Stefnir - 01.04.1950, Page 58
56
STEFNlIi
Loftmynd af Keflavík. Ekki sést nema hluti bœjarins á myndinni
hafnarinnar við Vatnsnes, enda
þótt sú framkvæmd fylgdist ekki
með hinni öru stækkun flotans.
Nú hefur ríkið keypt þessi hafn-
armannvirki, sem voru orðin
nokkuð sæmileg, en þó langtum
of lítil, og hefur verið ákveðið
að gera Iandshöfn í Keflavík og
Njarðvíkum, en þeim fram-
kvæmdum liefur miðað mjög
hægt áfram og margt mátt þar
betur fara. Verði nú ekki hafnar
rösklegar framkvæmdir, þá horf-
ir til stöðvunar í vexti fiskiflot-
ans og annarra vandræða, sem
þar af leiða, bæði fyrir Keflvík-
inga og þjóðina í heild. Nýting
aflans í landi er nú orðin mjög
sæmileg. 7 vel búin og afkasta-
mikil frystihús eru starfandi við
vinnslu fiskjarins og beitufryst-
ingu og geymslu, þá er hér lifr-
arbræðsla, fiskimjöls- og síldar-
verksmiðja, sem sjá um sinn
hluta af hagnýtingu aflans. Olíu-
samlag hafa útgerðarmenn með
sér og hefur það gefizt mjög vel
og orðið til mikilla þæginda
fyrir alla.
Landbúnaður í Keflavík er
mjög lítill, svo að vansi er að.
því að landrými er mikið í kring-
um bæinn og áburður nægur.
Markaður fyrir Iandbúnaðarvör-