Stefnir - 01.06.1955, Side 21
JOHN M. SYNGE
19
arstaður -—< stundum, að ég sé
ekki annað en villisauður á með-
al fólksins .... Þrátt fyrir hina
gagnkvæmu vináttu, fundum við
djúpið, sem var staðfest á milli
okkar“. Það var hinn menntaði
heimsborgari í Synge, sem aldrei
gat samlagazt til fullnustu hin-
um óupplýsta alþýðumanni —
hversu mjög sem hann óskaði
þess. — Ef til vill var það ein-
mitt þessi staðreynd, sem síðar
meir var höfð óbeinlínis að vopni
gegn honum, þegar stormurinn
stóð sem snarpastur um leikrit
hans. Hann var sakaður um að
hafa smogið sem njósnari inn á
írskt alþýðufólk, notað sér gest-
risni þess og einlægni til þess eins
að hafa það síðan að háði og
spotti, auk þess sem hann ýkti —
og jafnvel laug til viðbótar.
Areiðanlega voru slíkar ásakanir
í meira lagi rangar og óréttmæt-
ar, þó að ef til vill væri eðlilegt,
að þær kæmu fram eins og í
pottinn var búið í írlandi einmitt
um þær mundir, er leikritin voru
skrifuð og birt almenningi.
Jj^n hver eru þá þessi leikrit
Synges og hvað fjalla þau
um? — Því skal nú svarað í
stuttu máli. Hið fyrsta þeirra,
wThe Shadow of the Glen“ er
einþættur gamanleikur, byggður
í öllum aðalatriðum, þó með
vissum breytingum, á gamalli,
írskri þjóðsögu, sem höfundin-
um hafði verið sögð af gömlum
sagnaþul á Aran-eyjum, hinum
hlinda Pat Dirane. Hann gerist
meðal fátæks bændafólks í dal-
verpi einu í Wicklow og lýsir
því, hvernig bóndakona ein
hleypur á hrott frá búi sínu og
hónda með nafnlausum flæk-
ingi. Hið næsta þeirra, „Riders
to the Sea“ er harmleikur, einnig
í einum þætti og gerist á eyju við
vesturströnd írlands. Söguhetjan,
Maurya, er gömul sjómanns-
kona, sem misst hefur eiginmann
og alla fimm syni sína, þá tvo
síðustu á einum og sama degi, í
sjóinn. Þetta örstutta leikrit er
af mörgum talið perlan meðal
leikrita Synges. Aðalinntak —-
og raunar hið eina inntak þess,
er vonlaus barátta hinna fátæku
fiskimanna og skylduliðs þeirra
við sjóinn, þennan æ nálæga og
ógurlega nágranna, sem engu
þyrmir. Andrúmsloftið, sem
hvílir yfir leiknum frá því
fyrsta til hins síðasta er þrungið
slíkum dapurleik og hjálparvana
harmi gagnvart hinum miskunn-
arlausu og óhjákvæmilegu örlög-
um, að áhorfandanum — jafnvel
lesandanum finnst, að Mauyra,