Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 22

Vinnan - 01.09.1946, Page 22
Jón Baldvinsson forseti frá 1916 til 1938 verkamannafélög í Reykjavík kusu fulltrúa til a'ð ræða og hugleiða, hver kostur væri á stofnun heildarsamtaka verkamanna. Þetta var í nóvembermánuði 1915. Jafn- framt þessu hófu þessir fulltrúar undirbúning að bæjar- stjórnarkosningum, þar sem verkamenn kæmu fram með óháðan lista. Bæjarstjórnarkosningarnar fóru fram 31. jan. 1916 og urðu þau úrslií, að listi verkamanna kom 3 mönnum í bæjarstjórn. Þessi úrslit sýndu greini- lega nýtt stjórnmálaviðhorf meðal reykvískra verka- manna, og þetta hefur án efa ýtt undir fulltrúa verka- mannafélaganna að hraða stofnun heildarsamtaka. Þessi samtök voru síðan stofnuð hinn 12. dag marz- mánaðar 1916 og nefndust Albýðusamband Islands. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð þessurn mönnum: Ottó N. Þorlákssyni, úr Dagsbrún, forseti, Ólafi Frið- rikssyni, úr Hásetafélagi Reykjavíkur, varaformaður, Helga Björnssyni, úr Dagsbrún, gjaldkeri, Jóni Bald- vinssyni, úr Prentarafélaginu, ritari, Jónínu Jónatans- dóttur, úr verkakvennafélaginu Framsókn, Sveini Auð- unssyni, úr Verkamannafélagi Hafnarfjarðar og Guð- mundi Davíðssyni úr Dagsbrún. Þetta stofnþing Alþýðusambands Islands samdi sér lög og stefnuskrá, sem breytt var lítilsháttar á fyrsta reglulega sambandsþingi, sem háð var í nóvembermán- uði 1916. Skipulag og stefnumið Alþýðusambandsins, samkv. þessum fyrstu lögum voru í stuttu máli þessi: 1) Tilgangur sambandsins er að koma á samstarfi meðal íslenzkra alþýðumanna, er sé reist á grundvelli jafnaðarstefnunnar og miði að því að efla og bæta hag alþýðu andlega og líkamlega. 2) Rétt til að ganga í Alþýðusambandið hafa öll ís- lenzk verkalýðsfélög, er vilja hlíta stefnuskrá sambands- ins. En þau félög, sem hafa atvinnurekendur innan sinna vébanda ná ekki inngöngu í sambandið nema á sambandsþingi, og að minnst % af fulltrúum félaganna séu því hlynntir. En sambandsstjórn getur að öðru leyti tekið inn í sambandið hvert það félag, sem á skilyrðis- lausan rétt á inngöngu samkvæmt lögum þessum, en þó skal það síðar borið undir álit í.ambandsþings. Stefnumarki sínu ætlar sambandið að ná með þessum ráðum: 1) Að öll félög, sem í sambandið ganga, skulbindi félagsmenn sína til þess að halda kauptaxta hinna félag- anna á þeim stað og á því svæði, er kauptaxtinn nær til. 2) Að semja á sambandsþingi og ákveða stefnuskrá, sem sé bindandi fyrir öll félög í sambandinu og ekki verði breytt aftur nema á sambandsþingi. 3) Að kjósa til opinberra starfa fyrir bæjarfélög, sveitarfélög og landið allt eingöngu menn úr samband- inu, sem fylgi hiklaust og í hvívetna stefnuskrá sam- bandsins, nema svo standi á, að sambandið bjóði engan mann fram til kosninga. 4) Að efla samvinnufélagsskap og gefa út blöð og bæklinga. 5) Að greiða fyrir stofnun verkalýðsfélaga, sem gangi í sambandið. Um rétt hinna einstöku félaga segir svo, að hvert þeirra hafi fullt frelsi um sín innri mál, innan laga sam- bandsins, en í öllum opinberum afskiptum verða hin einstöku félög að fylgja eindregið stefnuskrá sambands- ins. Loks er gert ráð fyrir því, að hin einstöku félög sambandsins innan kjördæmanna myndi innbyrðis sam- band, og skuli fulltrúar þeirra koma sér saman um fram- bjóðendur í því kjördæmi í allar opinberar stöður, er kjósa skal í. En hver frambjóðandi skal skrifa undir stefnuskrá sambandsins og skuldbinda sig til að starfa í öllu samkv. henni. Ennfremur skal sambandsstjórnin samþykkja frambjóðendur kjördæmanna til þings, svo þeir geti talizt löglegir frambjóöendur af hálfu sam- bandsins. Svo sem sjá má af þessum fyrstu lögum Alþýðusam- 212 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.