Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 74

Vinnan - 01.09.1946, Side 74
Samkvæmt þessum samningi hækkaði kaup í 1. flokki (vélgæzlu- menn, viðgerðarmenn, bifreiðarstjórar og þvottamenn) úr kr. 510.00 í kr. 612.50 á mánuði, í 2. flokki (kyndarar og hrein- gerningarmaður í stigaplássi á Vífilsstöðum) úr kr. 485.00 í kr. 585.00 á mán., í 3. flokki (hjúkrunarmenn og aðstoðarmaður við rannsóknir) úr kr. 410.00 í kr. 550.00 á mán. og í 4.. flokki (vinnumenn) úr kr. 360.00 í kr. 530.00 á mánuði. Þvottamenn og viðgerðarmenn voru áður í 2. flokki, en færðust nú upp í 1. flokk. I stað 14 daga sumarleyfis, sem allir fastamenn höfðu áður, verða sumarleyfin sem hér segir: Eftir 1 ár 14 virkir dag- ar, eftir 2 ár 16 virkir dagar og eftir 3 ár 19 virkir dagar. Starfs- menn í 3. launaflokki fá mánaðarsumarleyfi eftir 1 ár og hlut- fallslega fyrir styttri tíma. Ymsar aðrar kjarabætur eru í samn- ingnum. Sjálfstæðismál Islendinga . og samþykktir verkalýðsfélaganna Til viðbótar áður birtum samþykktum verkalýðsfélaga í sam- bandi við herstöðvamálið er skrifstofu sambandsins kunnugt um að eftirtalin félög hafa gert sams konar ályktanir í málinu: Mjólkurfræðingafélag Islands, Verkalýðsfélagið Afturelding, Hellissandi, Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Verkalýðsfélag Kald- rananeshrepps, Verkalýðsfélag Stykkishólms, Verkamannafélag- ið Dimon, Rangárvallasýslu, Sjómannafélag Akureyrar, Verka- kvennafélagið Eining, Akureyri. Tveir nýir samningar í Hrísey Þann 2. ágúst var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Hríseyjar og Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey. Þann 5. sama mánaðar var og undirritaður kjarasamningur milli verkalýðsfélagsins og Utgerðarmannafélags Hríseyjar. — Sam- kvæmt þessum samningum hækkaði tímakaup verkamanna í almennri vinnu úr kr. 2.15 í kr. 2.55 á klst. og kvenna úr kr. 1.52 í kr. 1.80 á klst. Veikindadagar eru nú 7 en voru áður 4%. Við síldarsöltun skal greiða Siglufjarðartaxta. Nýr samningur í Austur-Eyjafjallahreppi Þann 6. ágúst var undirritaður kaupsamningur milli Alþýðu- sambands íslands f. h. Verkalýðsfélags Austur-Eyjafjallahrepps annars vegar og Almenna byggingarfélagsins h.f. v/ héraðsskóla- byggingarinnar að Skógum, hins vegar. Samkvæmt þessum samn- ingi er tímakaup verkamanna kr. 2.65 (áður kr. 2,45). I slysa- tilfellum eru greidd daglaun í 7 virka daga. Vinnustöðvun hafði staðið yfir í rúma viku áður en samningar tókust. Nýr bílstjórasamningur á Skagaströnd Þann 7. apríl s.l. gekk í gildi samningur milli Verkalýðsfélags Skagastrandar og atvinnurekenda um kaup og kjör við akstur vörubifreiða. Samkvæmt samningnum er leigugjald vörubifreiða með vél- sturtum kr. 22.00 á klst. í dagvinnu. Eftirvinna er kr. 25.70, en nætur- og helgidagavinna kr. 30.00 á klst. Bifreiðastjórar í Verkalýðsfélagi Skagastrandar hafa forgangs- rétt til vinnu. Að öðru leyti gilda hin almennu ákvæði í gildandi kjara- samningi félagsins um kaup og kjör verkamanna. Samningur þessi gildir til 7. apríl 1947. Uppsagnarfrestur er 2 mánuðir, annars framlengist samningurinn af sjálfu sér. Nýr kauptaxti hjá Dímon Frá og með 1. ágúst s.l. gekk í gildi nýr