Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 49

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 49
ÍSLEIFUM SIÖUNASMW: KoIaverkMliS í Vestmaimaeyjum 1925 Fyrsta verkfallið, sem háð var í Vestmannaeyjum og ég man eftir, var í janúar árið 1925. Verzlun Gísla Johnsen hafði fengið kolaskip. Daginn sem skipið kom á innri höfnina, var ekkert í því unnið, en að kveldi þess dags var boðað til fundar í Verkamannafélaginu Drífandi. Verkamannafélag þetta var stofnað árið 1917. Það hafði aldrei staðið í deilum út af kaupgjaldi, en starf þess aðallega verið í því fólgið að safna fé í sjúkrasjóð. Þá hafði félagið látið bæjarmál eitthvað til sín taka og sýna fundargerðarbækur þess, að það hefur engri ákveðinni pólitískri stefnu fylgt við uppstillingu til bæjarstjórnarkosninga. Víkur þá að fundi þeim, sem íyrr var á minnst. For- maður félagsins hafði þann boðskap að flytja fundin- um, að atvinnurekendur færu fram á að tímavinnu- kaup verkamanna, sem þá var kr. 1.30 um tímann, lækkaði í 1 krónu. Virtist stjórnin því meðmælt að kaupið lækkaði, en fundarmenn voru allt annarrar skoðunar. Risu margir verkamanna úr sætum og kváð- ust ekki vilja lækka kaupið og væri fremur ástæða til hækkunar en hitt. Að lokum var kosin þriggja manna nefnd utan fél- lagsstjórnar, sem þá þegar skyldi ná fundi Gísla John- ísleifur Högnason sens eða fulltrúa hans og tilkynna honum þá ákvörðun verkamanna, að hafna allri kauplækkun og það jafn- framt, að eigi yrði unnið við affermingu kolaskipsins nema að verzlunin undirgengist að greiða sama kaup og áður. I nefnd þessa voru kosnir Haukur Björnsson, Jón Rafnsson og ísleifur Högnason. Nefndin fór á fund atvinnurekandans og kom að vörmu spori aftur á fundinn með þau skilaboð, að at- vinnurekendur hefðu almennt komið sér saman um að borga ekki hærra kaup en 1 krónu frá þessum degi að telja. Áliðið var kvelds er skilaboð þessi komu og voru fundarmenn vart yfir 20 talsins. Samt tóku þeir þá ákvörðun að stöðva vinnu við kolaskipið daginn eftir. Næsta morgun klukkan 7 mætti samninganefndin á vinnustaðnum og jafnskjótt og verkamenn dreif að vinnustaðnum voru þeir látnir vita urn ákvarðanir verkamannafundarins daginn áður. Tóku menn ákvörð- uninni einróma vel og héldu hóp á vinnustaðnum. Að vörmu spori kom verkstjóri verzlunarinnar og kvaddi menn til vinnunnar, en enginn gegndi. Tók hann þá að opna pakkhúsið, koma kolatrogum fyrir á vöru- bíl, sem þar var fyrir, skóflum, bátsárum og öðru, sem til þurfti við kolauppskipunina. Hentu menn að þessu gaman og spurðu hve marga kolapoka hann ætlaði sér að ná upp úr skipinu um daginn. Verkfallsvörður í Vestmannaeyjum VINNAN 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.