Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 28
líkti kreppunni viS vindinn, sem enginn vissi hvaðan kæmi né hvert hann færi. En íslenzkur verkalýður, sem harðast varð úti í kreppunni, varð ekki hökufeitur af heimspekilegum huggunarorðum. Hinar þurru tölur at- vinnuleysisskráningarinnar, þótt ófullkomnar væru og alls ekki tæmandi, töluðu sínu skýra máli um það, hvað íslenzkur verkalýður varð að þola á kreppuárunum. Því miður eru ekki til neinar nothæfar tölur um at- vinnuleysi á íslandi nema í Reykjavík, en telja má víst, að atvinnuleysið hafi verið jafnmikið og sums stað- ar meira úti á landi en í Reykjavík. Hér skulu birtar tölur um atvinnuleysingj a í Reykjavík á árunum 1931 —1940, miðað við skráningu 1. febr. og 1. nóv. ár hvert, ásamt ómagatölu atvinnulausra í hvert skipti. Þess skal þá fyrst getið, að samkvæmt skýrslum hag- stofunnar eru 165 menn taldir atvinnulausir 1. febr. 1929, en 48 1. nóv. sama ár. Árið 1930 eru 39 manns skráðir atvinnulausir 1. febr. 1930, en 90 1. nóv. sama ár. Og þá hefst atvinnuleysisbölið. Tala Tala atvinnulausra ómaga Alls Árið 1931: 1. febrúar 525 715 1240 1. nóvember 623 55 99 Árið 1932: 1. febrúar 550 615 1165 1. nóvember 731 55 99 Árið 1933: 1. febrúar 623 880 1503 1. nóvember 569 892 1461 Árið 1934: 1. febrúar 544 788 1332 1. nóvember 719 1096 1815 Árið 1935: 1. febrúar 703 1116 1819 1. nóvember 605 900 1505 Árið 1936: 1. febrúar 690 1062 1752 1. nóvember 682 976 1658 Árið 1937: 1. febrúar 936 1248 2182 Árið 1938: 1. febrúar 769 1112 1881 1. nóvember 824 1290 2114 Árið 1939: 1. febrúar 517 826 1343 1. nóvember 793 945 1738 Árið 1940: 1. febrúar 546 721 1267 1. nóvember 100 82 182 Mikinn hluta þess tímabils, sem tölur þessar ná yfir var Alþýðuflokkurinn ábyrgur stjórnarflokkur í sam- starfi við Framsóknarflokkinn. Auðvitað verður Al- þýðuflokknum ekki kennt um atvinnuleysið, en furðu- legt má þó telja, hve mannlegur máttur þessara svoköll- uðu vinstri flokka mátti sín lítils og hve lítils þeir voru megnugir um að grynna á atvinnuleysinu. Þess var þó skemmst að minnast, er Alþýðuflokurinn gaf út hina frægu fjögra ára áætlun sína 1934 og vann sinn mikla kosningasigur á henni. Þar var eitt aðalatriðið að út- rýma atvinnuleysinu. Tölurnar hér að framan sýna, hvernig floknkum tókst að efna þau loforð. Á þessum áratugi kreppunnar vann Alþýðuflokkur- inn stærstu sigra sína. Hann eignaðist 10 þingmenn og varð þannig áhrifaríkur aðili í íslenzkum stjórnmálum. En á þessum sömu árum var grundvöllur lagður að ó- sigri hans og hnignun. í fljótu bragði kann það að virð- ast allfurðulegt, að flokkurinn tapaði á þessum árum, svo góð sem vígstaða hans var. En í raun réttri sáði hann til sín eigins ósigurs. Það sem þessu olli, var fyrst og fremst það, að foringjar Alþýðuflokksins höfðu tryggt sér pólitískt einræði í verkalýðshreyfingu Is- lands. Samþykktin frá Alþýðusambandsþinginu 1930 veitti heildarsamtökum alþýðunnar slíkan áverka, að seint greri. Með ákvæðum sínum um að ein pólitísk trúarjátning skyldi ráða í öllum opinberum afskiptum verkalýðssamtakanna hafði Alþýðusambandið höggvið á vaxtarbrodd verkalýðshreyfingarinnar. Það er að vísu ekki að skilja svo, að Alþýðusambandið hafi ekki vaxið að höfðatölu á þessum árum, hjá slíku gat auð- vitað ekki farið, þar sem verkalýðsstéttin var í örum vexti, þrátt fyrir kreppuna, og nýjar innlendar atvinnu- greinar voru að vaxa úr grasi, þótt vísir þeirra væri enn smár. Á Alþýðusambandsþinginu 1938 töldust 122 félög í sambandinu og 15384 meðlimir. Hafði Alþýðu- sambandið þá aukizt um 10.000 meðlimi síðan 1930. En þrátt fyrir þetta hafði þó ekki tekizt að sameina alla launþega innan vébands heildarsamtakanna og hin ein- strengingslegu ákvæði, sem hnepptu menn af sundur- leitum stjórnmálaskoðunum í heildarsamtök, er kúguðu menn til að játa ákveðnum stjórnmálaflokki trú og holl- ustu, ef þeim átti að leyfast að njóta fullra félagsrétt- inda, hlutu auðvitað að vekja mikla óánægju innan sambandsins. Það mun tæpast geta leikið á tveim tungum, að sjald- an muni stéttabarátta á íslandi hafa verið háð með meira harðfengi en á kreppuárunum, þessum áratug, sem hér um ræðir. Það er fjarri réttu lagi, svo sem haldið hefur verið fram, að verkföll hafi verið fátíðari á þessu tímabili en endranær og að verkamenn séu ófúsir til að leggja út í verkföll á krepputímum. I þessu sambandi nægir að benda á stéttaátökin á þessum árum, svo sem sjómannakaupdeiluna í Vestmannaeyj- um 1932, atvinnuleysisbardagana í Reykjavík 7. júlí og 9. nóvember 1932, Nóvuslaginn á Akureyri í marz 1933, Díönuslaginn 22. september 1933, Borðeyrarbar- áttuna á Siglufirði og Akureyri 1934, Sogsdeiluna 1935 og bifreiðarstj óraverkfallið í Reykjavík, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi. En það, sem einkennir kaupdeilur þessa áratugs öðru fremur er það, að vinstri menn Al- þýðusambandsins undir forustu kommúnista hafa oft og tíðum forustu í verkfallsbaráttunni, og ósjaldan kom það fyrir, að verkalýðsfélögum úti á landi þótti aðstoð Alþýðusambandsstjórnarinnar slælegri en við mátti bú- ast og nauðsyn bar til. I þesum efnum birtist því greini- 218 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.