Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 59

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 59
höfrum. Hafraneyzla er mest í Englandi. I röku héruð- unum á vestanveröri eynni er allmikil hafrarækt, en auk þess flytja Englendingar inn tvo fimmtu hluta af hafraframleiðslu jarðarinnar. Eftir stríðið kom það alls staðar á daginn, að hafraneyzlan hafði minnkað. Hest- arnir, sem éta mestan hluta hafranna, átu auðvitað j afn- mikið og áður, þó að harðara væri í ári, en þeim hafði fækkað. Ef haldið verður áfram á sömu braut, mun þýðing hafranna minnka þegar fram í sækir. Þó kann að vera, að riddarar framtíðarinnar fái sér disk af hafragraut, áður en þeir stíga á bak hinum vængjuðu og fjórhjóluðu „hestum“ sínum. En þess gerist tæplega þörf að rækta milljónir hektara í þeim tilgangi. Muisinn — fátœkrafœðan og auðœfi Ameríku Ekkert er fegurra en maisakur á haustmorgni. Mais- plantan stendur eins og hár múr, sem mennirnir hverfa á bak við. Ef við göngum með fram akurreinunum, skrjáfar í þurrum sverðlaga blöðum, sem strjúkast við axlirnar, en þungu maiskólfarnir drúpa og það þýtur í mjúku, sefgerðu belgblöðunum. A þeim tíma ársins er alltaf eitthvað hlýlegt og hressandi við maisakra. Sólin vermir, en brennir ekki. Loftið er þurrt og milt. Ef þér hafið hugsað yður að ferðast til staðar, sem þér þekkið ekki, og einhver fræðir yður á því, að þar vaxi mais, megið þér treysta því, að loftslagið er gott, því að ann- ars væri ekki unnt að rækta þar mais. Hann þarf þriggja til fimm mánaða fagurt sumarveður, ef hann á að ná þroska. Ekki má vera of þurrviðrasamt, því skúrir verða að koma öðru hverju, en helzt stuttar hellidembur. Nú á tímum er það að vísu satt, að akuryrkjumennirnir fara að engum reglum. Þeir reka maisinn norður á bóg- inn og fá hann til þess að þroskast á stöðum, þar sem hann gat rétt grænkað áður fyrr. í Þýzkalandi var mais fyrrum aðeins ræktaður í vínyrkjuhéruðunum, — nú er hann ræktaður norður við Stettin, — síðan mönnum heppnaðist að ala upp bráðþroska, þýzkar tegundir. Maisinn er hinn þýðingarmesti fyrir öll lönd, sem rækta hann. Hvarvetna verður það sama uppi á ten- ingnum, að maisinn spyrnir fótum við öðrum kornteg- undum, — hveitið eitt þolir samkeppnina. Skýringin er sú, að ekkert annað brauðkorn gefur eins ríkulega upp- skeru. Við skulum líta á Ítalíu t. d.: Árið 1932 var uppskeran af hverjum hektara sem hér segir: 11,7 vættir byggs, 15,2 vættir hveitis og 20,8 vættir af mais, eða nærri helmingi meiri en bygguppskeran og fjórð- ungi meiri en hveitiafraksturinn. Það liggur því ekki í láginni, að það borgar sig stórum betur að rækta mais. Til manneldis er maisinn að vísu ekki notaður af öðr- um en þeim, sem gera litlar kröfur til mataræðis og hafa vanizt þessari fæðutegund lengi. Næringargildi maismj ölsins stendur tæpast að baki hveitinu, en það inniheldur ekkert lím, og deigið verður ekki mótað eins og límríkt hveitideig. Evrópumenn þora ekki einu sinni að bera sér til munns flata, grófgerða kexið, sem bakað er úr mais í Rúmeníu, Búkóvíu, Kákasus og Mexíkó. Daglegar máltíðir ítalskra og rúmenskra bænda er grautur soðinn úr grófmöluðu maiskorni. Grauturinn er borðaður heitur, og til „bragðbætis“ er látinn í hann feitmeti og pipar. Það er hin ítalska „polenta“ og hin rúmenska „mamaliga“. Á helgidögum éta ítalir (efna- mennirnir á hverjum degi) „magliaccio“, það er að segja „polenta“, sem er steikt köld í floti með litlum bjúgum. Það segir sig sjálft, að menn skola þessu ræki- lega niður með víni. Á þennan hátt er maisinn reglu- legur kjörréttur, en það eru ekki allir, sem hafa efni á að veita sér hann. Þessi afbragðsmatur hefur og einn stóran kost: Sá, sem borðar „mogliaccio“ fær ekki „pellagra“ (af pella agra hrjúft hörund). En menn fá þessa veiki ef þeir borða „polenta“ að staðaldri, án þess að bæta það með öðrum matartegundum. Pellagra er Gömul kona VINNAN 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.