Stefnir - 01.04.1950, Síða 39
fögur er hlíðin
37
stéttir þjóðfélagsins eru svo þroskaðar og mannaðar, að þær meti
landbúnaðinn að verðleikum og beri hlut hans í engu fyrir borð,
en láti bændur njóta fullrar virðingar og hlutgengis í hvívetna.
Þessu er þó valt að treysta og er það því að vonum að horft sé
til þess með nokkrum kvíða ef flokkur bænda dregst saman að tölu
til eða á annan hátt frekar en orðið er. Þess er fremur að óska að
straumhvörf legðust brátt til hins gagnstæða.
Fjárhagslega getur hlutur bændanna verið góður, þótt þeir séu eigi
fjölmennari en svo, að viðfangsefni þeirra sé eingöngu að framleiða
fyrir innlendan markað, ef vel er að atvinnunni búið. Fjárhagslega og
þjóðhagslega getur hlutur bændanna jafnvel verið betri með þessu móti
heldur en hann yrði, ef bændur yrðu fjölmennari og ættu eigi annars
úrkosta en að flytja út verulegan hluta af framleiðslu sinni. Ilverju
fer fram um þetta, er því háð, hver og hvernig framleiðslan er, fram-
leiðslukostnaði og mörkuðum. En það er fleira en fjárhagur sem
kemur til greina.
En nú er svo langt komið, að framleiðsla búsafurða er ónóg til
þjóðarþarfa. Er því einsætt að bændastétt er orðin of fámenn, og að
nokkru aflvana, að framleiðslugetu. Það er því full ástæða til að at-
huga hvar vér nú erum staddir með landbúskapinn. Hvort það sé
þjóðinni meinalaust og jafnvel fyrir beztu að fara að flytja inn bús-
afurðir af því tagi, sem áður hafa verið framleiddar innanlands, eða
hvort hér sé átaka þörf til þess að halda jafnvægi, spara innflutning
°g búa að sínu á þessu sviði.
Viðfangsefni þeirra, sem um þessar mundir sitja bújarðir á landi
hér, er eins og nú er komið málum ekki að fást við framleiðslu með
erfiðan og vafasaman útflutning fyrir augum, þótt rök megi að því
leiða að vegur landbúnaðarins eigi að verða það mikill, er lengra
líður, að hann valdi þeim vanda að framleiða vörur til útflutnings svo
að verulegu nemi. Má jafnvel sanna, að án slíks þroska þessa atvinnu-
vegar megi bændastéttin vart til lengdar halda til jafns við aðrar
stéttir þjóðfélagsins.
En í bili þarf sem sagt ekki svo langt að hyggja, það er næst
sem næst er, framleiðsla búsafurða til að fullnægja innlendum mark-
aði, að hér megi dafna sá búskapur í sveitum landsins, að eigi þurfi
að flytja inn þær búsafurðir er með eðlilegum hætti má framleiða