Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 72

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 72
veru því, sem þú segir? Hugsa hinir kafóníarnir á sama hátt. — Mér er það hulin ráðgáta, hóf Berardo máls eftir ofurlitla stund. •— Mér er það hulin ráðgáta, hvers vegna borgarbúar láta prenta blaS, sem þeir útbýta gefins meSal kafóníanna.... Ég botna ekkert í því, hvers vegna Hinn Mikli Oþekkti hugsar ekki um sjálfan sig og sín eigin málefni fyrst og fremst? Kannski hann sé pappírskaupmaSur og prenti blöS til aS koma papp- írnum sínum út. Nú töluSu þeir lengi hljóSlega. SamtaliS hlýtur aS hafa beinzt inn á nýja braut, því aS þegar ég heyrði til Berardos aftur, sagði hann: — SegiS mér, er það satt, sem sagt er um Rússland? Allir tala um það, en enginn hefur komið þangað. AS minnsta kosti hefur enginn kafóníi komið þangaS. Kafóníar fara til Ameríku, Afríku, Frakklands og allra landa, nema Rússlands. ÞangaS hefur enginn komið. I sumum málum var Berardo ósveigjanlegur, svo sem til dæmis, þegar þeir voru að tala um frelsiS. — Málfrelsi, sagði hann.... — HvaS höfum við með það að gera? Ekki erum við lögfræðingar. Prent- frelsi? Ekki erum við prentarar. Hvers vegna talarðu ekki heldur um frelsi til að mega vinna og kaupa jörð? Þegar hér var komið valt ég út af og steinsofnaði. Ég hef vel getað verið búinn að sofa í einn eða tvo klukku- tíma, þegar Berardo vakti mig. Hann sat á bríkinni hjá mér til fóta, og pilturinn frá Avezzano stóð hjá honum. — Fyrirgefðu, sagði Berardo við mig. — Þú skalt rétt bráðum fá að sofna aftur.... ÞekkirSu sögu Torlonia prins? — Nei, og mig varðar ekkert um hana, sagði ég. Allar prinsasögur eru eins. Lof mér að sofa. — Já, en veiztu, að þessi svokallaði Torlonia prins er hvorki prinst né Torlonia? — Þig er að dreyma, sagði ég við Berardo. •—- Nú skaltu fá að heyra, hélt Berardo áfram. Þessi svokallaði Torlonia prins, sem við kafóníarnir tilbiðj- um eins og dýrling, kom fyrir tæpum hundrað árum til Ítalíu sem brvti í franskri herdeild. Hann var ekki prins, ekki svo mikiS sem undirgreifi, eins og Don Pazienza. Hann var vín- og pylsusali. Og hann hét ekki Torlonia, heldur Torlogne. Hann var franskur fjárglæframaður. Hann græddi á styrjöldum og salti. Hann rúði páfana. Hann féfletti, rændi og stal og var gerður að greifa og loks að prinsi.... — Þig er að dreyma, sagði ég aftur. En Berardo sneri að mér baki og fór að tala við pilt- inn frá Avezzano á ný. Nú voru þeir orðnir sammála. ÞaS mátti skilja á orðum og æði Berardos, að hann var hættur allri mótspyrnu. Nú var hann orðinn eins og hann átti að sér að vera. ÞaS, sem hann hafði sagt mér um Torlonia, hljómaði sem fjarstæða í eyrum mínum, en Berardo hafði alltaf haft yndi af þess konar fjarstæð- tim. Ég sofnaði meðan þeir voru að tala saman. Þegar ég vaknaði, var kominn bjartur dagur. Berardo æddi um gólf eins og björn í búri. Pilturinn frá Avezzano lá við hliðina á mér, en hann svaf ekki. —■ Berðu traust til Berardos? spurði hann lágt. — Já, svaraði ég. — Allir kafóníar ættu að bera traust til hans, sagði pilturinn frá Avezzano. — Þú verður að koma því til leiðar í Fontamara, hélt hann áfram. — Allir kafóníar verða að bera traust til Berardos. Hann er óvenjulegur maður. Ég held, að hann eigi sér engan líka meðal kafónía í Italíu. GeriS það, sem hann segir ykkur. Þið verðið áreiðanlega látnir lausir í dag eða á morgun og sendir heim. Ég losna ekki eins auðveldlega. Ég get ekki útskýrt það fyr- ir þér núna, en Berardo gerir það, þegar þið eruð komnir heim til Fontamara. Klukkan átta var okkur fært kaffi. Berardo hætti að ganga um gólf og sagði við fangavörðinn: — Ég verð að fá að tala við fulltrúann strax. — Bíddu þangað til röðin kemur að þér, sagði fanga- vörSurinn og fór. Þessi orð fóru ekki fram hjá piltinum frá Avezzano, og hann horfði skelfdum augum á Berardo. Hann þorði ekki að biðjast skýringar, en óttinn við, að ljóstrað yrði upp um sig skein úr augum hans. Klukkan níu vorum við leiddir fyrir fulltrúann. Berardo gekk fram og sagði: -— Herra fulltrúi! Ég ætla að segja sannleikann. — Leystu frá skjóðunni, sagði vörður laganna og verndari réttlætisins. — PrentuSu blöðin, sem þið funduð í bögglinum í knæpunni hjá járnbrautarstöðinni eru mín eign.... Ég hef látið prenta þessa flugmiða til dreifingar meðal kafóníanna.... Ég er Hinn Mikli Oþekkti. Hvað nú? Hinn Óþekkti, Hinn Mikli Óþekkti var fundinn. Hann var mitt á meðal vor, og hann var kafóníi. Þegar það vitnaðist, að Hinn Mikli Óþekkti væri fundinn, komu blaðamenn, fasistaleiðtogar og hátt settir embættismenn þjótandi til lögreglustöðvarinnar. Hvað eftir annað var Berardo sóttur í klefann, og allir vildu sjá hann. Fulltrúinn spurði Berardo spjörunum úr. Hann vildi fá að vita, hvar hin leynilega prentsmiðja væri, hverjir prentararnir væru, og hvort ekki væru einhverjir með- sekir. En Berardo svaraði ekki. Hann klemmdi saman varirnar til þess að sýna þeim, að hann ætlaði að þegja, Framhald. 262 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.