Stefnir - 01.06.1955, Síða 18
16
STEFNIR
Vinur hans og landi, skáldið
W.B. Yeats lýsir honum sem
„reikandi manni, fullum af fun-
andi tilfinningum og ást á því
villtasta í náttúrunni, því að þar
sá hann fært fram í dagsins ljós
það, sem lá falið í honum sjálf-
um.“
J.M.
Synge fæddist árið
1871 í einni af útborg-
um Dýflinar — yngstur af 8
systkinum. Faðir hans var mála-
færslumaður, móðir hans prests-
dóttir, bæði voru þau mótmæl-
endatrúar en langsamlegur meiri
hluti frlendinga var þá kaþólsk-
ur — eins og þeir eru enn í dag.
Synge-fjölskyldan var upprunn-
inn frá Wicklow héraðinu í vest-
ur-írlandi og einmitt við þetta
ættarhérað sitt, átti J. M. Synge
eftir að festa ást og tryggð, sem
entist honum til hinztu stundar.
Þegar sem drengur var hann
óvenjulega dulur í skapi og ein-
rænn, kunni -illa við sig innan
um annað fólk og reikaði þá
löngum tímum saman úti í nátt-
úrunni, þegar hann fékk því við
komið. Hann sökkti sér niður í
athuganir á allskyns jurtagróðri
og náttúrufyrirbærum og gleymdi
-sgr oft heillaður við þá iðju
sína. — En auðvitað var frelsi
J. M. Synfije.
hans takmörk sett. Hann, sem
-var af virðulegu og vel mennt-
uðu millistéttarfólki kominn varð
að hlíta: þeim reglum uppeldis
og menntunar,. sem tímarnir
kröfðust og mun það hafa geng-
ið að mestu vandræðalaust. •—•
Þó að Synge léti síðar að því
liggja, að æskumenntun sín hefði
verið innantóm og í molurn.
rk
: Aðaláhugaefni: hans á þessum
:árum var tónlistin. Hann hafði
frá því fyrsta mjög næmt tón-
eyra og hóf ungur nám í fiðlu-
leik með góðúm árangri. Þarna
var hann á sinni réttu hillu —
hélt hann — og er hann hafði
lokið B. A. prófi við háskólann í
Ðýflini, hélt hann rúmlega tví-
tugur að aldri til Þýzkalánds niéð