Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 67

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 67
B.v. Júní leggst að bryggju farna daga hafa þessir menn tekið fyrir verkamenn, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum, en sem þeir telja, að hafi ekki kosið með þeim við stjórnarkosninguna. Með hót- unum um atvinnusviptingu og öðrum kúgunarbrögðum vilja þeir fá þessa menn suma til að lofa því að taka engan virkan þátt í störfum Hlífar, og aðra helzt til að reka erindi þeirra gegn stjórninni í félaginu. Við þá, sem neita, mun reynt að efna hótanirnar.“ Nú sannaðist það á óskemmtilegan hátt, að Hlíf hafði ekki að ófyrirsynju sett það ákvæði í lög sín, að atvinnurekendur mætti ekki taka inn í félagið. Óánægja verkamanna magnaðist og varð að kröfunni um, að at- vinnurekendum yrði vikið úr félaginu. Sú ákvörðun var þó stjórn Hlífar ekki með öllu sársaukalaus, því að sumir þessara manna höfðu fyrr á árum unnið vel fyrir Hlíf, þótt þeir beittu sér nú gegn hagsmunum verka- manna. Helmingur þeirra tólf, sem vikið var, hafði lítið annað gert í félaginu en greiða gjöld sín, og at- kvæði gegn þeim tillögum er þeim þótti of róttækar. Stjórn Hlífar lagði ákvörðunina urn brottvikningu atvinnurekendanna fyrir félagsfund 12. febrúar. Gegn henni töluðu tveir kennarar. Var hún síðan samþykkt með 118 atkv. gegn 52. Þessi fundur samþykkti enn- fremur eftirfarandi: „Fundurinn ályktar að þeir menn, sem ekki vinna daglaunavinnu og þurfa ekki atvinnu sinnar vegna að vera í félaginu, skuli hér eftir ekki eiga atkvæðisrétt á fundum né kjörgengi innan þess.“ Með því skyldi verkamönnum tryggt úrslitavald í mál- um sínum. Hlíf rekln úr Alþýðnsambandimi Klofningsfélag stofnað Þann 14. febrúar vék stjórn Alþýðusambandsins Hlíf úr Alþýðusambandinu, og að kvöldi sama dags stofn- uðu hinir brottviknu atvinnurekendur klofningsfélag, er þeir nefndu: „Verkamannafélag Hafnarfjarðar“. Það var strax tekið í Alþýðusambandið. Þetta var ekkert nýtt í sögunni. Á bernskuárum verkalýðshreyfingarinn- ar reyndu atvinnurekendur að stofna sín eigin verka- mannafélög, — íhaldið hafði eitt sinn reynt það í Hafn- arfirði, og endalokin orðið ömurleg. Alþýðublaðið var ekki í vafa í þetta sinn. 15. febrúar sagði það: „Hlíf er horfin og fallin, orðin einskis nýt og til skaða“, og: „Hlíf hefur nú þegar fengið sína gröf í gleymsku og vanvirðu“. Hinir brottviknu atvinnurekendur létu fyrirtæki sín semja við „verkamannafélag“ sitt. Stjórn Hlífar bárust úrsagnir 142 verkamanna og 9 annarra, þ. á. m. fjög- urra kennara, verkstjóra, skattheimtumanns o. s. frv. — „liggur ekki á að senda fleiri strax af ýmsum ástæð- um“ (!!) sagði Alþýðublaðið um leið og það tilkynnti að á þriðja hundrað manna hefði gengið í klofnings- félagið. Þennan dag, 15. febr., gerði stjórn Hlífar kaup- og kjarasamning við atvinnufyrirtæki í bænum, önnur en þau, sem atvinnurekendur í Alþýðuflokknum réðu yfir. Brottrekstur Hlífar úr Alþýðusambandinu fyrir að framfylgja lögum félagsins og stofnun klofningsfélags- ins varð til þess að þjappa hafnfirzkum verkamönnum af öllum flokkum fastar saman um félag sitt, Hlíf. Þess- VINNAN 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.