Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 9
í sögu sambandsins. — Sem eitt dæmi þessa er verzl- unarmannadeilan í Vestmannaeyjum vorið 1945. Síðast- liðinn áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að koma á legg stéttarsamtökum verzlunarmanna í Eyjum. Síðasta tilraunin var núverandi sambandsfélag vort, sem stofnað var vorið 1944 af fulltrúa sambandsins. Til þess að ná viðurkenningu varð hið unga verzlun- armannafélag að standa í hálfs mánaðar verkfalli. — Að tilhlutun sambandsins hófu öll sambandsfélög vor í Eyjum samúðarvinnustöðvanir, og með aðstoð fjölda sambandsfélaga á fjarlægari stöðum, er sérstaka þýð- ingu höfðu fyrir gang deilunnar, mátti heita að Eyj- arnar væru í algeru hafnbanni í heila viku, þar eð flest- ar stærstu verzlanir þar áttu hér hlut að máli. Augljóst er, að ef ekki hefði verið af sambandsins hálfu gripið til svo víðtækra og gagngerðra ráðstafana, hefði hið unga sambandsfélag verið borið ofurliði sem fyrri stéttarfélög verzlunarmanna í Eyjum, eins og til- ætlun andstæðinganna var. Vegna þessarar deilu risu tvö mál samtímis, og vann sambandið þau bæði fyrir félagsdómi. Reynt var af blaðakosti atvinnurekenda og Alþýðublaðinu að vinna almenningsálitið gegn málstað sambandsins í þessari deilu, en allt kom fyrir ekki. Allar slíkar tilraunir strönd- uðu á stéttarþroska sambandsfélaganna og þegnskap þeirra gagnvart sambandinu. Einkum sýndu sambandsfélögin í Eyjum undantekn- ingarlaust frábæran félagsþroska, en á þeim hvíldi mest- ur þungi baráttunnar. í kjölfar þessa sigurs verzlunar- manna í Eyjum hefir risið stéttarleg vakning meðal verzlunarmanna víða um landið svo sem fyrr er að vikið. Dagsbrúnardeilan s.l. vetur er einnig þess eðlis að vel mætti minnast hennar í þessu sambandi. — Deila þessi var svo sem kunnugt er leidd til lykta eftir viku verkfall, hið víðtækasta, sem háð hefur verið hér á landi, með stórvægilegum sigri, sem hafði hina mestu þýðingu fyrir hagsmunabaráttu verkalýðsins um land allt. •— En þá höfðu um 30 sambandsfélög verið búin undir samúðaraðgerðir til stuðnings við Dagsbrún og sum þegar komin á vettvang. I þessu sambandi mætti nefna launadeilu Verkalýðs- og sjómannafélags Gerða- og Miðneshrepps s.l. vetur, Bíldudalsdeiluna 1945 o. fl. deilur, sem dæmi aukinna samúðaraðgerða af hálfu sambandsfélaganna og vaxandi samábyrgðarkenndar þeirra hvert með öðru á þessu starfstímabili. Eitt af nýmælum í starfsaðferðum sambandsins á þessu tímabili er boðun samúðaraðgerða af hálfu sam- bandsfélaga um leið og félagið, sem í frumdeilunni stendur, boðar vinnustöðvun sína, þannig, að um leið og sambandsfélag byrjar vinnustöðvun sína, geti, ef ástæða þykir til, samúðaraðgerðir annarra félága hafizt. Undir viðeigandi kringumstæðum er aðferð þessi mjög hagkvæm, enda verið beitt af hálfu sambands- stjórnar með góðum árangri fyrir viðkomandi félög. Það er í þessu sambandi ekki úr leið að geta þess, að á þessu tímabili fleiri kjarasamninga og launadeilna en áður eru dæmi til, hefur enn ekkert mál fallið á sam- bandið fyrir félagsdómi, vegna launadeilu. Sj ál tstœðisbaráttan Eins og að líkindum lætur hefur sambandið haft í óvenju miklu að snúast í sambandi við hina mörgu kjarasamninga, en hefur þó látið fleira til sín taka, og ber þá að nefna í fyrstu röð sjálfstæðis- og herstöðva- málið. A fundi sambandsstjórnar dagana 31. okt. til 2. nóv. 1945, þegar fyrst kvisaðist um hug Bandaríkja Norður- Ameríku á að fá hernaðarbækistöðvar í landi voru, var mál þetta ýtarlega rætt og eftirfarandi ályktun sam- þykkt í einu hljóði: „Fundurinn ályktar að lýsa því yfir í nafni íslenzkrar alþýðu, að hann telur fullkomið sjálfstæði Islands höf- uðskilyrði fyrir efnahagslegu og menningarlegu sjálf- stæði vinnandi fólks í landinu, og nauðsynlegra nú en nokkurntíma fyrr, að alþýðan skilji hve atvinnulegt ör- yggi og hagsæld í framtíðinni eru órjúfanlega tengd sjálfstæði landsins. Vegna þessa lýsum vér öruggum stuðningi samtaka vorra við hvert það spor, sem stigið er til þess að tryggja sjálfstæði landsins og teljum það bezt gert með eftirfarandi aðgerðum: 1. Að sameina öll þjóðleg öfl til að vinna að þeirri nýsköpun atvinnuveganna, sem núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni, svo ísland megi verða efna- hagslega sjálfstætt gagnvart öðrum þjóðum. 2. Að einskis sé látið ófreistað til þess að ísland geti sem fyrst gerst frjáls aðili að bandalagi hinna samein- uðu þjóða. 3. Að staðið sé trúlega á verði gegn hverskonar til- burðum erlendra ríkja og innlendra erindreka þeirra til íhlutunar, áhrifa eða sérstöðu hér á landi. Vér munum líta á hverja slíka málaleitun, hvaðan sem hún kann að koma og í hvaða mynd sem hún birt- ist, sem ógnun við sjálfstæði vort og tröðkun á yfirlýst- um vilja hinna sameinuðu þjóða um að virða sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt smáríkjanna, og telja það ótví- ræða skyldu valdhafa landsins, þings og stjórnar, að svara hverri slíkri móðgandi áleitni með hiklausri neit- un. — Vér teljum það fyrstu skyldu alþýðusamtakanna að styðja að framgangi ofangreindra ráða til að tryggja sjálfstæði landsins og beita öllu því afli og valdi, sem þau búa yfir, til varnar hverri hættu, sem steðja kann að sjálfstæði íslands og frelsi þjóðarinnar.“ VINNAN 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.