Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 29

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 29
lega hin hörmulega klofning hinnar pólitísku verkalýðs- hreyfingar í kommúnista og sósíaldemókrata. Fjand- skapurinn milli þessara tveggja stjórnmálaflokka al- þýðunnar gerðu það að verkum, að Alþýðusambandið gat ekki beitt stéttarmætti sínum af þeim einhug og afli, sem var alþýðuhreyfingunni beinlínis lífsnauðsyn á þessum erfiðu árum. Þó tókst verkamönnum í flest- um tilfellum að hrinda af höndum sér kauplækkunar- tilraunum atvinnurekenda og halda í horfinu, en hins- vegar versnuðu kjör launþega mjög vegna atvinnuleys- isins. Kommúnistar og vinstri menn alþýðuhreyfingar- innar áttu mestan þátt í því að skipuleggja baráttu at- vinnuleysingjanna í Reykjavík og annars staðar á land- inu, þar sem Alþýðusambandsstjórnin og flokksforusta Alþýðuflokksins hafði sýnt tómlæti allmikið, svo ekki sé meira sagt. En eftir því sem lengra leið á áratuginn kom það æ betur í ljós, að sambúðin milli hægri og vinstri manna Alþýðusambandsins varð erfiðari, þrátt fyrir tilraunir til sameiningar beggja flokka. Þriggja ára sameiningar- stefna Kommúnistaflokksins frá 1935 til 1938 bar að lokum engan árangur annan en þann, að nokkur hluti Alþýðuflokksins sagði sig úr leik og stofnaði Sósíal- istaflokkinn — sameiningarflokk alþýðu ásamt Komm- únistaflokknum. En þótt nokkur sigur væri unninn með þessari sameiningarhugsjón verkalýðsins fór því fjarri, að sættir næðust með báðum flokkum verkalýðsins. Eftir að Sósíalistaflokkurinn var stofnaður harðnaði deilan innan Alþýðusambandsins enn meir og um stund leit svo út sem Alþýðusambandið mundi klofna. Til dæmis má geta þess, að á tímabilinu 1938—40 gengu 12 félög úr sambandinu (eða „hurfu“, eins og það er orðað í þingtíðindum Alþýðusambandsins) með um 4 þúsund meðlimi. Mest munaði í þessu efni um stærsta verkalýðsfélag landsins, Dagsbrún í Reykjavík. Það var upp úr þessu, að vinstri mönnum innan Alþýðusam- bandsins datt í hug að stofna nýtt verkalýðssamband á faglegum grundvelli, sem væri óháð pólitískum trúar- játningum, hverju nafni sem þær nefndast. Hið nýja verkalýðssamband náði þó aldrei miklum þroska og í raun réttri má það teljast hið mesta happ, er það tókst að afstýra klofningi hins gamla Alþýðusambands og breyta skipulagsreglum þess á þá lund, að hægt var að sameina alla verkamenn, hverrar pólitískrar skoðunar sem þeir voru, í óháð verkalýðssamband. — Alþýðu- flokksstj órnin sá þá loks, að ekki tjáði að beita lengur hornunum gegn þeirri hreyfingu, sem á áratug hafði reynt að sameina alla launþega landsins á hagsmuna- legum stéttargrundvelli. A 16. sambandsþingi Alþýðusambandsins haustið 1940 var loks skilið á milli Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins. Samkvæmt hinum nýju sambands- lögum er Alþýðusamband Islands samtakaheild ís- ------------------------------------------A RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR: ÍSLAND Nú grújir sig j'ónn yjir giljadrög, og gaddfreðnum hleður snjá. Mér jinnst eins og eldgömul ísalög aftur þig taki að hrjá. Hve gatan var oftsinnis grýtt og þröng og gangandi manni sár! Og leiðin um héruð þín hrjúj og löng, því huldu ’ana margra tár! Aj dögg þinni moldin þín mýkt sína fékk. Nú mœlist hún öllum frjó. En dýrt var það efni er til erfða gekk frá öld, sem í landinu bjó. __________________________________________J lenzkrar alþýðu í verkalýðsmálum. Hlutverk sambands- ins er að hafa forystu í stéttabaráttu og félagsstarfsemi alþýðunnar á íslandi í málum atvinnustéttanna með það fyrir augum, að þeim stéttum verði tryggð sam- bærileg kjör og sami réttur og öðrum stéttum í landinu. Með því var tíu ára baráttu fyrir skipulagsbreytingum alþýðusamtakanna lokið með sigri þeirra manna, sem unnið höfðu að almennu verkalýðssambandi, er gæti hýst alla launþega án tillits til pólitískra skoðana. Ár- angurinn af þessari skipulagsbreytingu lét ekki standa á sér. Þau félög, sem áður höfðu sagt sig úr lögum við Alþýðusambandið gengu nú inn í það aftur, og þar sem klofningur hafði orðið innan verkalýðsfélaganna, varð því nú til leiðar komið, að þau gætu sameinast. Árið 1940 var tala sambandsmeðlima 15.509, fjórum árum síðar töldust um 22 þúsundir manna, karla og kvenna í Alþýðusambandinu. Á öðrum stað í þessu riti verður vikið nánar að þróun og starfsemi Alþýðusambandsins hin seinustu ár nýsköpunarinnar, og verður því ekki farið frekar út í þá sálma. Hins skal aðeins að lokum getið, að Alþýðu- sambandið hefur tekið dæmafáum framförum á þeim árum sem liðin eru síðan skipulagsreglum þess var breytt. Það getur á þrítugsafmæli sínu litið um öxl yfir mikla sigra og mikinn árangur, og í dag er ósk allra verkalýðssinna, að það megi þroskast og dafna með hverju ári og rækja æ betur það hlutverk, sem því var frá uphafi ætlað: að verða brimbrjótur og dyggur vörður íslenzkrar alþýðu í baráttu hennar fyrir nýrra og betra íslandi. VINNAN 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.