Stefnir - 01.04.1950, Síða 27
erlent stjórnmálayfirlit
25
kommunistar haldið uppi áflog-
um í þjóðþingunum, rétt eins og
skólastrákar á leikvelli, nema
hvað hugarfar kommúnistanna
er gerspillt og þeir eru ekki bara
að leika sér. Skemmdarverk hafa
verið unnin og reynt að koma af
stað allsherjarverkföllum í pólit-
iskum tilgangi, en með misjöfn-
um árangri.
Þrátt fyrir skemmdartilraunir
kommúnista má segja, þegar á
heildina er litið, að efnahags-
ástand Vestur-Evrópuríkjanna
hafi styrkzt að mun. 1 því á
Marshallhjálj lin mikinn þátt, þótt
hún sé vilaskuld ekki einhlít eða
teskileg til lengdar.
Þungamiðja kalda stríðsins
Ilyzt til Asíu.
Samtök Vestur-Evrópurikjanna
í Marshallhjálpinni og síðar í
Atlantshafssáttmálanum hafa í
bili í það minnsta stöðvað út-
þennslu kommúnista í vesturveg.
Enda hefur þungamiðja kalda
stríðsins flutzt til Asíu. Leggja
nú kommúnistar, og þar með
Sovét-Rússland, mikla áherzlu á
að efla áhrif sín þar.
Uppreisnarherir kommúnista í
Kína hafa nú meginhluta lands-
ins á sínu valdi. I öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna er nú uppi
deila um það, hvort kommúnist-
ar eða þjóðernissinnar skuli hafa
þar fulltrúa. Torveldar deilan
mjög störf Sameinuðu þjóðanna
um þessar mundir. Auk Rússa og
lcjrpríkja þeirra hafa ýmsar Vest-
ur-Evrópu þjóðir viðurkennt
stjórn kommúnista þar, t. d. Bret-
ar.
Um þessa viðurkenningu Breta
segja kommúnistar, að hún sé
sjrrottin af þeim hagsmunum sem
brezkir kapitalistar hafi í Kína.
Kapitalistarnir ráði hér sem í
öðru, en með þessu viðurkenna
komrnúnistar þó það, að kapital-
istarnir leggja ekki allt í sölurn-
ar til þess að viðhalda hinu kapit-
aliska kerfi, eins og kommúnistar
hafa alltaf áður haldið fram.
Er missœtti líklegt milli
Moskva og Peiping?
ANNARS er það um kínverska
kommúnista að segja, að margir
álíta t. d. áhrifamenn í Banda-
ríkjunum, að þeir séu ekki eins
bundnir Moskva og flokksbræð-
ur þeirra í flestum öðrum lönd-
um. Megi gjarna fara svo að
þjóðernisneisti Títós felist einnig
í þeim og eigi eftir að kveikja það
bál milli Kreml og Peiping, að