Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 22
Jón Baldvinsson forseti frá 1916 til 1938 verkamannafélög í Reykjavík kusu fulltrúa til a'ð ræða og hugleiða, hver kostur væri á stofnun heildarsamtaka verkamanna. Þetta var í nóvembermánuði 1915. Jafn- framt þessu hófu þessir fulltrúar undirbúning að bæjar- stjórnarkosningum, þar sem verkamenn kæmu fram með óháðan lista. Bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram 31. jan. 1916 og urðu þau úrslií, að listi verkamanna kom 3 mönnum í bæjarstjórn. Þessi úrslit sýndu greini- lega nýtt stjórnmálaviðhorf meðal reykvískra verka- manna, og þetta hefur án efa ýtt undir fulltrúa verka- mannafélaganna að hraða stofnun heildarsamtaka. Þessi samtök voru síðan stofnuð hinn 12. dag marz- mánaðar 1916 og nefndust Albýðusamband Islands. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð þessurn mönnum: Ottó N. Þorlákssyni, úr Dagsbrún, forseti, Ólafi Frið- rikssyni, úr Hásetafélagi Reykjavíkur, varaformaður, Helga Björnssyni, úr Dagsbrún, gjaldkeri, Jóni Bald- vinssyni, úr Prentarafélaginu, ritari, Jónínu Jónatans- dóttur, úr verkakvennafélaginu Framsókn, Sveini Auð- unssyni, úr Verkamannafélagi Hafnarfjarðar og Guð- mundi Davíðssyni úr Dagsbrún. Þetta stofnþing Alþýðusambands Islands samdi sér lög og stefnuskrá, sem breytt var lítilsháttar á fyrsta reglulega sambandsþingi, sem háð var í nóvembermán- uði 1916. Skipulag og stefnumið Alþýðusambandsins, samkv. þessum fyrstu lögum voru í stuttu máli þessi: 1) Tilgangur sambandsins er að koma á samstarfi meðal íslenzkra alþýðumanna, er sé reist á grundvelli jafnaðarstefnunnar og miði að því að efla og bæta hag alþýðu andlega og líkamlega. 2) Rétt til að ganga í Alþýðusambandið hafa öll ís- lenzk verkalýðsfélög, er vilja hlíta stefnuskrá sambands- ins. En þau félög, sem hafa atvinnurekendur innan sinna vébanda ná ekki inngöngu í sambandið nema á sambandsþingi, og að minnst % af fulltrúum félaganna séu því hlynntir. En sambandsstjórn getur að öðru leyti tekið inn í sambandið hvert það félag, sem á skilyrðis- lausan rétt á inngöngu samkvæmt lögum þessum, en þó skal það síðar borið undir álit í.ambandsþings. Stefnumarki sínu ætlar sambandið að ná með þessum ráðum: 1) Að öll félög, sem í sambandið ganga, skulbindi félagsmenn sína til þess að halda kauptaxta hinna félag- anna á þeim stað og á því svæði, er kauptaxtinn nær til. 2) Að semja á sambandsþingi og ákveða stefnuskrá, sem sé bindandi fyrir öll félög í sambandinu og ekki verði breytt aftur nema á sambandsþingi. 3) Að kjósa til opinberra starfa fyrir bæjarfélög, sveitarfélög og landið allt eingöngu menn úr samband- inu, sem fylgi hiklaust og í hvívetna stefnuskrá sam- bandsins, nema svo standi á, að sambandið bjóði engan mann fram til kosninga. 4) Að efla samvinnufélagsskap og gefa út blöð og bæklinga. 5) Að greiða fyrir stofnun verkalýðsfélaga, sem gangi í sambandið. Um rétt hinna einstöku félaga segir svo, að hvert þeirra hafi fullt frelsi um sín innri mál, innan laga sam- bandsins, en í öllum opinberum afskiptum verða hin einstöku félög að fylgja eindregið stefnuskrá sambands- ins. Loks er gert ráð fyrir því, að hin einstöku félög sambandsins innan kjördæmanna myndi innbyrðis sam- band, og skuli fulltrúar þeirra koma sér saman um fram- bjóðendur í því kjördæmi í allar opinberar stöður, er kjósa skal í. En hver frambjóðandi skal skrifa undir stefnuskrá sambandsins og skuldbinda sig til að starfa í öllu samkv. henni. Ennfremur skal sambandsstjórnin samþykkja frambjóðendur kjördæmanna til þings, svo þeir geti talizt löglegir frambjóöendur af hálfu sam- bandsins. Svo sem sjá má af þessum fyrstu lögum Alþýðusam- 212 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.