kauptaxti hjá Verka- mannafélaginu Dímon í Rangárvallasýslu. Samkvæmt þessum taxta er grunnkaup verkamanna í dagvinnu kr. 2.65 á klst. í stað kr. 2.45 eins og gilt hafði áður. Nýr kjarasamningur í Olafsfirði Um mánaðamótin júlí og ágúst stóðu yfir samningaumleit- anir milli Verkalýðs- og sjómannafélags Olafsfjarðar og atvinnu- rekenda. Þann 27. júlí tókust samningar milli verkalýðsfélagsins og Söltunarfélags Ölafsfjarðar, 2. ágúst við bæjarstjórnina og 7. ágúst við Hraðfrystihús Ólafsfjarðar h.f. Hafði þá staðið yfir vinnustöðvun hjá hraðfrystihúsinu í þrjá daga. Samkvæmt hinum nýju samningum hefur kaup í almennri vinnu verkamanna hækkað úr kr. 2.15 í kr. 2.60 á klst., kaup kvenna úr kr. 1,52 í kr. 1,90 á klst. og unglinga úr kr. 1.52 í kr. 1.84 á klst. Skipavinna hefur hækkað úr kr. 2.44 í kr. 2.95 á klst. og ísunarvinna í skip, löndun á síld, öll kolavinna, sementsvinna og saltvinna hefur hækkað úr kr. 2.79 í kr. 3.38 á klst. Ákvæðisvinna kvenna við síldarsöltun er greidd sam- kvæmt gildandi taxta Verkakvennafélagsins Brynju í Sigluifrði. Ráði menn sig upp á mánaðarkaup skal það vera kr. 520.00 og kr. 538.00 sé um styttri tíma að ræða en þrjá mánuði. I slysatil- fellum fær verkafólk fullt kaup í 6 virka daga í stað 4% áður. Með þessum samningum hefur verkafólk í Ölafsfirði fengið mjög mikilvægar kjarabætur. Samtök þess í deilunni reyndust hin beztu. Nýtt sambandsfélag Á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 27. apríl s.l. var samþykkt að veita Verkalýðsfélagi Hafnahrepps, í Höfnum, upptöku í sambandið. Stofnendur þessa nýja verkalýðsfélags voru 28. Vinnan býður þetta nýja sambandsfélag velkomið í heildarsamtökin. Kjarasamningur í Tálknafirði Þann 2. maí var undirritaður kjarasamningur milli Verka- lýðsfélags Tálknafjarðar annars vegar og Kaupfélags Tálkna- fjarðar og Hraðfrystihúss Tálknafjarðar s. f. hins vegar. Sam- kvæmt þessum samningi er almennt tímakaup verkamanna kr. 2.30 á klst., kaup kvenna er kr. 1.85 á klst. og unglinga kr. 1.50 á klst. Ráði menn sig upp á mánaðarkaup, skal það vera minnst kr. 400.00 á mán. Eftirvinna greiðist með 25% álagi og nætur- og helgidagavinna með 75% álagi á dagvinnukaup. Kjarasamningur í Keflavík I júlímánuði var undirritaður kjarasamningur milli Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og atvinnurekenda um kaup og kjör landverkafólks. Hinn nýi samningur er mjög í samræmi við gildandi Dagsbrúnarkjör. Nýr samningur Einingar á Akureyri Þann 9. júlí var undirritaður nýr kjarasamningur á Akur-, eyri milli Verkakvennafélagsins Einingar annars vegar og Vinnu- veitendafélags Akureyrar og Kaupfélags Eyfirðinga hins vegar. Hinn nýi samningur inniheldur miklar kjarabætur fyrir verka- konur. Kaup í almennri dagvinnu hækkaði úr kr. 1.55 í kr. 1.80 á klst. (grunnkaup). Kaup í síldarvinnu og við þvotta og hreingerningar er kr. 1.96. Ákvæðisvinnutaxtar við síldarverkun eru samhljóða gildandi töxtum í Siglufirði, en þar eru þeir hæstir á landinu. Ymis ný ákvæði eru í samningnum, sem eru til hagsbóta fyrir verkakonur. Þorsteinn M. Jónsson sáttasemjari aðstoðaði aðilja við samningsgerðina. 264 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.