Stefnir - 01.06.1955, Page 10
8
STEFNIR
jLitningar í líkamsfrnmu manns. iLjósmynd t.v. ng teikning- t.h.
UUfttU>í)íiuy nn««•« •• '*
Jl}ttfJl>cct.§l9:>»«i ífi II IUIH *»«»•«/»»«i«u fí
liitningapör íir líkamsfrumum livíts manns (ofan) og ncgra (neðan).
Pörin eru 23 auk kynlitninganna.
ur föðurins til hins nýja einstaklings
blýtur því að berast með þeim.
Sé nú hinsvegar skyggnzt inn í egg-
frumu konunnar, kemur í ljós, að hún
Iiefur að geyma samskonar litninga og
.er eðlilegt að álíta, að með þeim ber-
ist arfur frá móðurinni.
, Þegar litningar sáðfrtimunnar hafa
sameinazt egginu, leggjast þessir litn-
ingahópar á vissu stigi hlið við hlið,
Og má sjá, að til hvers litnings úr
sáðfrumunni svarar hliðstæður litning-
ur úr eggfrumunni og hafa þannig
myndazt 24 litningasamstæður, eða
alis 48 litningar í frumu hins nýja
einstaklings.
Við hverja frumuskiptingu hins vax-
andi fósturs skeður svo það, að hver
litningur skiftist eftir endilöngu og
myndar tvo nýja litninga, sem að öllu
leyti virðast vera eins að stærð og
lögun og það merkilegasta er e.t.v., að
hvor hinna nýju litninga verður jafn-
stór og hinn óskifti litningur var áður.
Þessi nýju 24 litningapör fara síðan
hvort í sinn frumuhelming og myndast
:þá tvær nýjar frumur, síðan fjórar af
þeim og svo koll af kolli, þar til lík-
aminn er fullskapaður. Á þann hátt
dreifast arfberar foreldranna um all-
ar frumur líkamans.
TT'n lítum nú nánar á litningana
-®—I sjálfa, þessa þráðmjóu gormlaga
arfhera'. I raun og veru eru þeir alls
ekki hinar smæstu eindir erfðanna.