Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 61

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 61
Aldrei framar ai'sat landsréltínda (JÚr 1. maí-dagsUrá 1946) Ekki er þaS ný bóla, að samvizkulausir braskarar láti sér detta í hug að gera ísland að verzlunarvöru. Skamma hríð höfðu Danakonungar ráðið hér lögum og lofum, er þeir fóru að gera tilraunir til að leigja eða selja landið. Árin 1517—-1518 var Kristján konungur annar í peningaþröng, sem oftar. Tók hann þá það til bragðs að senda Hans nokkurn Holm, kaupmann og skipaútgerðarmann, til Hollands og Englands í þeim erindum að selja eða veðsetja Island. Erindisbréf Hans Holm var á þessa leið: „Erindi Hans Holm viðvíkjandi íslandi. Fyrst á hann að bjóða Hollendingum í Amsterdam og norðurhollenzku bæjunum, líka Antwerpen, eins og erindisbréf han ssýnir, landið Island að veði fyrir 30 þús. gyllinum eða að minnsta kosti 20 þús. Ef Hollend- ingar vilja alls ekki taka þessum boðum, þá skal hann, er hann kemur til Englands, bjóða konungi þar landið fyrir 100 þús. gyllini, eða að minnsta kosti 50 þús. — Hann á ekki að bjóða það, fyrr en rætt hefur veriö um önnur erindi hans. Á Englandskonungur að gefa Dana- konungi sannanlegt skuldarskjal, svo að hans hátign nái aftur tálmunarlaust landi sínu með öllum réttindum og kvöðum óskertum og heilum, þegar féð er endurborgað honum eða erfingjum hans, Englandskonungum, á á- reiðanlegum stað í Amsterdam eða Antwerpen, og bréf það, er hann hefur upp á landið, skal leggja fram þar og skila Danakonungi aftur. Ef Englandskonungur vill eignast landið, skal hann borga Danakonungi féð á áreiöanlegum stað í Antwerpen eða Amsterdam, og þar mun konungur hafa til taks slík skírteini, sem nægja.“ Illa gekk hinum danska kaupmanni að koma út land- inu. Þó komst málið svo langt, að samningar voru hafn- ir við Hinrik áttunda Englandskonung. Fundizt hefur uppkast að leigusamningi, sem Hans Holm mun hafa verið með í fórum sínum. Samningsuppkastið er á þessa leið: „Vér Hinrik áttundi o. s. frv. lýsum yfir með bréfi þessu, að vér höfum með samþykki ráðgjafa vorra lof- að bandamanni vorum, Kristjáni öðrum o. s. frv., og lofum og skuldbindum oss með skjali þessu gagnvart honum og eftirmönnum hans, Noregskonungum, að þeg- ar hann eða eftirmenn hans, ríkjandi í Noregi, vilja kaupa aftur eyna ísland, sem er seld oss í hendur að veði fyrir ákveðinni upphæð í gulli, silfri og fé, þá skulum vér og erfingjar vorir, jafnskjótt og þessi upp- hæð er útborguð oss og goldin að fullu, sleppa viljugir og skila áðurnefndri ey, íslandi, konungi eða eftirmönn- um hans, án nokkurrar tafar, tálmar eða hindrunar, með öllum réttindum og eignum. Lofum vér með vorri tign að vér og erfingjar vorir munum eigi rjúfa þetta né brigða, og skulu öll svik og undirferli vera fjarri málinu.“ Það komst aldrei svo langt, að Hinrik áttundi setti nafn sitt undir þetta skjal. Hann mun hafa litið svo á, að danska veldið væri að liðast í sundur, og má geta sér þess til, að hann hafi ætlað að eignast Island með ó- dýrari hætti. — Kristján þriðji gerði einnig tilraun til að veðsetja ísland eða selja það, en þær fóru út um þúfur vegna þess að kaupendur skorti. Var því einkum borið við, að ýmsir konungsþjónar hefðu misst lífið hjá hinni óþjálu og viðskotaillu nýlenduþjóÖ á íslandi. Kristján fjórði bauð Island þýzkum kaupmönnum að veöi. Er enn varðveitt bréf með hans eigin hendi, sem hann ritaði ríkishofmeistara sínum um máliö. Það er dagsett 9. febrúar 1645, og hljóðar svo: „Þessa dagana var hjá mér maður frá Hamborg frá nokkrum kaupmönnum þar, sem nefnir sig Uffelen. Hann bauð mér 500 þús. dali, ef þeir fengi ísland að veði. Eg gekk að þessu með nokkrum skilmálum. Nú fáum við að sjá, hverju fram vindur um þetta kaup. Á þessum tímum má allt gera með peningum, ef guð al- máttugur vildi gefa mér þá.“ Arið 1662 fóru fram hyllingareiðarnir í Kópavogi. íslenzkir höföingjar, andlegir og veraldlegir, sóru forn réttindi af landsmönnum og buðu einveldinu í garð. Ekki gerðu allir það af fúsum vilja né með glöðu geði. Framan við byssukjafta var skrifað undir nauðungar- eiða. Árni Magnússon hefur ritað frásögn af atburði þessum, og kveðst fara eftir orðum skilríkra manna. Hann segir: „Þegar arfhyllingareiðarnir voru teknir á íslandi í Kópavogi, voru þar soldátar með gever (ég veit ei, hve VIN N A N 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.