Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 26
Pétur G. Guðmundsson
merkur brautryðjandi
og lengi ritari sam-
bandsins
sambandsins, er þeim heimilt að veita verklýðsfélögum
utan Alþýðusambandsins fulltrúarétt til sambandsþinga.
Fulltrúaráð innan takmarka fjórðungssambanda mynd-
ast af fulltrúum til fjórðungsþings, en um þau fer að
öðru samkv. 11. gr. laga Alþýðusambandsins.
Tillögur nefndarinnar voru samþykktar með þeirri
viðbót frá Héðni Valdimarssyni, að félög, sem eru í
fjórðungssamböndum, en ekki í Alþýðusambandinu,
skuli innan þriggja ára eftir inntöku í fjórðungssam-
bandið hafa ákveðið, hvort þau vilja ganga inn í Al-
þýðusambandið, en vilji þau það ekki, skulu þau ekki
lengur vera í fjórðungssambandi.
Svo sem sjá má af tillögum þessum, sem ráðstefnan
samþykkti, þá er verklýðsmálum Alþýðusambandsins
enn sem fyrr skipað algerlega undir æðsta úrskurðar-
vald Alþýðuflokksins, og réttindi þeirra félaga, sem
standa utan við Alþýðusambandið, en eru meðlimir
fjórðungssambanda, rýrð í svo ríkum mæli með breyt-
ingartillögunni, að þau missa alla stoð í fjórðungssam-
böndunum, ef þau vilja ekki ganga inn í Alþýðusam-
bandið að þriggja ára fresti.
Þótt verklýðsmálaráðstefnan væri á þessu stigi máls-
ins að minnsta kosti nokkuð treg til að gera róttækar
breytingar á skipulagi Alþýöus imbandsins og verka-
lýðssamtakanna, óx þó þeirri hreyfingu, er breyta vildi
til, mikill byr. Mun þar einnig bafa valdið miklu um,
að æ meir dró nú til sundurþykkis milli vinstri manna
og hægri manna innan Alþýðusambandsins. Mjög
snemma bar á því í sögu Alþýðusambandsins, að mönn-
um kom ekki saman um, hvaða stefnu flokkurinn skyldi
fylgja og hvaða bardagaaðferðum beita. Fámenn hreyf-
ing kommúnista var uppi, sem höfðu sérstakan félags-
skap þótt flestir þeirra væru um leið félagar í Alþýðu-
sambandinu. Félag ungra kommúnista bað um upptöku
í Alþýðusambandið á þingi þess 1942, en var neitað á
þeim forsendum, að félagið væri í Alþjóðasambandi
kommúnista, en Alþýðusambandið viðurkenndi ekki
grundvallarreglur þess. En kommúnistahreyfingu þess-
ari óx stöðugt fiskur um hrygg meðal vinstri sinnaðra
manna í Alþýðusambandinu bæði í Reykjavík og úti á
landi, sérstaklega í verkalýðsfélögunum. í alþingiskosn-
ingunum 1927 hafði Alþýðuflokkurinn komið 5 mönn-
um á þing og gat því nú í fyrsta skipti haft nokkur póli-
tísk áhrif í sölum alþingis. Framsóknarflokkurinn, sem
fór með stjórnina, gat ekki stjórnað landinu nema með
hlutleysi Alþýðuflokksins, og þegar frá leið gætti nokk-
urrar óánægju meðal verkalýðssínna út af þessum póli-
tíska stuðningi og mönnum þótti lítið um þá mola, sem
hrundu af borðum stjórnarsamvinnunnar til verka-
lýðsins. Það fór því að bresta í mnviðum Alþýðusam-
bandsins og kröfurnar um skipulagsbreytingu á sam-
bandinu tóku að gerast háværari.
Á aukaþingi Alþýðusambandsins 1929 voru þá sam-
þykktar svohljóðandi tillögur í þessu efni:
1) Að skipuð sé 7 manna nefnd til þess að undirbúa
og semja nýja stjórnarskrá fyrir Alþýðuflokkinn á Is-
landi og til þess að gera tillögur um, að hve mildu leyti
eigi að sundurgreina starfsemi verklýðsmála (fagleg
mál) frá stjórnmálastarfi flokksins.
2) Nefndin sé skipuð á þann veg, að stjórn Alþýðu-
sambandsins tilnefnir fjóra, fjórðungssamband Vestur-
lands 1, fjórðungssamband Austurlands 1 og fjórðungs-
samband Norðurlands 1.
3) . Nefndin komi saman í Reykjavík nógu snemma
áður en sambandsþing 1930 verði haldið og leggi fram
tillögur sínar fyrir verkalýðsráðstefnu, er halda skal
nokkru áður en sambandsþing hefst.
4) Á verkalýðsráðstefnunni sitji aðeins fulltrúar
verklýðsfélaga, sem eru innan sambandsins, en auk þess
skal bjóða verkalýðsfélögum, sem eru utan sambands-
ins að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Um fulltrúatölu fer
eftir núgildandi lögum Alþýðusambandsins, en stjórn
þess (týrir ráðstefnunni.
í ágústmánuði 1930 sendu Verkalýðssamband Norð-
urlands, Verkalýðssamband Vesturlands og fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum stjórn Alþýðu-
sambandsins bréf, þar sem í voru þessar ályktanir:
1) Að öllum verkalýðsfélögum á landinu verði þegar
í stað boðið að senda fulltrúa á verkalýðsráðstefnuna.
2) Að ráðstefnan ákveði sjálf dagskrá sína og kjósi
starfsmenn.
3) Að stofnað verði verkalýðssamband með öllum
verkalýðsfélögum í landinu, óháð Alþýðusambandinu,
á grundvelli stéttabaráttunnar. Að sambandið þoli enga
atvinnurekendur eða umboðsmenn þeirra innan sinna
vébanda.
Þessar tillögur bera það með sér, að vinstri menn
innan Alþýðusambandsins hafa ætlað að gera verka-
lýðsmálaráðstefnuna algerlega sjálfstæða og óháða Al-
þýðufloknum og hinu pólitíska valdi hans innan Al-
216
VINNAN