Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 74

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 74
Samkvæmt þessum samningi hækkaði kaup í 1. flokki (vélgæzlu- menn, viðgerðarmenn, bifreiðarstjórar og þvottamenn) úr kr. 510.00 í kr. 612.50 á mánuði, í 2. flokki (kyndarar og hrein- gerningarmaður í stigaplássi á Vífilsstöðum) úr kr. 485.00 í kr. 585.00 á mán., í 3. flokki (hjúkrunarmenn og aðstoðarmaður við rannsóknir) úr kr. 410.00 í kr. 550.00 á mán. og í 4.. flokki (vinnumenn) úr kr. 360.00 í kr. 530.00 á mánuði. Þvottamenn og viðgerðarmenn voru áður í 2. flokki, en færðust nú upp í 1. flokk. I stað 14 daga sumarleyfis, sem allir fastamenn höfðu áður, verða sumarleyfin sem hér segir: Eftir 1 ár 14 virkir dag- ar, eftir 2 ár 16 virkir dagar og eftir 3 ár 19 virkir dagar. Starfs- menn í 3. launaflokki fá mánaðarsumarleyfi eftir 1 ár og hlut- fallslega fyrir styttri tíma. Ymsar aðrar kjarabætur eru í samn- ingnum. Sjálfstæðismál Islendinga . og samþykktir verkalýðsfélaganna Til viðbótar áður birtum samþykktum verkalýðsfélaga í sam- bandi við herstöðvamálið er skrifstofu sambandsins kunnugt um að eftirtalin félög hafa gert sams konar ályktanir í málinu: Mjólkurfræðingafélag Islands, Verkalýðsfélagið Afturelding, Hellissandi, Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Verkalýðsfélag Kald- rananeshrepps, Verkalýðsfélag Stykkishólms, Verkamannafélag- ið Dimon, Rangárvallasýslu, Sjómannafélag Akureyrar, Verka- kvennafélagið Eining, Akureyri. Tveir nýir samningar í Hrísey Þann 2. ágúst var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Hríseyjar og Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey. Þann 5. sama mánaðar var og undirritaður kjarasamningur milli verkalýðsfélagsins og Utgerðarmannafélags Hríseyjar. — Sam- kvæmt þessum samningum hækkaði tímakaup verkamanna í almennri vinnu úr kr. 2.15 í kr. 2.55 á klst. og kvenna úr kr. 1.52 í kr. 1.80 á klst. Veikindadagar eru nú 7 en voru áður 4%. Við síldarsöltun skal greiða Siglufjarðartaxta. Nýr samningur í Austur-Eyjafjallahreppi Þann 6. ágúst var undirritaður kaupsamningur milli Alþýðu- sambands íslands f. h. Verkalýðsfélags Austur-Eyjafjallahrepps annars vegar og Almenna byggingarfélagsins h.f. v/ héraðsskóla- byggingarinnar að Skógum, hins vegar. Samkvæmt þessum samn- ingi er tímakaup verkamanna kr. 2.65 (áður kr. 2,45). I slysa- tilfellum eru greidd daglaun í 7 virka daga. Vinnustöðvun hafði staðið yfir í rúma viku áður en samningar tókust. Nýr bílstjórasamningur á Skagaströnd Þann 7. apríl s.l. gekk í gildi samningur milli Verkalýðsfélags Skagastrandar og atvinnurekenda um kaup og kjör við akstur vörubifreiða. Samkvæmt samningnum er leigugjald vörubifreiða með vél- sturtum kr. 22.00 á klst. í dagvinnu. Eftirvinna er kr. 25.70, en nætur- og helgidagavinna kr. 30.00 á klst. Bifreiðastjórar í Verkalýðsfélagi Skagastrandar hafa forgangs- rétt til vinnu. Að öðru leyti gilda hin almennu ákvæði í gildandi kjara- samningi félagsins um kaup og kjör verkamanna. Samningur þessi gildir til 7. apríl 1947. Uppsagnarfrestur er 2 mánuðir, annars framlengist samningurinn af sjálfu sér. Nýr kauptaxti hjá Dímon Frá og með 1. ágúst s.l. gekk