Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 67

Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 67
frjáls verzlun IV. ÞEIR SEM ÁFELLAST verzlun- arástand það, sem hér ríkir nú, geta að minnsta kosti ekki sakað frjálsa verzlun um það, hvern- ig komið er, vegna þess að stefna hennar hefur ekki verið ráðandi hér á landi að undanförnu. Hér hafa ríkisafskiptin, höftin og á- ætlanirnar skipað öndvegi, og þeir ágallar, sem óljúfastir eru almenningi, eru einmitt skilgetin afkvæmi þeirra. Vilji menn ráða bót á verzlunarástandinu, verður það því ekki gert með því að troða áfram sömu slóð og auka höft og ríkisafskipti af verzlun- mni, eins og virðist vera almenn skoðun Framsóknarmanna og sumra Alþýðuflokksmanna. Þvert a móti verður að yfirgefa farinn veg og leggja inn á nýjar leiðir. Viðskiptahömlur eru, eins og áður hefur verið sýnt fram á, mjög óæskilegar fyrir allan þorra fólks, þótt hinu sé ekki að neita, að skyndilegar efnahagsbreyting- ar eða jafnvægisskerðing í við- skiptum milli landa geti neytt til þvílíkra aðgerða um stundarsak- ir, meðan verið er að finna nýj- an jafnvægisgrundvöll. Hitt er hagsmunum alþjóðar algerlega fjandsamlegt, að höftin séu gerð að varanlegu ástandi eða bókstaf- lega innlimuð í hagkerfi þjóðar- 65 innar til frambúðar, eins og gert hefur verið hér á landi, og þann- ig hindruð myndun nýs jafnvæg- is, og tildrað upp gervibúskap, þar sem verðmyndunarlögmálið er sett úr skorðum og fram- leiðsla, dreifing og tekjuskipting þegnanna að mestu keyrð undir alveldi ríkisins. Með nýjum höftum, skipulagn- ingu, nefndum og áætlunum er engrar lausnar á vandamálunum að vænta, því að vandamálið heldur áfram að vera vandamál, þótt skipt sé um nafn á því, og vitleysan að vera vitleysa, enda þótt hún sé „skipulögð“. Áður en gerð er grein fyrir möguleikum frjálsrar verzlunar til úrlausnar er nauðsynlegt að fara fáeinum orðum um orsakir viðskiptahaftanna. Ef sleppt er þeirri hlutdeild, sem sumir stjórn- málaflokkar og hagsmunasamtök hafa átt í þessu sköpunarverki vegna sjúklegrar óbeitar sinnar á athafnafrelsi einstaklinga og oftrúar á ríkisafskiptum, þá má aðallega rekja efnahagslegar or- sakir haftakerfisins í tvær áttir. í fyrsta lagi til þess jafnvægis- skorts, sem er í íslenzku atvinnu- lífi og lýsir sér m. a. í meiri kaupmætti íslenzku krónunnar ut- an lands en innan og þrýstir þannig á meiri innflutning en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.