Stefnir - 01.04.1950, Side 9
INNLEND STJÓRNMÁL
7
lítillega á þetta atriði í upphaí’i
þessa yfirlits um íslenzk stjórn-
mál líðandi stundar. Óeðlileg
flokkaskipting og sá glundroði,
sem hún hefur haft í för með sér,
hefur að vísu dulið marga Is-
lendinga þessa grundvallaratrið-
is. En kjarni málsins er sá, að
réttur skilningur á því er frum-
skilyrði þess að okkur auðnist að
skapa heilbrigt stjórnarfar í
þessu landi.
Hér á íslandi
Fjórar ríkis- hafa s. 1. fjögur ár
stjómir á setið fjórar ríkis-
fjórum árum. stjórnir að völd-
um. Þetta tímabil
hefur því verið tími mikilla um-
skipta og óróa í íslenzkum stjórn-
málum.
Þrjár þessara ríkisstjórna hafa
verið samstjórnir flokka með
mjög andstæð viðhorf til þjóð-
mála. Óhjákvæmileg afleiðing
þess er sú, að stefna þeirra hefur
ekki verið fast mótuð. Hún hefur
þvert á móti borið fyrst og fremst
svip viðleitninnar til þess að sam-
hæfa hin ólíku sjónarmið. Enda
þótt þetta samstarf hafi verið
þjóðarnauðsvn og margt gott hafi
af því leitt er ekki hins að dylj-
ast að það hefur slæft stefnumið
stjórnmálamannanna og þjóðar-
innar í heild. í kjölfar þess hefur
einnig siglt margskonar pólitísk
spilling og ábyrgðarleysi. í raun
réttri hafa kjósendur ekki getað
dregið neinn einstakan flokk til
ábyrgðar fyrir það, sem illa hef-
ur farið í stjórn mála þeirra.
Pólitískt stefnuleysi samstjóm-
anna í innanlandsstjórnmálunum
og samábyrgð þeirra á stjórnar-
framkvæmdum hefur reynst end-
ingargott skálkaskjól, sem einnig
hefur átt drjúgan þátt í að rugla
dómgreind almennings og deyfa
skilnings hans á réttu og röngu,
mönnum og málefnum.
Þetta verðum við að játa og
viðurkenna. Ella er hætt við því
að sjórnmál okkar komist á lajgra
stig en sæmir þjóð, sem trúir á
gildi lýðræðis og þingræðis. Við
verðum einnig að gera okkur
ljóst að stjórnmálavelsæmi okk-
ui er nokkur hætta búin af fá-
menni þjó‘,’ar okkar. I landi kunn-
ingsskaparins, þar sem allir
þek.kja alla, er oft erfitt að líta
liiutlægt á viðfangsefni dægur-
: 'iórnmálanna og komast klakk-
laust framhjá skerjum persónu-
'írgra einkahagsmuna. En írum-
skilvrði heiðarlegiar stjórnmála-
baráttu er fyrst og fremst það, að
skipa hagsmunum heildarinnar
sætis á hinum innsta bekk,
þjóna þeim og efla þá. Á þeim
skilningi verða bæði stjórnmála-
inennirnir og kjósendur þeirra að