Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 36
STEITCGRÍMUIl AÐALSTEINSSOIÍ: IVóvndeilan á Akureyri Þó deila þessi hafi alla jafna verið kennd við „Novu“ — eitt af skipum Bergenska gufuskipafélagsins — stóð hún í raun og veru alls ekki við það félag, heldur við bæjarstjórn Akureyrar, og snerist um það, hvort bæjar- stjórnin léti greiða kauptaxta Verkamannafélags Akur- eyrar eða ekki viS smíði síldartunna, sem bæjarstjórn- in hafði ákveðiS að láta framkvæma þá um veturinn. Tildrög deilunnar Þetta var á kreppu- og atvinnuleysisárunum. Verka- fólk á Akureyri, sem annars staðar, var aðþrengt vegna atvinnuleysis og lítilla tekna. Verkamannafélag Akur- eyrar hafði því, um haustið 1932, uppi háværar kröfur til bæjarstjórnarinnar, um aS hún stofnaði til atvinnu- framkvæmda þá um veturinn, til rð forða sárustu neyð- inni frá dyrum verkafólksins. Eftir miklar bollaleggingar ákvað bæjarstjórnin að taka á leigu tunnuverksmiðju, sem Hjalti S. Espholin átti þá á Akureyri, en stóS ónotuS þetta haust, og láta smíða þar í „atvinnubótavinnu“ ca. 30 þúsund síldar- tunnur. En þar sem bæjarstjórnin leit á þetta sem hreint „góðverk“ við verkafólk bæjarins, vildi hún ekki taka á sig neina áhættu af rekstri tunnuverksmiðjunnar, heldur ætlaðist til, að áhættan hvíldi öll á þeim, sem verkið ynnu, þannig að þeir fengju í vinnulaun aðeins þaS, sem tunnurnar kynnu aS seljast fyrir, að frádregn- um öllum kostnaði. Ef tunnurnar seldust illa, eða önnur óhöpp yrðu á rekstrinum, átti það aS bitna á verka- mönnunum, en ekki bæjarsjóði. Jafnvel þótt tunnurnar seldust ekki nema fyrir efniskostnaði og verksmiðju- leigu, áttu verkamennirnir ekki að hafa neina kröfu á hendur bæjarsjóði fyrir vinnu sína. „Atvinnubæturnar“ voru þá í því einu fólgnar að fá að leggja fram vinnu- afl sitt, án þess að eiga víst, aS nokkuð kæmi í staðinn. AuðvitaS neitaði Verkamannafélag Akureyrar að samþykkja slíkan grundvöll fyrir atvinnubótunum. — BauSst þá bæjarstjórnin til að tryggja verkamönnun- um ákveðið lágmark, þ. e. 70 aura fyrir hverja smíSaða tunnu. En af því vitanlegt var, af fyrri reynslu, aS sú greiðsla mundi alls ekki svara til kauptaxta Verka- mannafélags Akureyrar, hafnaði félagiS einnig þessu tilboði. Steingrímur Aðalsteinsson Erfið uðstaða ÞaS var mjög erfið aðstaða, sem verkamannafélagið hafði í þessu máli. ÞaS varð aS gera hvorutveggja í senn: Knýja bæjarstjórnina til að framkvæma verk, sem hún hafði engan áhuga fyrir að unnið yrði — og jafnframt að hindra fulltrúa atvinnurekenda í bæjar- stjórninni í því aS nota þetta tækifæri til árása á launa- kjör verkamanna -— sem upphaf að almennri lækkun vinnulauna. En erfiSleikarnir voru fleiri og enn ískyggilegri. í röðum hins vinnandi fólks fundust einnig óvinir. Þegar verkamannafélagið ekki vildi fallast á áður- nefnt fyrirkomulag við tunnusmíSið, leitaði bæjar- stjórnin — með milligöngu verksmiðjueigandans, sem gjarnan vildi tryggja sér leigu á verksmiðjunni — til TrésmiSafélags Akureyrar, og tókst, þótt undarlegt mætti heita af iðnfélagi, sem auðvitað hafði hærri kauptaxta en Verkamannafélag Akureyrar, að fá frá því tilboð um aS taka að sér tunnusmíðina fyrir þau kjör, sem verkamannafélagið hafði hafnaS. Seinna tókst þó að fá TrésmiSafélagiS til að falla frá þessu tilboði sínu. En ekki var björninn þar með unninn! I bænum var svonefnt jafnaðarmannafélag, „Akur“, undir forustu Halldórs Friðjónssonar. Þetta pólitíska félag bauð nú bæjarstjórninni, að þaS skyldi útvega 226 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.