Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 50

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 50
Heimaklettur í Vestmannaeyjum Verkstjóranum hafði tekizt að koma boðum til 3 eða 4 verkamanna að koma á vettvang og hefja vinnu. Þegar menn þessir sýndu sig líklega til að flytja verk- færin niður á bryggjuna, voru þau af þeim tekin jafn- óðum og þeim skipað að hreyfa þau ekki. Létu þeir fljótt að orðum verkfallsmanna, enda hafði þeim nú smám saman fjölgað og skipti hópurinn orðið tugum manna. Atvinnurekandinn var þó ekki á því að gefast upp við svo búið. Um 9 leytið er skrifstofu- og búðarmenn komu til vinnu, voru þeir látnir reyna að hefja vinnu Einn þeirra, skrifstofumaður hjá Johnsen, var þó hvað ákafastur að brjóta verkfallið á bak aftur. Réðist hann að einum verkfallsmanni með tappatogara að vopni, barði hann í andlitið og veitti honum nokkurn áverka, sem dreyrði úr. Við þetta tiltæki hvarf allur tvískinnungur af verka- mönnum, og voru allir þeir, sem gert höfðu sig líklega til að hefja vinnu, þegar reknir af planinu. Skipti þá atvinnurekandinn um hernaðaraðferð og vildi semja. Voru samninganefndarmenn boðaðir í skrifstofu bæjarfógeta. Þar voru fyrir 4 helztu atvinnu- rekendur bæjarins og fulltrúar þeirra. Reyndu þeir ým- ist með hótunum eða blíðmælgi að fá nefndarmenn til þess að ganga inn á kauplækkun, en hugir verkamanna voru nú eigi lengur neitt sáttfúsir og var kröfunni um óbreytt kaup haldið fram af fulJri einbeittni. Varð ekkert samkomulag á fundi þessum. Um kveldið var haldihn fundur í verkamannafélaginu að nýju. Mættu þar á þriðja hundrað manns og voru nú allir sammála um slaka í engu til fyrir atvinnurek- endum, félagsstjórnin engu síður en aðrir verkamenn. Verkfallsvörður var skipulagður. Fimm tíu manna sveitir héldu vörð til skiptis um vinnustaðinn dag og nótt, og skyldu þeir kalla sína 10 menn hver, ef útlit væri fyrir að atvinnurekendur reyndu að brjóta niður verkfallið með útvegsmönnum, en um það hafði kvis- ast. — I æfingaskyni var tvívegis kallað á verkamenn og náðust um tvö hundruð manns á vinnustaðina á ör- skömmum tíma í bæði skiptin. Eftir 4 daga verkfall var samninganefndin að nýju kvödd á fund bæjarfógeta, sem var millgöngumaður um sættir. í þetta sinn var erindið að tilkynna, að atvinnu- rekendur byðu upp á að greiða framvegis verkamönn- um í Vestmannaeyjum sama kaup og greitt væri verka- mönnum Dagsbrúnar í Reykjavík, en það var þá kr. 1.30 um tímann. Undirrituðu atvinnurekendur skuldbindingu um þetta, var hún lögð fyrir almennan fund í verkamanna- félaginu og samþykkt. — Þar með var verkfallinu af- lýst. Sem vænta mátti voru verkamenn mjög ánægðir með þennan fyrsta sigur sinn. Samtökin höfðu staðizt sína fyrstu eldraun með ágætum. GuSlaugur Hansson 240 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.