Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 26
Pétur G. Guðmundsson merkur brautryðjandi og lengi ritari sam- bandsins sambandsins, er þeim heimilt að veita verklýðsfélögum utan Alþýðusambandsins fulltrúarétt til sambandsþinga. Fulltrúaráð innan takmarka fjórðungssambanda mynd- ast af fulltrúum til fjórðungsþings, en um þau fer að öðru samkv. 11. gr. laga Alþýðusambandsins. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar með þeirri viðbót frá Héðni Valdimarssyni, að félög, sem eru í fjórðungssamböndum, en ekki í Alþýðusambandinu, skuli innan þriggja ára eftir inntöku í fjórðungssam- bandið hafa ákveðið, hvort þau vilja ganga inn í Al- þýðusambandið, en vilji þau það ekki, skulu þau ekki lengur vera í fjórðungssambandi. Svo sem sjá má af tillögum þessum, sem ráðstefnan samþykkti, þá er verklýðsmálum Alþýðusambandsins enn sem fyrr skipað algerlega undir æðsta úrskurðar- vald Alþýðuflokksins, og réttindi þeirra félaga, sem standa utan við Alþýðusambandið, en eru meðlimir fjórðungssambanda, rýrð í svo ríkum mæli með breyt- ingartillögunni, að þau missa alla stoð í fjórðungssam- böndunum, ef þau vilja ekki ganga inn í Alþýðusam- bandið að þriggja ára fresti. Þótt verklýðsmálaráðstefnan væri á þessu stigi máls- ins að minnsta kosti nokkuð treg til að gera róttækar breytingar á skipulagi Alþýöus imbandsins og verka- lýðssamtakanna, óx þó þeirri hreyfingu, er breyta vildi til, mikill byr. Mun þar einnig bafa valdið miklu um, að æ meir dró nú til sundurþykkis milli vinstri manna og hægri manna innan Alþýðusambandsins. Mjög snemma bar á því í sögu Alþýðusambandsins, að mönn- um kom ekki saman um, hvaða stefnu flokkurinn skyldi fylgja og hvaða bardagaaðferðum beita. Fámenn hreyf- ing kommúnista var uppi, sem höfðu sérstakan félags- skap þótt flestir þeirra væru um leið félagar í Alþýðu- sambandinu. Félag ungra kommúnista bað um upptöku í Alþýðusambandið á þingi þess 1942, en var neitað á þeim forsendum, að félagið væri í Alþjóðasambandi kommúnista, en Alþýðusambandið viðurkenndi ekki grundvallarreglur þess. En kommúnistahreyfingu þess- ari óx stöðugt fiskur um hrygg meðal vinstri sinnaðra manna í Alþýðusambandinu bæði í Reykjavík og úti á landi, sérstaklega í verkalýðsfélögunum. í alþingiskosn- ingunum 1927 hafði Alþýðuflokkurinn komið 5 mönn- um á þing og gat því nú í fyrsta skipti haft nokkur póli- tísk áhrif í sölum alþingis. Framsóknarflokkurinn, sem fór með stjórnina, gat ekki stjórnað landinu nema með hlutleysi Alþýðuflokksins, og þegar frá leið gætti nokk- urrar óánægju meðal verkalýðssínna út af þessum póli- tíska stuðningi og mönnum þótti lítið um þá mola, sem hrundu af borðum stjórnarsamvinnunnar til verka- lýðsins. Það fór því að bresta í mnviðum Alþýðusam- bandsins og kröfurnar um skipulagsbreytingu á sam- bandinu tóku að gerast háværari. Á aukaþingi Alþýðusambandsins 1929 voru þá sam- þykktar svohljóðandi tillögur í þessu efni: 1) Að skipuð sé 7 manna nefnd til þess að undirbúa og semja nýja stjórnarskrá fyrir Alþýðuflokkinn á Is- landi og til þess að gera tillögur um, að hve mildu leyti eigi að sundurgreina starfsemi verklýðsmála (fagleg mál) frá stjórnmálastarfi flokksins. 2) Nefndin sé skipuð á þann veg, að stjórn Alþýðu- sambandsins tilnefnir fjóra, fjórðungssamband Vestur- lands 1, fjórðungssamband Austurlands 1 og fjórðungs- samband Norðurlands 1. 3) . Nefndin komi saman í Reykjavík nógu snemma áður en sambandsþing 1930 verði haldið og leggi fram tillögur sínar fyrir verkalýðsráðstefnu, er halda skal nokkru áður en sambandsþing hefst. 4) Á verkalýðsráðstefnunni sitji aðeins fulltrúar verklýðsfélaga, sem eru innan sambandsins, en auk þess skal bjóða verkalýðsfélögum, sem eru utan sambands- ins að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Um fulltrúatölu fer eftir núgildandi lögum Alþýðusambandsins, en stjórn þess (týrir ráðstefnunni. í ágústmánuði 1930 sendu Verkalýðssamband Norð- urlands, Verkalýðssamband Vesturlands og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum stjórn Alþýðu- sambandsins bréf, þar sem í voru þessar ályktanir: 1) Að öllum verkalýðsfélögum á landinu verði þegar í stað boðið að senda fulltrúa á verkalýðsráðstefnuna. 2) Að ráðstefnan ákveði sjálf dagskrá sína og kjósi starfsmenn. 3) Að stofnað verði verkalýðssamband með öllum verkalýðsfélögum í landinu, óháð Alþýðusambandinu, á grundvelli stéttabaráttunnar. Að sambandið þoli enga atvinnurekendur eða umboðsmenn þeirra innan sinna vébanda. Þessar tillögur bera það með sér, að vinstri menn innan Alþýðusambandsins hafa ætlað að gera verka- lýðsmálaráðstefnuna algerlega sjálfstæða og óháða Al- þýðufloknum og hinu pólitíska valdi hans innan Al- 216 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.