Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 68
ar aðfarir vöktu einnig athygli og samúð almennings
um land allt með Hlíf. A fundinum 15. febr. mætti
Héðinn Valdimarsson, formaður Dagsbrúnar, og færði
Hlíf kveðju og heit Dagsbrúnar um fullan stuðning.
Þróttur á Siglufirði sendi einnig stuðningsheit í sím-
skeyti.
Hingað og ekki lengra
Þessi fundur Hlífar samþykkti kaup- og kjarasamn-
ing þann, sem stjórnin hafði gert og ennfremur: „að
stöðva alla vinnu hjá þeim atvinnurekendum, sem neita
að gerast aðilar að samningum og reyna að hefja vinnu
með utanfélagsmönnum, og leggja bann við því, að
meðlimir Hlífar vinni með þeim mönnum, er gerzt hafa
meðlimir hins svokallaða Verkamannafélags Hafnar-
fjarðar, sem er stofnað til þess eins að kljúfa verka-
mannafélagið Hlíf“.
Það mun hafa verið langt liðið frá því, að önnur
eins stéttarleg vakning og samheldni hafði gripið hafn-
firzka verkamenn og var á þessum fundi. Þeim var Ijóst,
að ættu samtök verkamanna að vera háð duttlungum
og valdi þeirra manna, sem nú vildu eyðileggja Hlíf,
hið gamla vígi verkamanna, þá væru verkamannasam-
tökin lömuð og lítils virði. Baráttan um tilveru Hlífar
var því baráttan fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti
verkamanna.
Fylkingarnar mætast
Það var almennt búizt við því, að brátt myndi draga
til tíðinda í Hafnarfirði, því að 16. febrúar var von á
togara til Bæjarútgerðarinnar, en ráðamenn hennar
höfðu samið við félag „sitt“, Verkamannafélag Hafnar-
fjarðar. Hlífarmenn voru ákveðnir í því, að þola aldrei
að hver atvinnurekandi gæti stofnað félag „sinna“
verkamanna og samið við það. Slíkt hefði getað þýtt um
tug „verkamannafélaga" í Hafnarfirði og hvers virði
væru samtök verkamanna og kjör — þar og annars stað-
ar — þegar svo væri komið? Þeir gerðu því ráðstafanir
til þess að hindra verkfallsbrot.
Togarinn Júní kom síðari hluta dags 16. febr. Með-
limir klofningsfélagsins höfðu verið kvaddir til vinnu.
Hlífarmenn mættu á bryggjunni og sást þá svo greini-
lega hvorurn megin hafnfirzkir verkamenn voru í þess-
ari deilu, að klofningsmenn reyndu ekki að hefja vinnu
eftir að hafa þæft á bryggjunni urn hríð. Höfðu þeir þó
tjaldað því liði, sem til var, m. a. klætt einn kennara í
samfesting — verkamönnum til mikillar skemmtunar.
Formaður Hlífar, Helgi Sigurðsson, flutti þarna ræðu
og nokkrir fleiri. Var svo kyrrt til kvölds.
Alþýðublaðið lýsti Hlífarmönnum þannig: „Þá stóðu
nokkrir ósofnir, skjálfandi kommúnistastrákar á bryggj-
unni fáliðaðir og ekki neitt líklegir til stór-
ræðanna, enda að mestu flækingar af götunum hér í
Reykjavík“. En hvers vegna létu þá Alþýðuflokksfor-
ingjarnir ekki vinna? Alþýðublaðinu varð ekki svara-
fátt: Komið höfðu „lögreglumenn sendir af ríkisstjórn-
inni (leturbreyting greinarhöf.) með tilmæli um að
vinna yrði ekki hafin að sinni“. (Svo það var þá af
virðingu fyrir Hermanni Jónassyni, en hvorki virðingu
né ótta við samtök hafnfirzkra verkamanna).
Verkfallsmenn ganga niSur á
bryggju að stöðva vinnu
í b.v. Júní
258
VINNAN