæjarfeikn- inga. Hann hefur og verið í kjöri við Alþingiskosning- ar bæði í Reykjavík og Snæfellsnessýslu. Eftir Ólaf Friðriksson liggur fjöldi blaðagreina og á hann vafalaust eftir að bæta þar enn við. Hann hefur skrifað nokkra ritlinga um verkalýðsmál og stjórnmál og tvær skáldsögur: „Allt í lagi í Reykjavík“ og „Upp- haf Aradætra og aðrar sögur“. Ólafur ritar nú orðið undir nafninu Ólafur við Faxafen og segir hann sjálfur að það sé eiginlega allt annar maður, því Ólafur Frið- riksson hafi verið langtum betri maður og óeigin- gjarnari. Nokkuð hefur Ólafur Friðriksson ferðast um er- lendis, en síðustu 25 árin aðeins í blaðamannaför til Bretlands 1942. Þótt Ólafur Friðriksson sé nú sextugur, má það vart á honum sjá. Að vísu er hárið tekið að grána. En í hreyfingum öllum minnir hann á tvítugan ungling. Og Ólafur á nægileg áhugamál til að hugsa um og vinna að. Og meðan svo er á Elli kerling varla mikla von í honum. Við þessi tímamót í ævi Ölafs Friðrikssonar mun hon- um berast mörg hlý kveðja og árnaðaróskir margra. Störf hans í þágu íslenzks verkalýðs verða bezt þökkuð með því að standa jafnan trúlega á verði um það, sem unnizt hefur, og efla jafnframt verkalýðshreyfinguna til nýrra og stærri sigra. Caroline Siemsen Mörgurn mun, að vonum, þykja mikils vant í afmœl- isriti Alþýðusambands Islands, ef ekki er farið nokkr- um orðum sérstaklega um fyrsta forseta þess, Ottó N. Þorláksson, og konu hans, frú Caroline Siemsen, en þau hjón hafa bœði, svo sem alþjóð er kunnugt, unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, bœði sem brautryðjendur, leiðtogar og óbreyttir liðsmenn. Mynd af Otto er á óðrum stað í í blaðinu. Otto N. Þorláksson er fæddur 4. nóvember 1871 í Holtakotum í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Þor- lákur, síðar bóndi að Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, Sigurðsson og Elín Sæmundsdóttir frá Helludal. Hann fór ungur til sjóróðra hjá Hvassahraunsbændum á Vatnsleysuströnd, en því næst á þilskip. Hann útskrif- aðist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1895. Otto stofnaði árið 1894, ásamt Geir Sigurðssyni, Jóni realstudent Jónssyni, Helga Björnssyni skipstjóra og fleirum, Sjómannafélagið „Báruna“ til varnar hags- munum fiskimanna. Deildir voru svo stofnaðar í flest- um verstöðvum þilskipa sunnanlands og var Otto kos- inn forseti „Stórdeildarinnar“, en hún var samband þessarra sjómannafélaga. Otto tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttunni og skip- aði sér yzt í vinstri arm Sjálfstæðisflokksins gamla. — Hann átti hlut að stofnun Alþýðusambands Islands eftir hrun Sjálfstæðisflokksins og átti ásamt þeim Ólafi Frið- rikssyni og Jónasi Jónssyni frá Hriflu sæti í nefnd þeirri, sem samdi stefnuskrá Alþýðuflokksins. Var Otto Tveir braatryðjendur VINNAN 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.