Stefnir - 01.04.1950, Page 28
26
STEFNIR
MótframbjóSaiidi Churchills óskar honum til hamingju me8 sigurinn.
óyfirstíganlegt sé. Þessi skoðun
er t. d. studd með því, að for-
ingi kínverskra kommúnista, Mao
Tse-tung, hafi um tíma verið í
ónáð hjá Kremlbúum fvrir þjóð-
ernislegar tilhneigingar. Enn-
fremur vekur það eftirtekt, að
samningar Rússa og kínverskra
kommúnista tóku margar vikur í
stað nokkurra daga eins og búizt
hafði verið við.
Annars er það fremur ólíklegt,
að upp úr slitni með kínverskum
kommúnistum og Sovét-Rússlandi
í bráðina, þar sem Kína, flakandi
í sárum eftir borgarastyrjöldina,
þarfnast utanaðkomandi aðstoðar,
og í ekkert annað hús er að venda
en einmitt Kreml.
Bandaríkin og Kína.
ENDA er það svo, að umtalið
um miigulegt missætti er frekar
borið fram til afsökunar banda-
rískum ráðamönnum, sem orðið
hafa fyrir aðkasti vegna stefnu
sinnar í Kína. En eins og kunn-
ugt er, lét Roosevelt Manchuriu
af hendi við Rússa á Yaltaráð-
stefnunni, án þess að spyrja t. d.
Chaing Kai Shek að því, og síðar
hafa Bandaríkjamenn gert ítrek-