Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 40
Bœjarstjómin lœtur untlan síga
Þrátt fyrir allan þennan viðbúnað burgeisaliðsins,
létu verkfallsmenn engan bilbug á sér finna, heldur
voru staðráðnir í því að hindra enn afgreiðslu „Novu“,
þegar hún kæmi aftur til Akureyrar — unz bæjarstjórn-
in féllist á kröfu þeirra um að greiða taxtakaup við
tunnusmíðið.
Fór nú bæjarstjórnin að sjá sinn hlut óvænkast. Réði
þar auðvitað mestu staðfesta og einbeittni verkfalls-
manna. En einnig mun árangur af herútboðinu ekki
hafa orðið eins mikill og vænzt var. Loks mun skip-
stjóranum á ,Novu“ ekki hafa litizt á að rjúfa samn-
ing þann, sem fyrr er nefndur.
Áður en „Nova“ kom til Akureyrar aftur, fór bæjar-
stjórnin því að leita hófanna við verkfallsmenn um
lausn deilunnar, og hinn 25. marz var undirskrifaður
samningur milli bæjarstjórnarinnar og Verkamannafé-
lags Akureyrar, um framkvæmd tunnusmíðisins. Skuld-
batt bæjarstjórnin sig til að láta smíða tunnur úr öllu
því efni, sem bæjarstjórnin hafði fest kaup á (aðeins
helmingur efnisins kom með þessari ferð) og að vetr-
arkauptaxti verkamannafélagsins skyldi greiddur við
vinnuna. Var það ca. 20% hærra en bæjarstjórnin
hafði til þessa viljað tryggja verkamönnunum við
tunnusmíðið.
Var þá deilunni aflýst og „Nova“ afgreidd án tafar,
þegar hún litlu síðar kom til Akureyrar aftur.
Eftirhreytur
I samningi þeim, sem vinnudeilan var leyst með, og
fyrr getur, var fram tekið, að engar skaðabótakröfur
skyldu reistar, né málshöfðanir hafðar gegn verkfalls-
mönnum, vegna þátttöku í deilunni.
Gremja burgeisanna yfir ósigri þeirra í deilunni rak
þá þó til að rjúfa þetta heit.
Hinn 4. apríl lét bæjarfógeti stefna fyrir rétt þremur
af stjórnendum vinnudeilunnar. Var fyrstur kallaður
fyrir formaður Verkamannafélags Akureyrar, en síðan
þeir Jón Rafnsson og Þóroddur Guðmundsson, sem
dvalið höfðu á Akureyri, ásamt Jens Figved, til þess
að aðstoða félögin við skipulagningu og stjórn deil-
unnar.
Þegar Jón Rafnsson neitaði að svara spurningum
dómarans, var hann úrskurðaður í varðhald og fluttur
í tugthúsið.
Þegar þetta gerðist stóð yfir þing V. S. N. á Akur-
eyri. Spurðist handtaka Jóns þangað, og sendi þingið
þegar nefnd á fund bæjarfógeta til að mótmæla aðför-
unum. Safnaðist brátt mikill mannfjöldi fyrir utan
skrifstofu bæjarfógeta og heimtaði að Jón væri látinn
laus. Sá bæjarfógeti það ráð vænst að verða við þeirri
kröfu — og féllu þar með niður tilraunir til réttar-
ofsókna gegn verkfallsmönnum.
Niðurlaysorð
Eg tel, að „Novu“-deiIan sé, fyrir ýmsra hluta sakir,
meðal merkustu og lærdómsríkustu vinnudeilna, sem
háðar hafa verið hér á landi.
Þess er áður getið við hversu erfiða aðstöðu hún var
háð. Samt vannst hún til fulls, á tiltölulega skömmum
tíma, þrátt fyrir mjög hatrama andstöðu hins deilu-
aðilans. Tel ég að þakka beri þetta einkum eftirtöldum
atriðum:
Skipulagning deilunnar var með ágætum.
Bardagaaðferðin var rétt valin, miðað við aðstöðuna
sem fyrir hendi var.
Stjórn deilunnar var ávallt einhuga og óhvikul í öll-
um framkvæmdum og naut trausts alls fólksins, sem í
deilunni stóð.
Verkalýðsfélögin, sem deiluna háðu, nutu samúðar
.og stuðnings verkalýðsfélaga og verkalýðssinna víðs-
vegar um land — þrátt fyrir andúð þáverandi stjórnar
Alþýðusambands Islands og annarra Alþýðuflokks-
leiðtoga.
Og síðast en ekki sízt: Verkafólkið á Akureyri sýndi
frábæra einbeitni og þrautseigju í framkvæmd vinnu-
deilunnar og lét ekki á sig bíta, hvorki þá torveldu, fé-
lagslegu aðstöðu, sem áður er lýst, né óhagstæða veðr-
áttu hins norðlenzka vetrarríkis.
Við fjarðarbotninn í faðmi fannkrýndra fjalla var
á þessum köldu vetrardægrum kynntur eldur bræðra-
lags hins fátæka, vinnandi fólks, undir kjörorðinu:
Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði.
Fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.
Bægi sem kerúb með sveipandi sverði
silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.
Gamall húsgangur
Fyrir sunnan fáir unna Jóni.
Þar af hrelldur þankinn er.
Þetta er heldur gott hjá mér
Auglýsingavísa eftir kunnan höfund
Alltaf er Fossberg að fræða.
I fyrra sagði hann mér:
Mótorinn má ekki bræða
málminn niður úr sér.
230
VINNAN