Stefnir - 01.04.1950, Page 69

Stefnir - 01.04.1950, Page 69
frjáls verzlun 67 ar a. m. k. fyrst um sinn, til þess að matvælaframleiðslan í land- inu dragist ekki saman og byggð- in í dreifbýlinu leggist ekki nið- ur. Sömuleiðis gæti ýmislegt mælt með því, að þær iðngreinar, sem mikið fé hefur verið bundið í og mikla atvinnu veita, nytu áfram einhverrar tollverndar. Innanlandsverzlunin verður af sjálfu sér að mestu frjáls, þegar jafnvægi hefur skapazt í atvinnu- lífinu og utanríkisverzlunin verið gefin frjáls, því að þar með ættu „svartur markaður“, okur, per- sonulegar ívilnanir og undir- borðsverzlun að hverfa úr sög- unni. Fyrir því mun heilbrigð samkeppni sjá. Væri þá sjálfsagt að afnema vöruskömmtun og verðlagseftirlit, sem hvorttveggja hefur senftilega, jafnvel á tímum haftanna, verið tvíeggjaðar ráð- stafanir. Jafnframt þessum að- gerðum þyrfti að skapa réltlæti í skattamálunum með því að af- nema skattfrelsi kaupfélaganna, þannig að einstaklingsverzlun og íélaga stæðu framvegis jafnt að vigi í samkeppninni. Sumir halda því fram, að af frjálsri verzlun myndi leiða fé- lagslegt ranglæti fremur en und- ir haftastjórn. Slíkt eru staðlaus- ir stafir. Að vísu mundi kaup- geta þegnanna vera mismunandi undir þessu verzlunarkerfi, eins og raunar á sér stað, hvert svo sem hagkerfið er. Hins vegar eru möguleikar til tekjujöfnunar eft- ir öðrum leiðum, t. d. skatta- og fjármálapólitík ríkisins, sízt minni, þótt verzlunin sé frjáls, og hitt væri aftur tryggt, að nú fengju menn vörur fyrir tekjur sínar, án tillits til annarrar að- stöðu, en á því hefur verið mikill brestur undir ríkjandi haftakerfi. I raun og veru má Segja, að frjáls verzlun sé eina lýðræðis- lega og félagslega (sósíala) verzlunarkerfið, því að þar eru völdin lögð í hendur þegnanna, en ekki ríkisins, embættismanna eða einokunar. Það verða þá ekki stofnanir eða stjórnir, sem ákveða í hvaða hlutföllum flytja eigi inn framleiðsluvörur eða neyzluvör- ar. Það verða þegnarnir sjálfir, sem ráða því. Innflvtjendurnir, kaupmenn eða kaupfélög, verða þjónar fólksins, sem revna að hafa á boðstólum þær vörur, sem óskað er. Neytendurnir kaupa vörurnar, þar sem þeir fá þær beztar og ódýrastar, og knýja þá, sem vörurnar selja, til sam- keppni. Þannig verður neytand- inn húsbóndi á sínu heimili og þarf ekki að haga neyzlu sinni og lífsvenjum eftir kennisetning- um eða kenjum einhverra em-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.