Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 50

Vinnan - 01.09.1946, Page 50
Heimaklettur í Vestmannaeyjum Verkstjóranum hafði tekizt að koma boðum til 3 eða 4 verkamanna að koma á vettvang og hefja vinnu. Þegar menn þessir sýndu sig líklega til að flytja verk- færin niður á bryggjuna, voru þau af þeim tekin jafn- óðum og þeim skipað að hreyfa þau ekki. Létu þeir fljótt að orðum verkfallsmanna, enda hafði þeim nú smám saman fjölgað og skipti hópurinn orðið tugum manna. Atvinnurekandinn var þó ekki á því að gefast upp við svo búið. Um 9 leytið er skrifstofu- og búðarmenn komu til vinnu, voru þeir látnir reyna að hefja vinnu Einn þeirra, skrifstofumaður hjá Johnsen, var þó hvað ákafastur að brjóta verkfallið á bak aftur. Réðist hann að einum verkfallsmanni með tappatogara að vopni, barði hann í andlitið og veitti honum nokkurn áverka, sem dreyrði úr. Við þetta tiltæki hvarf allur tvískinnungur af verka- mönnum, og voru allir þeir, sem gert höfðu sig líklega til að hefja vinnu, þegar reknir af planinu. Skipti þá atvinnurekandinn um hernaðaraðferð og vildi semja. Voru samninganefndarmenn boðaðir í skrifstofu bæjarfógeta. Þar voru fyrir 4 helztu atvinnu- rekendur bæjarins og fulltrúar þeirra. Reyndu þeir ým- ist með hótunum eða blíðmælgi að fá nefndarmenn til þess að ganga inn á kauplækkun, en hugir verkamanna voru nú eigi lengur neitt sáttfúsir og var kröfunni um óbreytt kaup haldið fram af fulJri einbeittni. Varð ekkert samkomulag á fundi þessum. Um kveldið var haldihn fundur í verkamannafélaginu að nýju. Mættu þar á þriðja hundrað manns og voru nú allir sammála um slaka í engu til fyrir atvinnurek- endum, félagsstjórnin engu síður en aðrir verkamenn. Verkfallsvörður var skipulagður. Fimm tíu manna sveitir héldu vörð til skiptis um vinnustaðinn dag og nótt, og skyldu þeir kalla sína 10 menn hver, ef útlit væri fyrir að atvinnurekendur reyndu að brjóta niður verkfallið með útvegsmönnum, en um það hafði kvis- ast. — I æfingaskyni var tvívegis kallað á verkamenn og náðust um tvö hundruð manns á vinnustaðina á ör- skömmum tíma í bæði skiptin. Eftir 4 daga verkfall var samninganefndin að nýju kvödd á fund bæjarfógeta, sem var millgöngumaður um sættir. í þetta sinn var erindið að tilkynna, að atvinnu- rekendur byðu upp á að greiða framvegis verkamönn- um í Vestmannaeyjum sama kaup og greitt væri verka- mönnum Dagsbrúnar í Reykjavík, en það var þá kr. 1.30 um tímann. Undirrituðu atvinnurekendur skuldbindingu um þetta, var hún lögð fyrir almennan fund í verkamanna- félaginu og samþykkt. — Þar með var verkfallinu af- lýst. Sem vænta mátti voru verkamenn mjög ánægðir með þennan fyrsta sigur sinn. Samtökin höfðu staðizt sína fyrstu eldraun með ágætum. GuSlaugur Hansson 240 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.