Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 52

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 52
GUÐMUNDUE VIGFÚSSOIV: Sextngnr brantryðjandi Ölafur Friðriksson, einn helzti brautryðjandi verka- lýðshreyfingarinnar íslenzku og ötulasti baráttumaður hennar um langt skeið, átti sextugsafmæli þann 16. ágúst s.I. Ólafur fæddist 16. ágúst 1886 á Eskifirði. Er hann yngstur fimm barna þeirra Ragnheiðar og Friðriks Möllers kaupmanns á Eskifirði, er síðar var póstmeist- ari á Akureyri, en þau börn eru öll enn á lífi. Systur Ólafs eru þær Margrét, gift Ólafi Árnasyni kaupmanni á Stokkseyri, Valgerður, gift Ottó Tulinius, útgerðar- manni á Akureyri, og Jónína, gift Jóni Arnesen, út- gerðarmanni á Akureyri, en bróðir Ólafs er Edvald Möller cand. phil. á Akureyri. Þessi Möllersætt er ey- firzk. Langafi Ólafs, Friðrik Möller, er fæddur var 1788, kom um tvítugsaldur frá Danmörku til íslands og dvaldi hér alla ævi. Sagt var að hann hefði verið af íslenzkum ættum og það orðið honum hvatning til að flytja hingað. Ragnheiður, móðir Ólafs, var dóttir Jóns Ólafssonar, bónda á Helgavatni í Vatnsdal, og var hann maður eyfirzkur. Jón var giftur Sigríði Finnsdóttur frá Syðri-Ey á Skagaströnd. Var Ragnheiður yngst þeirra systkina, er síðar dreifðust víða um land. Var ein systir hennar gift Jóni Jónssyni á Melum í Hrúta- firði, önnur Skúla í Hrappsey, en kunnastir af bræðr- um Ragnheiðar voru þeir Ólafur Jónsson, gestgjafi á Akureyri, er var faðir þeirra Ragnars og Péturs Ólafs- sona, og Árni Jónsson á Þverá í Hallárdal í Húna- vatnssýslu. Ólafur ólst upp á Eskifirði til 15 ára aldurs, en var síðan fimm ár á Akureyri, hjá Ottó Tulinius, mági sín- um. En síðan dvaldi hann átta ár erlendis samfleytt, aðallega í Danmörku. Ólafur kom heim frá Damnörku síðast í nóvember 1914 og var þá nokkra mánuði á Akureyri, en kom hingað til Reykjavíkur í maí 1915 og hefur átt hér heima síðan. í fyrri heimsstyrj öldinni fer þess fyrst verulega að gæta hérlendis, að róttækar þjóðmálaskoðanir fari að festa rætur. Var þetta m. a. árangur af umróti styrj- aldarinnar, því hvarvetna í hinni blóði drífnu Evrópu var verkalýðurinn að vakna til vitundar um mátt sinn og rétt, og búa sig undir átökin við yfirstéttina, sem ýmist leiddu til sigurs eða ósigurs, eftir því sem efni stóðu til og á var haldið. Ólafur Friðriksson Verkalýðshreyfingin hafði numið land á nokkrum stöðum hér á landi, en átt við erfiðleika að etja, þótt árangurinn væri sýnilegur. Það er þó fyrst á síðari ár- urn styrj aldarinnar 1914—18 og upp úr henni, sem verkalýðshreyfingin fer verulega að láta til sín taka, bæði á sviði verkalýðs- og stjórnmála, og færa land- nám sitt verulega út. Enginn vafi getur á því leikið, að sá maðurinn, sem átti drýgstan þáttinn í þessari nýju vakningu, var Ólafur Friðriksson, þá nýkominn heim frá útlöndum, og hafði hann þar kynnt sér starf og stefnu verkalýðshreyfingar- innar og sósíalismans. Ólafur var fullur áhuga og starfs- orku og tók þegar til óspilltra mála við skipulagningu samtakanna og boðun sósíalismans. Brautryðjandastarf er oftast erfitt og vanþakklátt. Ólafur hefur áreiðanlega heldur ekki farið varhluta af erfiðleikum þess. Þótt byr hinna alþjóðlegu strauma í frelsisbaráttu verkalýðsins væri að vissu leyti hagstæð- ur, var samt við vantrú og tortryggni að etja í hópi verkalýðsins, á þessum frumbýlingsárum stéttar- og stjórnmálasamtaka hans. Og undir óttann og tortryggn- ina var vitanlega trúlega kynnt af stéttarandstæðingn- um, hinni upprennandi atvinnurekendastétt landsins. Fyrstu afskipti sín af félagsmálum hóf Ólafur Frið- riksson með útgáfu vikublaðsins „Dagsbrún“ 1915 og naut til þess stuðnings nokkurra áhugamanna annarra. Upp úr því er Hásetafélag Reykjavíkur (síðar Sjó- 242 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.