Stefnir - 01.04.1950, Side 75

Stefnir - 01.04.1950, Side 75
næturgistinc 73 Það var fótatak niðri. Litla ljósgiætan gegnum handriðið hvarf. Hún hvarf svo hljóðlega, að það var eins og merki úr fjarska. Hann fann hana nálgast. Öxl hennar straukst létt við öxl hans. Síðan hélt hann á eftir henni inn í myrkrið, og heili hans var bæði hugsunarlaus og sjónlaus. Það, sem kom honum til að fylgja henni, var aðeins fóta- tak hennar — eins og óhagganleg afleiðing náttúrulögmáls. Hurð féll að stöfum að baki þeirra beggja. Hann heyrði henni læst. Svefninn bar hann mjúklega að döguninni. sem með ljósi sínu rótaði til í ringluðum tilfinningum hans. Hann snéri höfðinu og opn- aði þá fyrst augun, sem beindust að andliti hennar. Stúlkan svaf. Hár hennar var á ringulreið um rólegt sofandi andlit hennar. Lokuð augu hennar skulfu lítið eitt. Hönd lá opin á ábreiðunni. Hann stóð á fæt- ur og gekk út, ennþá hugsunarlaus. Þegar hann kom niður að sjónum, fór hann aftur úr fötunum og synti. Þótt kynlegt væri, var vatnið eins og kveðja við hold hans: Hafið virtist taka á móti honum, örsmáum, en samt jafningja þess. Um klukkan níu var sólin komin upp fyrir furutrén, sem skildu landið frá Kyrrahafinu. Hann taldi nú öruggt að snúa aftur til gistihússins. Hann hafði samið hina litlu hernaðaráætlun sína. Hann hafði að síðustu knúið hugsunina fram. Og með hugsuninni, þegar hann komst úr hinu fullkomna dáleiðsluástandi, þar sem verknað- ur og hvöt höfðu verið í svo undraverðu samræmi, kom skjálfti af sjálfsánægju —- sjálfshrós yfir eigin karlmennsku. Hann gekk inn í forsal gistihússins, ennþá rjóður eftir sjóferðina. Þar var leiðinleg breyting frá kvöldinu áður: Karlar og konur stóðu þar í hópum eins og klunnalegar skrípamyndir eftir afvegaleiddan höfund, sem var að hæða sína eigin fegurð. Bak við fornfálegt skrifborðið húkti feit og rjóð kona, gistihúss- eigandinn. „Góðan daginn,“ sagði hann brosandi við hana. Hún starði á þessa veru, eiris og nærvera hennar væri óhugsandi. Og í sannleika sagt var það svo fyrir hennar augum, þar sem koma hans var ekki í sambandi við neina lest eða vagn. Barmur hennar, sem var eins og klettastallur undir kjólnum, bærðist ekki þegar hún hneigði höfuðið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.