Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 47

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 47
þær, er herinn skipaði upp. Flestir hafnarverkamenn- irnir fóru til annara í vinnu. Einn daginn kom t. d. maður í Verkamannaskýlið og falaði menn til að flytja 100 tonn af sementi. Hann hauð þeim fimm krónur á tímann, og tilsvarandi hærra í eftir- og næturvinnu. En þegar verkamenn komust að því, að sementið var á vegum Eimskip, svöruðu þeir, að þótt þeim væru boðn- ar fimmtán krónur um tímann, ynnu þeir ekki fyrir Eimskip. Samheldni verkamanna var með ágætum og samúð almennings eindregin þeirra megin. Þann 25. júní setti Vinnuveitendafélagið verkbann á alla þá verkamenn, er ekki höfðu mætt til vinnu. Voru þeir um 300 talsins. Listi yfir nöfn þeirra, „svarti list- inn“, var sendur öllum meðlimum Vinnuveitendafélags- ins, jafnvel hárgreiðslukonum! Fréttin um „svarta listann“ fór eins og eldur um sinu meðal manna og vakti gífurlega óánægju. Stjórn Dagsbrúnar tilkynnti samstundis, að ef verk- bannið væri ekki tafarlaust afturkallað, yrði verkbann sett á alla meðlimi Vinnuveitendafélagsins. Kl. 3.30 sama dag hafði Vinnuveitendafélagið afturkallað verk- bann sitt. Loks létu atvinnurekendur sig. Þann 25. júní var undirritað samkomulag milli hafnarverkamanna annars vegar og Eimskipafélags Islands og Skipaútgerðar rík- isins hins vegar. Samkvæmt því hækkaði kaup verka- manna verulega í yfirvinnu, og næturvinna hófst kl. 8 s. d. í stað kl. 10. Sigri hafnarverkamanna var alls staðar tekið með miklum fögnuði meðal hins vinnandi fólks. Launamenn sáu í honum forboða þess, að nú væri stundin að koma til þess að velta að fullu af sér oki gerðardómslaganna, sem í munni alþýðu voru nefnd þrœlalög. Hafnarverkamenn höfðu sýnt fádæma samtök og fé- lagsþroska. Hjá þeim, eins og víðar seinna, höfðu risið upp raunveruleg vinnustöðvasamtök í baráttunni, meira eða minna í skipulögðu formi. Eftir þessa skæru, fór Dagsbrún og Hlíf í Hafnar- firði að undirbúa endurskoðun hinna gömlu og úreltu kaupsamninga. Fleiri og fleiri vinnuhópar fóru og að láta á sér bæra. M. a. reis upp deila um áhættuþóknun milli farmanna og eigenda milliferðaskipanna og lauk henni með sigri farmanna. Þá bíru og starfsmenn ríkis og bæja fram kröfu um 20% launahækkun. Umræður fóru fram milli ríkisstjórnarinnar og stjórnar Dags- brúnar um nýja samninga og 14. júlí samþykkti trún- aðarráð Dagsbrúnar uppkast stjórnarinnar að nýjum samningi. Fám dögum síðar lét bæjarstjórn Reykja- víkur undan kröfum bæjarverkamanna um að stytta vinnutímaann í 8 stundir án skerðingar á dagkaupi. Þann 20. júlí knúðu hafnfirskir verkamenn í vegagerð ríkisins fram 8 stunda vinnudag án skerðingar dag- kaups og fleiri kjarabætur. Um sama leyti fengu verka- Sigurður Guðnason menn við síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hækk- að kaup sitt verulega. 24. júlí gekk Hafnarfjarðarbær að kröfum bæjarverkamanna um styttingu vinnudags- ins með óskertu dagkaupi og íleiri kjarabótum. 25. júlí fengu verkamenn í járnsmiðjum Reykjavíkur, fag- lærðir sem ófaglærðir, 25% kauphækkun. A Akranesi báru verkamenn fram svipaðar kröfur og Hafnfirðing- arnir. I lok júlímánaðar höfðu allir atvinnurekendur Hafnarfjarðar gengið að kröfunni um 8 stunda vinnu- daginn með óskertu dagkaupi og nokkrum öðrum kjara- bótum. Allan júlímánuð leið varla nokkur dagur svo, að ekki mynduðust meira og minna víðtæk samtök á vinnu- stöðvunum um kaup- og kjarabætur og nýir sigrar væru unnir. Loks varð skæruhernaðurinn svo víðtækur, að ríkis- stjórn sú, er að völdum sat, varð að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að þrælalögin voru raunverulega brotin á bak aftur og að eftir var aðeins að ógilda þau á papp- írnum. Þann 4. ágúst lagði ríkisstjórnin frumvarp fyrir Al- þingi um afnám gerðardómslaganna. Mestallt sumarið hafði Dagsbrún unnið að því að knýja fram nýja, frjálsa samninga fyrir meðlimi sína, en samningar félagsins gengu ekki úr gildi fyrr en um áramót. En tregða atvinnurekenda gegn nýjum samningum var mikil. Skæruhernaðurinn héli því áfram. 1. ágúst sigruðu verkamenn á Akranesi í skæruhern- aði sínum. Atvinnurekendur féllust á að verða við kröf- um þeirra, er mestmegnis voru byggðar á samningsupp- kasti Dagsbrúnar. Sama dag samþykkti Félag prentsmiðjueigenda að hækka kaup prentara um 25—28%. Um þessi mánaða- mót knúði verkafólk á Siglufirði fram verulega kaup- hækkun. A Norðfirði gengu atvinnurekendur einnig að kröfum verkafólksins. Þann 7. ágúst ritar Dagsbrún Alþingi bréf, þar sem m. a. er skorað á Alþingi að gera ráðstafanir til þess að „öllum núgildandi samningum um kaup og kjör laun- VINNAN 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.