Vinnan - 01.05.1966, Side 71
Björgvin Jónsson
félags, og er að því vikið nánar í
afmælisritinu.
Félagsmenn eru nú um 180.
Núverandi stjórn skipa:
Björgvin Jónsson, form., Kristján
Hjartarson, Sigmar Jóhannesson,
Hrólfur Jónsson, Jóhanna Lárus-
dóttir, Þorbjörn Jónsson og Krist-
inn Jóhannsson.
Bifreiðastjórafélagið Frami
Félagið í sinni núverandi mynd
er stofnað 6. október 1934 og hét þá
Bifreiðastjórafélagið Hreyfill.
Þá var Jón Sigurðsson erindreki
Alþýðusambandsins, og boðaði
hann til stofnfundarins í Iðnó
uppi. Þar var Bjarni Bjarnason, nú
(1966) starfsmaður hjá slökkvi-
liði Reykjavikur, kjörinn formað-
ur. í stjórninni með honum voru:
Ásbjörn Guðmundsson gjaldkeri,
Sigurður Sigurðsson ritari og Gunn-
ar Gunnarsson og Páll Þorgilsson
meðstjórnendur.
En þetta var ekki fyrsta tilraun-
in til stofnunar stéttarfélags bif-
reiðastjóra i Reykjavík. Á árinu
1915 mun fyrsta tilraun hafa verið
gerð til félagsstofnunar, en undir-
tektir urðu engar.
Næsta tilraun var svo gerð 1919.
Var það Björgvin Jóhannsson, sem
gekkst fyrir henni: Félag var stofn-
að, en því varð aðeins fárra líf-
daga auðið.
Næst er þar til að taka, að Sig-
uringi Hjörleifsson boðaði til fund-
ar í húsi K.F.U.M og var þar félag
stofnað, er hét Bifreiðastjórafélag
Reykjavíkur. Siguringi var kosinn
U
inncin
69
formaður þess. Ekki tókst þó að
halda lífi í félaginu.
Enn gerist það, í janúar 1932, að
þeir Gísli Sigurbj örnsson og Eben-
ezer Fredriksen boðuðu til fundar
með bifreiðastjórum og tókst að
stofna félag, er hlaut nafnið Bif-
reiðastjórafélagið Hreyfill. — En
ekki var lífsneistinn enn til staðar.
Enn sem áður höfðu bifreiðastjór-
ar ekki nægan félagsþroska til að
bera, svo að þessi tilraun fór eins
og hinar fyrri. Félagið féll í gröf
hinna máttvana samtaka og dó.
En næsta tilraunin, sem gerð var
haustið 1934, sú sem hér er getið í
upphafi, tókst, og hefst þá saga
félagsins, en verður hér ekki rak-
ín.
En reynt hefur félagið að auka
rétt og bæta kjör stéttarinnar á
Bjarni Bjarnason
allan hátt, bæði með samningum,
félagslegum aðgerðum og með því
að koma fram réttarbótum stétt-
inni til handa á löggjafarsvið-
inu.
Árið 1943 beitti félagið sér fyrir
stofnun samvinnufélags til reksturs
bifreiðastöðvar, og varð hún þeg-
ar, og hefur jafnan síðan veríð, hin
stærsta á landinu. Þetta dótturfé-
lag hlaut nafnið Samvinnufélagið
Hreyfill.
Brátt kom í ljós, að það var ekki
allskostar heppilegt að bæði fé-
lögin væru samnefnd. Varð því að
ráði, að breyta um nafn á stéttar-
félaginu og það skírt Bifreiðastjóra-
félagið Frami. -— Nafnbreytingin
fór fram á 25 ára afmæli félags-
ins, 6. október 1959.
Fyrst starfaði félagið i einni
deild, en fljótt kom í ljós að rétt
mundi að skipta því í tvær deildir.
Sjálfseignarmannadeild og Vinnu-
þegadeild, og með síauknum vexti
félagsins og sérgreinaskiptingu fé-
lagshópanna var því svo skipt í
þrjár deildir: Sjálfseignarmanna-
deild, Strætisvagnastjóradeild og
Vinnuþegadeild. Stóð svo um hríð,
en 1954 gerðust strætisvagnstjórar
fastráðnir starfsmenn Reykjavíkur-
borgar, og gengu þá að sjálfsögðu
úr félaginu.
Félagið er að mörgu leyti frá-
brugðið öðrum félögum í samband-
inu, þar sem í því eru um 750 fé-
lagsmenn, en þar af ekki nema
rúmlega 100, sem taka laun skv.
samningum. Mikill meirihluti er
þannig „sj álfsvinnuveitendur“.
Sá maðurinn, sem langlengst hef-
ur verið formaður félagsins er
Bergsteinn Guðjónsson.
Félagssvæði Frama er Reykjavík,
Kópavogur og Seltjarnarnes.
í Alþýðusambandið gekk félagið
strax við stofnun þess.
Félagsmenn eru nú um 750.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Bergsteinn Guðjónsson, formað-
ur, Pétur Kristjónsson, Einar Stein-
dórsson, Kristján Þorgeirsson, Jó-
hann Þorgilsson og Jakob Þor-
steinsson.
Iðja, félag verksmiffjufólks
í Reykjavík
Félagið var stofnað 17. .október
árið 1934 í Hótel Heklu við Lækj-
artorg í Reykjavík.
Bergsteinn Guffjónsson