Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 67
frjáls verzlun
IV.
ÞEIR SEM ÁFELLAST verzlun-
arástand það, sem hér ríkir nú,
geta að minnsta kosti ekki sakað
frjálsa verzlun um það, hvern-
ig komið er, vegna þess að stefna
hennar hefur ekki verið ráðandi
hér á landi að undanförnu. Hér
hafa ríkisafskiptin, höftin og á-
ætlanirnar skipað öndvegi, og
þeir ágallar, sem óljúfastir eru
almenningi, eru einmitt skilgetin
afkvæmi þeirra. Vilji menn ráða
bót á verzlunarástandinu, verður
það því ekki gert með því að
troða áfram sömu slóð og auka
höft og ríkisafskipti af verzlun-
mni, eins og virðist vera almenn
skoðun Framsóknarmanna og
sumra Alþýðuflokksmanna. Þvert
a móti verður að yfirgefa farinn
veg og leggja inn á nýjar leiðir.
Viðskiptahömlur eru, eins og
áður hefur verið sýnt fram á,
mjög óæskilegar fyrir allan þorra
fólks, þótt hinu sé ekki að neita,
að skyndilegar efnahagsbreyting-
ar eða jafnvægisskerðing í við-
skiptum milli landa geti neytt til
þvílíkra aðgerða um stundarsak-
ir, meðan verið er að finna nýj-
an jafnvægisgrundvöll. Hitt er
hagsmunum alþjóðar algerlega
fjandsamlegt, að höftin séu gerð
að varanlegu ástandi eða bókstaf-
lega innlimuð í hagkerfi þjóðar-
65
innar til frambúðar, eins og gert
hefur verið hér á landi, og þann-
ig hindruð myndun nýs jafnvæg-
is, og tildrað upp gervibúskap,
þar sem verðmyndunarlögmálið
er sett úr skorðum og fram-
leiðsla, dreifing og tekjuskipting
þegnanna að mestu keyrð undir
alveldi ríkisins.
Með nýjum höftum, skipulagn-
ingu, nefndum og áætlunum er
engrar lausnar á vandamálunum
að vænta, því að vandamálið
heldur áfram að vera vandamál,
þótt skipt sé um nafn á því, og
vitleysan að vera vitleysa, enda
þótt hún sé „skipulögð“.
Áður en gerð er grein fyrir
möguleikum frjálsrar verzlunar
til úrlausnar er nauðsynlegt að
fara fáeinum orðum um orsakir
viðskiptahaftanna. Ef sleppt er
þeirri hlutdeild, sem sumir stjórn-
málaflokkar og hagsmunasamtök
hafa átt í þessu sköpunarverki
vegna sjúklegrar óbeitar sinnar
á athafnafrelsi einstaklinga og
oftrúar á ríkisafskiptum, þá má
aðallega rekja efnahagslegar or-
sakir haftakerfisins í tvær áttir.
í fyrsta lagi til þess jafnvægis-
skorts, sem er í íslenzku atvinnu-
lífi og lýsir sér m. a. í meiri
kaupmætti íslenzku krónunnar ut-
an lands en innan og þrýstir
þannig á meiri innflutning en