Stefnir - 01.04.1950, Page 55
ÍSLENZkiR KAUI’STAÐIR
53
Hér sést yfir hluta aj Ólafsfjarðarkaupstáh. Því miSur náSist ekki. nema í
uamln mynti. en hún sýnir þó allvel bæjarstæSiS og umhverfif).
°g er þar heldur brimasamt í norðan og norðaustan átt. Hafa Olafs-
firðingar hvað eftir annað orðið að sjá báta sína brotna í spón í
fjörunni eða fyllast og sökkva frammi á bátalegunni.
Til dæmis blasti við Ólafsfirðingum dapurleg sjón, er þeir litu út á
hvítasunnudagsmorguninn 1935. Kvöldið áður hafði verið gott veð-
ur, og var þá mest öllum bátaflotanum lagt frammi á leguna, en
"m morguninn hvessti skyndilega, og á fáum augnablikum gerði
stórbrim. Þenna helgidagsmorgun máttu Ólafsfirðingar horfa á það
aðgerðalausir, er hver báturinn af öðrum ýmist sökk eða mölbrotn-
aði í fjörunni, við fætur þeirra. Er leið fram á daginn, og veðrinu
slotaði, voru aðeins eftir þrír trillubátar og einn stór vélbátur á leg-
unni, hinir allir höfðu orðið briminu að bráð.
En Ólafsfirðingar létu ekki bugast við þetta áfall, fremur en önn-
ur svipuð, er yfir þá höfðu dunið, heldur fengu sér nýja báta, betri
og stærri, og hófu útgerð að nýju. —
Nú er þar bæði rafveita og hitaveita, sem reynast ágætlega, eink-
um þó hitaveitan, því að nægilegt heitt vatn er til.