Stefnir - 01.06.1955, Side 22
20
STEFNIR
gamla sj ómannsekkj an, sem ber
uppi leikinn, muni þá og þegar
sligast undir þeim ofurþunga,
sem á hana er lagSur. En skap-
gerð hennar og persóna öll er
gerð af þvílíkri sálfræðilegri
innsýn frá höfundarins hendi, og
allar aðstæður leiksins færðar svo
snilldarlega í gervi hins hvers-
dagslega og um leið hins sér-
kennilega fyri,r staðháttu þá, sem
um er að ræða, að höfundinum
tekst að gera þetta allt furðu
sennilegt.
Átakanlegur, og þó í senn hug-
þægjandi er endir leiksins, er
Maurya stendur yfir líki hins
síðasta sonar síns Bartleys, í
mótstöðulausum harmi og full-
kominni auðmýkt vanmættisins
gagnvart almæti hins æðsta: —
„Nú eru þeir allir saman, og
endalokin eru komin. Megi ‘hinn
almáttugi guð miskunna sálu
Bartleys og Michaels og sálum
Sheamus og Pattch og Stephens
og Shawns. Og megi hann misk-
unna sálu minni og Noru og sál-
um allra, sem eftir eru á lífi í
þessum heimi.
(Hún þagnar um stund og
kveinstafir kvennanna í kring
hækka lítið eitt — hljóðna síðan
aftur.
Maurya (heldur áfram) :
Michael fær hreinlega greftrun
langt í norðrinu, fyrir miskunn
hins almáttuga guðs. Bartley mun
fá fallega kistu úr hvítu borð-
unum og djúpa gröf — svo
sannarlega. Hvað meira getum
við' heimtað? — Enginn maður
getur lifað til eilífðar, og við
verðum að sætta okkur við þaö.“
(Hún krýpur niður aftur og
tjaldið fellur hægt).“
Á
Næst í röðinni er „The Tink-
er’s Wedding“, tvíþátta skopleik-
ur, sem gerist úti á þjóðvegin-
um að kvöldlagi og snýst um
sáralítið og ómerkilegt efni. Per-
sónur hans eru tin-baglarinn
Michael Byrne, öldruð móðir
hans og ung lagskona. — 011
þrjú, heimilislausir flækingar •—
og þar að auki einn prestur, sem
gefur ungu hjúin saman í hjóna-
band. En það lendir allt í brösum
og barsmíðum. Hlutur sálusorg-
arans er gerður hinn háðulegasti
og yfirleitt er leikurinn allur
með skrípaleiksblæ, enda af
flestum talið hið lélegasta af
leikritum Synges.
Næst kom þríþáttá leikrit „The
Well of ihe Saints“. Þaö gerist í
afskekktu fjallahéraði í Austur-
Irlandi og fjallar um tvo blinda
flækingsbetlara, hjónin Mary og
Martin Doul, sem með krafta-