Vinnan - 01.05.1966, Síða 71

Vinnan - 01.05.1966, Síða 71
Björgvin Jónsson félags, og er að því vikið nánar í afmælisritinu. Félagsmenn eru nú um 180. Núverandi stjórn skipa: Björgvin Jónsson, form., Kristján Hjartarson, Sigmar Jóhannesson, Hrólfur Jónsson, Jóhanna Lárus- dóttir, Þorbjörn Jónsson og Krist- inn Jóhannsson. Bifreiðastjórafélagið Frami Félagið í sinni núverandi mynd er stofnað 6. október 1934 og hét þá Bifreiðastjórafélagið Hreyfill. Þá var Jón Sigurðsson erindreki Alþýðusambandsins, og boðaði hann til stofnfundarins í Iðnó uppi. Þar var Bjarni Bjarnason, nú (1966) starfsmaður hjá slökkvi- liði Reykjavikur, kjörinn formað- ur. í stjórninni með honum voru: Ásbjörn Guðmundsson gjaldkeri, Sigurður Sigurðsson ritari og Gunn- ar Gunnarsson og Páll Þorgilsson meðstjórnendur. En þetta var ekki fyrsta tilraun- in til stofnunar stéttarfélags bif- reiðastjóra i Reykjavík. Á árinu 1915 mun fyrsta tilraun hafa verið gerð til félagsstofnunar, en undir- tektir urðu engar. Næsta tilraun var svo gerð 1919. Var það Björgvin Jóhannsson, sem gekkst fyrir henni: Félag var stofn- að, en því varð aðeins fárra líf- daga auðið. Næst er þar til að taka, að Sig- uringi Hjörleifsson boðaði til fund- ar í húsi K.F.U.M og var þar félag stofnað, er hét Bifreiðastjórafélag Reykjavíkur. Siguringi var kosinn U inncin 69 formaður þess. Ekki tókst þó að halda lífi í félaginu. Enn gerist það, í janúar 1932, að þeir Gísli Sigurbj örnsson og Eben- ezer Fredriksen boðuðu til fundar með bifreiðastjórum og tókst að stofna félag, er hlaut nafnið Bif- reiðastjórafélagið Hreyfill. — En ekki var lífsneistinn enn til staðar. Enn sem áður höfðu bifreiðastjór- ar ekki nægan félagsþroska til að bera, svo að þessi tilraun fór eins og hinar fyrri. Félagið féll í gröf hinna máttvana samtaka og dó. En næsta tilraunin, sem gerð var haustið 1934, sú sem hér er getið í upphafi, tókst, og hefst þá saga félagsins, en verður hér ekki rak- ín. En reynt hefur félagið að auka rétt og bæta kjör stéttarinnar á Bjarni Bjarnason allan hátt, bæði með samningum, félagslegum aðgerðum og með því að koma fram réttarbótum stétt- inni til handa á löggjafarsvið- inu. Árið 1943 beitti félagið sér fyrir stofnun samvinnufélags til reksturs bifreiðastöðvar, og varð hún þeg- ar, og hefur jafnan síðan veríð, hin stærsta á landinu. Þetta dótturfé- lag hlaut nafnið Samvinnufélagið Hreyfill. Brátt kom í ljós, að það var ekki allskostar heppilegt að bæði fé- lögin væru samnefnd. Varð því að ráði, að breyta um nafn á stéttar- félaginu og það skírt Bifreiðastjóra- félagið Frami. -— Nafnbreytingin fór fram á 25 ára afmæli félags- ins, 6. október 1959. Fyrst starfaði félagið i einni deild, en fljótt kom í ljós að rétt mundi að skipta því í tvær deildir. Sjálfseignarmannadeild og Vinnu- þegadeild, og með síauknum vexti félagsins og sérgreinaskiptingu fé- lagshópanna var því svo skipt í þrjár deildir: Sjálfseignarmanna- deild, Strætisvagnastjóradeild og Vinnuþegadeild. Stóð svo um hríð, en 1954 gerðust strætisvagnstjórar fastráðnir starfsmenn Reykjavíkur- borgar, og gengu þá að sjálfsögðu úr félaginu. Félagið er að mörgu leyti frá- brugðið öðrum félögum í samband- inu, þar sem í því eru um 750 fé- lagsmenn, en þar af ekki nema rúmlega 100, sem taka laun skv. samningum. Mikill meirihluti er þannig „sj álfsvinnuveitendur“. Sá maðurinn, sem langlengst hef- ur verið formaður félagsins er Bergsteinn Guðjónsson. Félagssvæði Frama er Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes. í Alþýðusambandið gekk félagið strax við stofnun þess. Félagsmenn eru nú um 750. Núverandi stjórn félagsins skipa: Bergsteinn Guðjónsson, formað- ur, Pétur Kristjónsson, Einar Stein- dórsson, Kristján Þorgeirsson, Jó- hann Þorgilsson og Jakob Þor- steinsson. Iðja, félag verksmiffjufólks í Reykjavík Félagið var stofnað 17. .október árið 1934 í Hótel Heklu við Lækj- artorg í Reykjavík. Bergsteinn Guffjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.