Stefnir - 01.06.1955, Side 7
Vorar rætur í lifandi
Helgað móður minni Maríu Jónsdóttur frá Arngeirsstöðum.
Við móðurkné drukkum vér orku vors anda
og allan vorn þrótt;
1 aldanna reynslu við ættjarðarbarminn
var ævinnar vizka sótt.
Vér berum i»inn yl í blóðsins varma
og brjóstsins dýpstu taug.
Og liæst ber það allt, sem heyrir þér, móðir,
við horfinna daga sjónarbaug.
Svo margt skein oss glóbros af gleðinnar vörum
á genginni för.
En svalur er gustur á sóllausu liausti
og sveigir broddföla stör.
En safafersk rís hún og sumargræn ögrar hún
svellanna frostbláu gjörð.
— Svo stöndum vér ævinnar stórhríðardaga
með styrkar rætur í lifandi jörð.
Hvert orð, sem þú tjáðir, hvert atlot og ráð,
hvert ákall um náð,
varð lifandi fræ, sem þín fórnandi hönd
til farsældar oss hafði stráð.
Pótt of mikið færist á auðn vorrar hörku
af öllu því góða, er þú hafðir sáð,
þín heilaga fórn varð þó hjarta vors eggjan,
þín liönd sú er barg vorum sigri og dáð.
l>annig horfi ég hljóður á mynd þína móðir,
og mér finnst sem vor
hvelfist angandi og blátt yfir ævinnar slóðir
— þú átt þar hvarvetna mark þitt og spor.
Nú mætast, er kveldar, á krossgötum hjartans
í kyrrlátri sátt bæði fortíð og nú.
Og síðasta áfangann sé ég í fjarska
vió sólskin af von þinni og lifandi trú.