Stefnir - 01.04.1950, Side 50
48
STEFNIR
skjóli fjölbreyttari framleiðslu
hefur hagur jjjóðarinnar síðan
batnað og Grettistökum verið lyft
á fjölmörgum sviðum til fram-
fara og umbóta.
Segja má að þessi þróun hafi
að verulegu leyti verið eðlileg.
fslendingar hlutu að leggja kapp
á það að hagnýta hin auðugu
fiskimið sín og að gera atvinulíf
sitt um leið fjölbreyttara. En með
því er ekki sagt að hin öra fólks-
fjölgun í þorpum og kaupstöðum
síðustu árin sé æskileg og heppi-
leg frá þjóðhagslegu sjónarmiði.
Islendingar geta ekki lagt land-
búnað sinn í örtröð nema að bíða
við það mikið tjón, andlegt og
efnalegt. fslenzk menning er að
uppruna sveitamenning. Hinar
strjálu byggðir hafa alið hana
og viðhaldið henni gegnum kröm
og kvöl hungurs og harðréttis, ó-
sjálfstæðis og kúgunar. Breyttir
atvinnuhættir fá ekki breytt
þeirri staðreynd, sem allar þjóðir
viðurkenna, að þróttmikill land-
búnaður og gróskuríkt sveitalíf
er hyrningarsteinn þeirrar menn-
ingarnýsköpunar, sem nauðsyn-
leg er andlegu lífi þjóðanna. Yið
þetta bætist svo það, sem einnig
er þýðingarmikið, að fslendingar
geta ekki verið án þeirra afurða,
sem landbúnaðurinn framleiðir.
Byggðin við sjávarsíðuna þarfn-
ast þeirra og við stöndum nú
frammi fyrir þeirri staðreynd að
landbúnaður okkar fullnægir
hvergi nærri þörfum hennar. Hér
er stórfelldur skortur á mjólk,
smjöri, garðávöxtum og fleiri
landafurðum. Minnstu munar
einnig að hér taki senn að skorta
kjötmeti.
Það er þess vegna ekki að ó-
fyrirsynju að rætt er um leiðir til
þess að treysta framtíð landbún-
aðarins og koma í veg fyrir að
sveitirnar tæmist.
Ég ætla að þessu sinni aðeins
að drepa lauslega á eitt atriði,
sem ég og margir fleiri telja að
miklu máli skipti í þessu sam-
bandi.
Aðstaðan til félagslegs sam-
starfs.
EIN AF meginorsökum þess að
ungt fólk hefur flúið íslenzkar
sveitir á undanförnum árum, er
þrá þess eftir fjölbreyttara fé-
lags- og skemmtanalífi en þær
hafa getað boðið upp á. Æskan
veit að í kaupstöðunum og þá
fyrst og fremst í Reykjavík, er
gnægð skemmtana og völ á fjöl-
þættu félagslífi. Þar eru myndar-
leg samkomuhús, þar sem fólk
kemur saman til margs konar