Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 45
FÖGUR ER HLÍÐIN
43
sauðfjárrækt, að hún kjötfæði þjóðina. En þó mun nokkurs við þurfa.
-Stóðhrossahald og útigangur með það fyrir augum að slátra folöld-
unum á haustin er heldur dapurleg búmennska og samrýmist illa
vonum vorum um góðan veg búskapar og búnaðarmenningar. Sá
búskapur hænir vart unga menn og meyjar að landnámi og viðreisn-
arstörfum í sveitum sínum.
Enn mun verða um undanhald að ræða í sauðfjárræktinni í sumum
sveitum landsins, eðlilegt undanhald, þar sem mjólkurframleiðslan
á fyrir sér að dafna bezt og verða nær einráð.
Þannig mun fleira valda, að það verður nokkurt höggfrelsi og ol-
bogarými í suðfjárræktinni á næstunni að framleiða kjöt til innan-
landsþarfa, og með því lagi, sem er að komast á ullariðnaðinn, þarf
vart að kvíða því, að sú sauðfjárafurð reynist eigi útgengileg.
En þetta er ekki nóg, þarf ekki að vera nóg og á ekki að vera nægi-
legt. Land vort er þeim kostum búið til sauðfjárræktar, að vér megum
ætla oss stærri hlut. Og hér er bezt að horfa hátt í upphafi, þegar
lagt er á brattann til framsóknar. Vi'ö aukna og bœtta sau&fjárrœkt á
að mi'öa vi'ð útflutning kindakjöts svo að um muni í þjóöarbúskapn-
um. Þetta er hin eina búnaðarframleiðsla sem líkleg er til þess að
vera samkeppnisfær á þeim markuðum, sem vér eigum beztan að-
gang að.
Um skeið höfum vér af eðlilegum ástæðum einblínt mjög á
aukna mjólkurframleiðslu. Jafnframt því að sækja þar fast að marki
sjálfsbjargar, er tími til kominn að marka sér brautina til stórauk-
innar sauðfjárræktar í þeim sveitum og landshlutum, sem bezt hent-
ar að stunda þann búskap; búa hjarðbúum við mikinn hlut.
Það er nokkuð rótgróið að hugsa og tala um rœktunarbúskap
fyrst og fremst í sambandi við nautgriparækt og mjólkurframleiðslu.
Sauðfjárrækt er í hugum allt of margra mýld og bundin við útheys-
skap og reiting, fleytingsbúskap, mikla yfirferð og erfiði, mest án
véla og úrræða til vinnuléttis. Þetta er freklegur misskilningur.
Ræktun og rœktunarbúskapur er á engan hátt glœsilegri og á hvergi
meiri rétt á sér en í sauðf jáirrœktarsveilunum góðu. Fullkomin ræktun
og góð og ríkmannleg hjarðbú á svo fullvel samleið, að eigi verður
á beíra kosið.
Bæði inn til dala og á útskögum er margreynt og sannað, að eru