Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 32
MAGNÚS JÓNSSON, lögfr.:
Hvað er sannleikur?
ALLT FRÁ upphafi
vega hefur leitin að
þekkingu og sann-
leika verið undir-
staða allrar fram-
þróunar mannsand-
ans. Hinir fornu,
grísku heimspeking-
ar, Sókrates og Plató,
lögðu áherzlu á það,
að þekking væri
sama og dyggð, og
böl tímanna stafaði af skorti á
borgaralegum dyggðum, sem or-
sakaðist af vanþekkinug.
En þótt þekkingar- og sann-
leiksleit mannanna á liðnum tím-
um hafi opnað fyrir þeim marga
leyndardóma, þá hefur virðingin
fyrir þessum dyggðum ekki vaxið
að sama skapi. Og sú breyting
befur jafnvel á orðið til hins
verra frá dögum Sókratesar og
Platos, að böl tímanna stafar ekki
af vanþekkingu, heldur af virð-
ingarleysi fyrir þekkingunni og
sannleikanum.
Það er ekki ætlun
mín að vera hér með
heimspekilegar hug-
leiðingar um þekk-
ingu og sannleika eða
fræðilegar skilgrein-
ingar á þessum hug-
tökum, enda skortir
mig lærdóm til þess.
Hins vegar finnst
mér sú fyrirlitning
fyrir sannleika og
réttsýni, sem svo sorglega mik-
ið gætir á vettvangi stjórnmál-
anna, gefa ríkt tilefni til þess
að vekja athygli ungs fólks,
sem er að kynna sér þjóðmála-
starfsemina, á hinni miklu nauð-
syn þess að leita hins sanna og
rétta í hverju máli. Eg mun því
aðeins halda mér við stjórnmála-
starfsemina í þessari stuttu grein.
Með vaxandi tækni í útbreiðslu
hins skrifaða og talaða orðs, hef-
ur stjórnmálaáróðurinn magnazt.
En um leið hefur vaxið vandinn
fyrir hvern einstakling að greina
Mngnús Jónsson.