Stefnir - 01.04.1950, Síða 31
ERLENT STJÓRNMÁLAYFIRLIT
29
lýðræðisþjóðirnar falla í sömu
gryfju og þá og standa uppi varn-
arlausar meðan einræðisherrann
ógnar, grár fyrir járnum.
Njósnamálin.
I SAMBANDI við hinar ægilegu
sprengjur, sem mögulegt er nú
að framleiða, hefur njósnamál
brezka atómvísindamannsins Dr.
Fuchs vakið mikla athygli. Er
talið, að hann hafi með upplýs-
ingum sínum til Rússa flýtt fyrir
þeim í gerð slíkra sprengja, að
minnsta kosti um eitt ár.
Það er þó ekki það ískyggileg-
asta, heldur hitt að kommúnism-
inn skuli vera sá sjúkdómur, sem
dregur, að því er virðist, áferða-
góða drengi til slíkra óhæfu-
verka.
Lík mál og njósnamál Dr.
Fuchs kom fyrir í Bandaríkjun-
um, þar sem upprennandi em-
bættismaöur Alger Hiss að nafni,
var talinn sekur um njósnir. Hiss
var kominn hátt í metorðastigan-
um og átti að því er virtist beina
og breiöa braut framundan. aukn-
ar mannvirðingar og meiri mögu-
leika til að verða öðrum að liði.
Allt þetta er einskis metið, að
því er hezt fæst séð, og fööur-
landið svikið í tryggðum.
Kommúnistar hafa þannig
sjálfir kallað yfir sig þá tor-
tryggni, sem þeir hljóta hvarvetna
að mæta. Þeir, fremur en allir
aðrir, eiga sök á því, að nú á
tímum er ekki eingöngu um tor-
tryggni milli þjóða að ræða held-
ur einnig milli einstaklinga inn-
an sömu þjóöarheildar, í langt-
um stærri stíl en áður hefur
þekkzt.
Lýðrœðisríkin verða að vera
viðbúin.
TIL ÞESS að friður og hamingja
ríki í þessum heimi, er nauðsyn-
legt að hreinsa andrúmsloftið.
Sú hreinsun fer ekki fram eins og
„hreinsanir“ fyrir austan járn-
tjaldið, ef lýðræðisríkin fá að
ráða, heldur friðsamlega, með
vopnum lýðræðisins, rökum og
staðreyndum.
Ef og þegar kommúnistar beita
hins vegar að fyrra bragði of-
beldi eins og einræðissinnum er
svo eiginlegt, þá þurfa lýðræðis-
ríkin að vera viðbúin, svo að ekki
sé komið að þeim sofandi á verð-
inum um helgustu verÖmæti þessa
heims.