Stefnir - 01.04.1950, Side 79
hugleiðingar um heimsendi
77
tortímingu mannkynsins á jörð-
inni, en ef til vill gætu þó lifað
frumstæðar lífverur, sem kynnu
gegnum nýja þróun að nálgast
það að verða að eins konar mann-
legum verum.
Jörðin steypist ekki.
ÞAÐ ÞARF EICICI að hafa á-
hyggjur út af ,.steypingar“-kenn-
ingunni, því að þungi heim-
skautaíssins, jafnvel þótt hann sé
vaxandi, sem er ekki víst, er smá-
vægilegur, samanborið við þunga
alls hnattarins.
Það væri eins hægt að halda
því fram, að fótknöttur mundi
velta, ef fluga settist á hann.
Það eru miklar líkur til þess,
að einhvern tíma muni ísöld aft-
ur ganga yfir heiminn, en sá tími
er sennilega í margra milljóna
ára fjarlægð.
Vér vitum ekki orsakir hinna
fyrri ísalda, en sennilegast er,
að vér séum enn í „skugga“ síð-
asta tímabilsins, og að það muni
verða rniklu heitara áður en aft-
ur tekur að kólna.
Maðurinn í þekkjanlegri mynd
er aðeins fárra þúsund ára gam-
all. Þegar vér íhugum þær stór-
kostlegu breytingar, sem orðið
hafa á þessu tímabili — þótt það
sé örstutt samanborið við aldur
jarðarinnar — er það ekki óskyn-
samleg hugsun, að þegar næsta
:söld ógnar eftir nokkrar rniljj-
ónir ára, muni maðurinn hafa
tæki til þess að berjast gegn
henni — ef til vill kjarnorkuhíta
— og muni lifa hana af.
Endalok sólarinnar.
Á FYRSTU TÍMUM vísindalegr-
ar stjörnufræði, var það næstum
talið fullvíst, að kulnun sólar-
innar mundi valda heimsendi.
'Iægt og hægt mundi minnka hit-
inn, sem næði til jarðarinnar. ís-
breiðurnar mundu teygja sig ú':
frá heimskautunum. Mennirnir
mundu flytja að miðbaug, en að
lokum mundu þeir hljóta hörmu-
legan dauðdaga og frjósa á heim-
ilum sínum.
Þetta var geigvænleg mynd og
aðeins hægt að hugsa um hana
vegna þess, að hinir svartsýnustu
útreikningar töldu tortíminguna
í milljóna ára fjarlægð!
Þá kom uppgötvun rafgeisla-
verkunarinnar og nýr skilningur
á eðli efnisins. Það var eklci víst,
að sólin væri „deyjandi stjarna“
og að hiti hennar færi stöðugt
minnkandi, af því að hún eyddi
honum sjálf.
Heimsendir vegna kulnunar
sólarinnar var nú talinn enn