í gildi nýr kauptaxti hjá Verka- mannafélaginu Dímon í Rangárvallasýslu. Samkvæmt þessum taxta er grunnkaup verkamanna í dagvinnu kr. 2.65 á klst. í stað kr. 2.45 eins og gilt hafði áður. Nýr kjarasamningur í Olafsfirði Um mánaðamótin júlí og ágúst stóðu yfir samningaumleit- anir milli Verkalýðs- og sjómannafélags Olafsfjarðar og atvinnu- rekenda. Þann 27. júlí tókust samningar milli verkalýðsfélagsins og Söltunarfélags Ölafsfjarðar, 2. ágúst við bæjarstjórnina og 7. ágúst við Hraðfrystihús Ólafsfjarðar h.f. Hafði þá staðið yfir vinnustöðvun hjá hraðfrystihúsinu í þrjá daga. Samkvæmt hinum nýju samningum hefur kaup í almennri vinnu verkamanna hækkað úr kr. 2.15 í kr. 2.60 á klst., kaup kvenna úr kr. 1,52 í kr. 1,90 á klst. og unglinga úr kr. 1.52 í kr. 1.84 á klst. Skipavinna hefur hækkað úr kr. 2.44 í kr. 2.95 á klst. og ísunarvinna í skip, löndun á síld, öll kolavinna, sementsvinna og saltvinna hefur hækkað úr kr. 2.79 í kr. 3.38 á klst. Ákvæðisvinna kvenna við síldarsöltun er greidd sam- kvæmt gildandi taxta Verkakvennafélagsins Brynju í Sigluifrði. Ráði menn sig upp á mánaðarkaup skal það vera kr. 520.00 og kr. 538.00 sé um styttri tíma að ræða en þrjá mánuði. I slysatil- fellum fær verkafólk fullt kaup í 6 virka daga í stað 4% áður. Með þessum samningum hefur verkafólk í Ölafsfirði fengið mjög mikilvægar kjarabætur. Samtök þess í deilunni reyndust hin beztu. Nýtt sambandsfélag Á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 27. apríl s.l. var samþykkt að veita Verkalýðsfélagi Hafnahrepps, í Höfnum, upptöku í sambandið. Stofnendur þessa nýja verkalýðsfélags voru 28. Vinnan býður þetta nýja sambandsfélag velkomið í heildarsamtökin. Kjarasamningur í Tálknafirði Þann 2. maí var undirritaður kjarasamningur milli Verka- lýðsfélags Tálknafjarðar annars vegar og Kaupfélags Tálkna- fjarðar og Hraðfrystihúss Tálknafjarðar s. f. hins vegar. Sam- kvæmt þessum samningi er almennt tímakaup verkamanna kr. 2.30 á klst., kaup kvenna er kr. 1.85 á klst. og unglinga kr. 1.50 á klst. Ráði menn sig upp á mánaðarkaup, skal það vera minnst kr. 400.00 á mán. Eftirvinna greiðist með 25% álagi og nætur- og helgidagavinna með 75% álagi á dagvinnukaup. Kjarasamningur í Keflavík I júlímánuði var undirritaður kjarasamningur milli Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og atvinnurekenda um kaup og kjör landverkafólks. Hinn nýi samningur er mjög í samræmi við gildandi Dagsbrúnarkjör. Nýr samningur Einingar á Akureyri Þann 9. júlí var undirritaður nýr kjarasamningur á Akur-, eyri milli Verkakvennafélagsins Einingar annars vegar og Vinnu- veitendafélags Akureyrar og Kaupfélags Eyfirðinga hins vegar. Hinn nýi samningur inniheldur miklar kjarabætur fyrir verka- konur. Kaup í almennri dagvinnu hækkaði úr kr. 1.55 í kr. 1.80 á klst. (grunnkaup). Kaup í síldarvinnu og við þvotta og hreingerningar er kr. 1.96. Ákvæðisvinnutaxtar við síldarverkun eru samhljóða gildandi töxtum í Siglufirði, en þar eru þeir hæstir á landinu. Ymis ný ákvæði eru í samningnum, sem eru til hagsbóta fyrir verkakonur. Þorsteinn M. Jónsson sáttasemjari aðstoðaði aðilja við samningsgerðina. 264 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.