Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 16
14
STEFNIR
Fyrir ffeisiavirk áhrif raskast hin eðlileg:a frumuskiftinjí (til vinstri) þannijí
að sumir iitningar klofna í sundur, en aðrir tenKjast saman á óeðlilegan
hátt (til hægri). Myndast við það mjög afbrigðilegar frumur.
gagnstæða fram. Rannsóknir á sam-
eggja tvíburum, sem hafa sömu erfða-
heild, hafa hins vegar ekki leitt nein-
ar sannanir í ljós fyrir arfgengi áunn-
inna eiginleika, og eru stökkbreyting-
ar því hinar einu eiginlegu breytingar,
sem geta orðið á erfðaheild mannkyns-
ins.
Stökkbreytinga verður oft vart í ríki
jurta og dýra. Eru þær til orðnar fyrir
einhverja breytingu á gerð og fjölda
litninganna, eða jafnvel breytingu á
sjálfu geninu. Með eiturlyfjum og
geislavirkun hefur tekizt að framkalla
stökkbreytt afbrigði, sem oftast hafa
þó reynzt lakari að gerð en hinn eðli-
legi stofn. Meðal manna verður stökk-
breytni engu síður vart. Skýtur við og
við upp nýjum, afbrigðilegum eigin-
leikum, sem ef til vill hverfa aftur
eftir nokkra ættliði. Stundum eru þeir
varanlegir og setja smátt og smátt
ákveðinn svip á ættina eða kynstofn-
inn. Þannig er til kominn hvítur lokk-
ur í hári, og þannig hefur smátt og
smátt myndazt litarmunur kynstofna.
Enginn hefur áreiðanlega ætlað sér
að reyna tæknilega að mynda
stökkbreytingar á mannlegum líkama.
Við hinar geigvænlegu kjarnorku-
sprengjur í Japan í lok síðasta stríðs
komu hins vegar fram mörg afskræmi-
Ieg afkvæmi þeirra kvenna, sem orð-
ið höfðu fyrir geislavirkum áhrifum á
meðan á meðgöngutímanum stóð.
Margt þessara fóstra líktist meira
skrímslum en mannverum, en sem bet-
ur fer á hið afbrigðilega ævinlega erf-
iðar uppdráttar en hið eðlilega. Hins
vegar kann svo að fara, að geislaverk-
un geti haft áhrif á erfðastofna mann-
kynsins, og ef til vill verður jafnvel
unnt að valda stökkbreytingu gens í
ákveðna átt,